1Og sem Davíðs dagar nálguðust dauðann, bauð hann Salómoni syni sínum og mælti:2Eg geng veg allrar veraldar a), vert þú nú fastur fyrir, og vertu maður!3Gættu þess er gæta ber við Drottin þinn Guð, að þú gangir á hans vegum, og haldir hans skikkanir og hans boðorð, og hans réttindi, og hans tilskipanir eins og skrifað er í Móseslögum, svo þú sért lukkulegur í öllu sem þú gjörir, og hvört sem þú snýr þér;4Svo að Drottinn efni sitt orð sem hann hefir talað til mín, þá hann mælti: ef að synir þínir gá að sínum vegum, að þeir gangi dyggilega fyrir mér, og af öllu hjarta og af allri öndu, svo, sagði hann, skal þig ekki vanta mann í Ísraels hásæti.5Þú veist líka hvað Jóab hefir gjört mér, sonur Serúja, hvað hann gjörði þeim tveimur Ísraels hershöfðingjum, Abner syni Ners b), og Amasa syni Jeters c), sem hann myrti og úthellti stríðsblóði í friði, og bar stríðsblóð á sínu belti, sem var um hans lendar, og á sínum skóm, sem voru á hans fótum.6Svo gjör eftir þínum vísdómi, og lát ekki hans gráu hár koma með friði í gröfina.7En sonum Barsillai, Gíleaðíta skaltu vera náðugur, þeir skulu vera þínir mötunautar (eta við þitt borð), því svo voru þeir mér fylgisamir, þá eg flúði fyrir bróður þínum Absalon.8Og sjá! hjá þér er Símeí, sonur Gera Benjamínítans, frá Bahúrim; þessi sami bað mér ills með gífurlegum formælingum, þá eg fór til Mahanaim; en hann kom á móti mér til Jórdan, og eg sór honum við Drottin og mælti: eg skal ekki deyða þig með sverði!9en láttu hann nú ekki sleppa undan straffi, því vitur maður ert þú, og veist hvað þú át við hann að gjöra, og láttu hans gráu hár koma með blóði í gröfina.10Og svo sofnaði Davíð hjá sínum feðrum, og var jarðaður í Davíðsborg.11En sá tími, sem Davíð ríkti yfir Ísrael, var 40 ár. Í Hebron ríkti hann 7 ár, og í Jerúsalem ríkti hann 33 ár d).12Og Sálómon sat í hásæti föður síns Davíðs, og hans kóngsríki varð mjög staðfast.
13Og Adonía, sonur Hagítar, kom til Batseba móður Salómons, og hún mælti: boðar þín koma frið? og hann svaraði: (já) frið!14Og hann sagði: eg hefi eitt orð við þig að tala. Og hún mælti: tala þú!15Og hann sagði: þú veist að konungs ríkið var mitt, og allur Ísrael hafði auga á mér, að eg skyldi vera kóngur; en nú hefir ríkið bylt sér, og er orðið bróður míns, því Drottinn lét það verða hans.16Og nú bið eg þig einnrar bónar, synja þú mér ekki um hana! Og hún sagði við hann: tala þú!17Og hann mælti: tala þú við kónginn Salómon, því hann mun ein synja þér, að hann gefi mér fyrir konu, Abísag af Sunem.18Og Batseba sagði: gott og vel! eg skal þín vegna tala við kónginn.
19Þá gekk Batseba inn fyrir kóng Salómon til að tala við hann, vegna Adonía. Og konungur reis á móti henni og laut henni og setti sig í hásætið, og menn settu þar stól, handa móður konungsins, og hún sat honum til hægri hliðar.20Og hún tók svo til orða: eg bið þig lítillar bónar, synja þú mér ekki! Og konungur sagði til hennar: bið þú, móðir mín! eg mun ekki synja þér.21Og hún mælti: Abísag af Sunem verði gefin Adonia bróður þínum fyrir konu.
22Þá svaraði Salómon konungur og mælti við móður sína: því biður þú um Abísag af Sunem fyrir Adonia? bið þú um kóngsríkið handa honum, því hann er eldri bróðir, og handa Abíatar presti, og Jóab Serujasyni.23Og Salómon sór við Drottin og mælti: Guð gjöri mér það og ennfremur a)! þetta orð Adonia skal kosta hans líf!24Og nú svo sannarlega sem Drottinn lifir, sem mig hefir staðfest, og sett mig í hásæti Davíðs föður míns og gjört mér hús, eins og hann hafði heitið, jafnvel í dag skal Adonia verða líflátinn.25Og Salómon kóngur sendi Benaja son Jójada, hann vann á honum svo að hann dó.
26Og konungurinn sagði við Abíatar prest: far þú til Anatot þar sem þú átt akrana, því dauðans maður ert þú; en á þessum degi vil eg ekki drepa þig, því þú barst Guðs Drottins örk fyrir Davíð föður mínum og þú þoldir illt allan þann tíma sem faðir minn þoldi illt.27Þannig rak Salómon Abíatar burt, svo hann var ei lengur prestur Drottins, til þess að Drottins orð skyldi rætast, sem hann hafði talað, viðvíkjandi Elí húsi í Síló. (1 Sam. 2,31.32).
28Og þetta spurði Jóab (en Jóab hafði haldið með Adonia, en Absalon hafði hann ekki aðhyllst). Þá flúði Jóab í Drottins tjaldbúð, og greip um altarishornin.29Og konungi Salómon var það sagt, að Jóab væri flúinn í Drottins tjaldbúð, og sjá! hann er við altarið. Þá sendi Salómon Benaja son Jójada og mælti: far þú og vinn á honum.30Svo kom Benaja í Drottins tjaldbúð og sagði við hann ɔ: Jóab: svo segir kóngurinn: gakk þú út héðan! og hann svaraði: nei! hér skal eg heldur deyja. Og Benaja lét konung vita það, og mælti: svo talaði Jóab, og svo svaraði hann mér.31Þá sagði konungurinn við hann: gjör þú sem hann sagði, og vinn þú á honum, og graf þú hann, og kom þú af mér og míns föðurs húsi, því blóði sem Jóab án saka hefir úthellt.32Og Drottinn láti hans blóð koma yfir hans höfuð, þar eð hann hefir drepið tvo menn, sem voru réttvísari og betri en hann, og myrt þá með sverði, án þess faðir minn Davíð vissi, Abner son Ners, hershöfðingja Ísraels, og Amasa, son Jeters, Júda hershöfðingja.33Þeirra blóð komi yfir Jóabs höfuð og í koll hans niðjum að eilífu, en Davíð og hans niðjar og hans hús og hans hásæti hafi frið af Drottni eilíflega!34Svo gekk Benaja sonur Jójada burt, og vann á honum og deyddi hann, og hann var grafinn í sínu húsi í eyðimörkinni.35Og konungurinn setti Benaja son Jójada í hans stað yfir herinn b), og Sadok prest c) setti konungurinn í stað Abíatars.
36Og konungurinn sendi og kallaði Símeí og sagði til hans: bygg þú þér hús í Jerúsalem og bú þú þar, og far ekki þaðan hvörki í þessa átt né hina.37Og hvörn þann dag sem þú fer þaðan, og yfir lækinn Kidron, svo skalt þú vita, að þú hlýtur að deyja; þitt blóð komi yfir þitt höfuð!38Og Símeí svaraði konunginum: gott og vel! eins og minn herra konungurinn hefir talað, svo mun hans þjón gjöra. Og svo bjó Símeí lengi í Jerúsalem.
39En að þrem árum liðnum varð sá atburður, að tveir Simei þrælar struku til Akis, sonar Makas kóngs í Gat, og menn sögðu Simei: sjá! þínir þrælar eru í Gat.40Þá tók Simei sig til, og söðlaði sinn asna, og fór til Gat til Akis, til að sækja sína þræla; og Simei fór og kom með þrælana frá Gat.41Það var Salómoni sagt, að Simei hefði farið frá Jerúsalem til Gat og væri aftur kominn.42Þá sendi konungur og kallaði Simei og sagði við hann: hefi eg ekki sært þig við Drottin, og lagt ríkt á við þig og sagt: á hvörjum degi sem þú fer í burt í þessa eða hina áttina, svo skalt þú vita að þú hlýtur að deyja? Og þú sagðir við mig: gott og vel! eg hefi það heyrt.43En hvörs vegna hefir þú ekki haldið Drottins eið, og það boðorð sem eg bauð þér?44Og konungurinn mælti við Simei: þú veist allt það illa, sem þitt hjarta er sér meðvitandi, það sem þú gjörðir Davíð föður mínum, og nú lætur Drottinn þína vonsku þér í koll koma a).45En Salómon kóngur mun blessaður vera, og Davíðs hásæti af Drottni staðfestast að eilífu.46Og konungurinn bauð Benaja syni Jojada, og hann fór og vann á honum (Simei) svo hann dó. Og kóngsríkið festist í Salómons hendi.
Fyrri konungabók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:30+00:00
Fyrri konungabók 2. kafli
Davíðs seinasta ráðstafan og andlát. Salómons réttvísi.
V. 2. a. Jós. 23,14. V. 3. Sbr. Devt. 17,18. fl. Jós. 1,7. V. 5. b. 2 Sam. 2,27. c. 2 Sam. 20,10. V. 7. Sbr. 2 Sam. 17,27. 19,31.32. V. 8. Sbr. 2 Sam. 16,5. 19,16.23. V. 11. Sbr. 2 Sam. 5,4.5. 1 Kron. 29,26.27. V. 23. a. 1. Sam. 3,17. 14,44. V. 35. b. Kap. 4,4. c. 1 Sam. 2,35. 1 Kron. 29,22. V. 44. a) Sálm. 54,7. 62,13.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.