Postulinn áminnir að halda fast við Jesú óbrjálaða lærdóm, forðast lesti og stunda dyggðir, að þeir með því að forðast holdlegar girndir með hlýðni við yfirvald og bróðurlegum kærleika niðurþaggi öll illmæli gegn sér. Skyldur þjónustu fólks.

1Afleggið þar fyrir alls lags vonsku og alla pretti, hræsni, öfund og allt baktal,2og sækist, eins og a) nýfædd börn, eftir þeirri skynsömu b), ómenguðu mjólk, svo þér af henni þroskist yður til velferðar;3þar eð þér hafið smakkað, hvörsu sætur Drottinn er.
4Með því þér eruð komnir til þessa lifandi steins c), sem að sönnu er af mönnum útskúfaður, en af Guði útvalinn og dýrmætur,5svo látið yður uppbyggjast sem lifandi steina (til þess þér verðið) andlegt musteri, heilagt prestafélag, til að frambera andlegar fórnir, Guði velþóknanlegar fyrir (aðstoð) Jesú Krists.6Þar fyrir stendur (skrifað), í Ritningunni: „sjá! eg set hornstein í Síon útvalinn og dýrmætan, sá sem setur sitt traust til hans mun eigi til skammar verða“.7Yður, sem trúið er hann dýrmætur; en þeim vantrúuðu er sá steinn, sem byggjendurnir burtsnöruðu orðinn að hyrningarsteini,8„og að ásteytingarsteini og kletti veiðibrellunnar“. Þeir sem hrasa, eru þeir sem ekki trúa lærdóminum d); þar til voru þeir og settir.9En þér eruð útvalin kynslóð e), konunglegt prestafélag, heilagur lýður, (Guðs) eigið fólk, til þess að víðfrægja skylduð þess mikilleika, sem kallaði yður frá myrkrinu til síns aðdáanlega ljóss.10Þér sem forðum ekki voruð lýður, eruð nú orðnir lýður; þér sem ekki nutuð miskunnar, hafið nú miskunn hlotið.
11Þér ástkæru! eg áminni yður, sem gesti og útlenda, að þér f) haldið yður frá holdlegum girndum, hvörjar gegn sálunni stríða.12Hegðið yður vel meðal heiðinna þjóða, svo að þeir, mitt í því þeir rógbera yður sem illgjörðamenn, vegna yðar góðverka, þegar þeir gæta grannt að, á þeirra vitjunartíma vegsami Guð.13Verið því undirgefnir sérhvörju af mönnum tilsettu yfirvaldi, hvört heldur það er konungurinn, svo sem þeim æðsta,14eða það eru landshöfðingjarnir, svo sem þeim er af honum eru sendir illgjörðamönnum til refsingar, en lofstírs þeim, sem vel breyta;15Því það er vilji Guðs, að þeir sem vel breyta niðurþaggi óviturleika heimskra manna.16svo sem frjálsir menn, en ekki sem þeir er brúka frelsið vonskunni til yfirhylmingar, heldur svo sem þrælar Guðs,17skuluð þér alla virða; elska bræðrafélagið, óttast Guð, heiðra konunginn.
18Þjónustumennirnir séu undirgefnir drottnum sínum með óttablandinni varúð, ekki einungis þeim góðu og blíðu heldur einnig þeim ósanngjörnu;19því það er náð, ef nokkur vegna samviskunnar um Guð umber hið sorglega, er hann óréttilega líður.20Því hvör frægð er í því, að þér fyrir misgjörða sakir högg líðið, en ef þér, þó þér breytið vel, líðið illt og eruð þolinmóðir, það (ávinnur sér) náð hjá Guði;21því hér til eruð þér kallaðir, því Kristur leið einnig fyrir oss og eftirlét oss munstur til að breyta eftir, svo að vér skyldum feta í hans fótspor.22Hann drýgði ekki synd og ekki eru svik fundin í hans munni;23eigi illmælti hann aftur, þó honum væri illmælt, eða brúkaði hótunaryrði, þá hann leið, heldur gaf það í þess vald, sem réttvíslega dæmir;24og bar (sjálfur) vorar syndir á sínum líkama upp á tréð, svo vér skyldum skilja við syndirnar og lifa réttlætinu; fyrir hans benjar eruð þér læknaðir.25Þér voruð sem frávilltir sauðir, en nú hafið þér snúið yður til hirðis og biskups yðvarra sálna.

V. 1. Kól. 3,8. V. 2. a. Matt. 18,3. b. sbr. Hebr. 5,12.13. 2 Kor. 2,17. V. 3. Matt. 11,29.30. Sálm. 34,9. V. 4. c. þ. e. dýrmætur stein, vegna þess að hann er hornsteinn (v. 7) sem heldur allri byggingunni saman. Kristninni er oft í N. testam. líkt við hús; sérhvör kristinn er 1 steinn í þessari byggingu, en trúin á Krist sameinar þá alla (þess vegna er hann hyrningarsteinn) svo þeir verði andlegt musteri, (Efes. 2,21.22.) þ. e. bræðrafélag, í hvörju andlegt hugarfar drottni. (Efes. 5,27.) Er heilagt prestafélag er kallast kristnir, af því hvör eirn sannkristinn má nálægja sig Guði og frambera sína andlegu fórnir. Róm. 12,1. V. 8. Esa. 28,16. Sálm. 118,22. Post. g. b. 4,11. Lúk. 2,34. d. Jóh. 15,16. Post. g. b. 13,48. 1 Tess. 5,9. Guðs ráðstafanir eru órannsakanlegar, en maðurinn er sekur sem ekki hagnýtir sér þær upphvatningar til góðs, sem honum gefast. sbr. Róm. 2,12. V. 9. e. 2 Mós. 19,6. 5 Mós. 7,6. Tít. 2,14. V. 10. Hós. 2,1.25. Róm. 9,25. V. 11. f. Róm. 8,14. 13,1.4. 2 Kor. 10,3. V. 12. Matt. 5,16. Róm. 12,17. Filip. 2,5. V. 13–15. Róm. 13,1–7. Tít. 2,8. V. 16. Kristur hefir ekki gefið mönnum leyfi til að lifa eftir sínum girndum, heldur eftir því sem samviskan seigir manni að rétt sé; og ef maður lifir eftir því, þá er maðurinn sannarlega frjáls, annars eru menn syndarinnar þrælar. Jóh. 8,32.34.36. Róm. 6,18. Gal. 5,13. V. 17. Matt. 15,4–6. Jóh. 5,23. 8,49. Róm. 13,7.8. 12,10. V. 18. Efes. 6,5. ff. Tít. 2,9.10. V. 19. Matt. 5,10. V. 20. 3,14–17. V. 21. 3,18. Jóh. 13,14.15. Filip. 2,6–8. Jóh. 8,46. V. 22. 2 Kor. 5,21. V. 23. 3,9. V. 24. Es. 53,4–7. Róm. 5,6–11. V. 25. Ef. 53,9. Jóh. 10,11. sbr. Lúk. 15,4. Esek. 34,6. 37,24. Sálm. 119,176.