1Pétur, postuli Jesú Krists, heilsar þeim útvöldu útlendu, sem tvístraðir eru út um Pontus, Galataland, Kappadokíu, Asíu og Bityniu,2hvörjir, eftir Guðs Föðurs c) fyrirhugaða ráði, helgaðir eru með andans aðstoð, til þess þeir hlýðnist Jesú Kristi og d) hreinsaðir verði með hans blóði. Náð og friður Guðs margfaldist yfir yður.
3Lofaður sé Guð, Faðir Drottins vors Jesú Krists, sem með því að uppvekja hann frá dauðum, hefir eftir mikilli miskunn sinni, endurfætt oss til lifandi vonar,4til hluttekningar í þeirri arfleifð, sem yður geymd er á himnum og óforgengileg er, fullkomin og aldrei fölnar,5yður, sem fyrir Guðs öflugu aðstoð varðveitist með trúnni, svo að þér aðnjótandi verðið yður fyrirbúinnar sælu, er á síðasta tíma mun verða opinber.6Gleðjist hér við, þótt þér nú um skamma stund (ef svo hlýtur að ske) hryggjast megið af margs konar freistingum,7svo að yðar reynda trú, sem er langtum dýrmætari en forgengilegt gull, þótt það í eldi sé reynt, verði yður til lofs, vegsemdar og dýrðar, þegar Jesús Kristur opinberast,8hvörn þér elskið, þó þér ekki hafið séð hann, af hvörjum þér, sem trúið á hann, þótt þér nú ekki á hann horfið, gleðjist óútmálanlegum og dýrðlegum fögnuði,9því þér munuð úttaka endurgjald fyrir yðar trú, velferð yðar sálna.10spámennirnir er spáðu um heill þá er við yður er framkomin, hafa út í þessa sælu gruflað og grennslast eftir henni;11Þeir leituðust við að uppgötva til hvörs og hvílíks tíma Krists Andi, sem í þeim bjó, meinti, þá hann fyrirsagði a) píslir Krists og þar á eftir fylgjandi dýrð;12en þeim var þetta opinberað, ekki þeim sjálfum til gagns, heldur gagnaði það yður, hvörjum þetta nú er kunngjört af þeim sem boða yður gleðiboðskapinn með aðstoð heilags anda sem er ofansendur frá himni b), hvar inn í englana (jafnvel) fýsir að skyggnast.
13Hafið þar fyrir lendar yðar hugskots umgirtar c), verið varhygðarsamir, og setjið algjörlega von yðar til þeirrar náðar, sem yður mun veitast við tilkomu Jesú Krists;14sem hlýðin börn, lagið eigi breytni yðar eftir þeim girndum, er þér áður þjónuðuð í vanvisku yðar,15heldur verðið heilagir í öllu yðar dagfari, eins og sá er heilagur, er yður hefir kallað;16því skrifað er: „verið heilagir, eins og eg em heilagur“.17Og með því þér ákallið þann sem föður, er dæmir sérhvörn d) án manngreinarálits eftir hans verkum, þá framgangið, yðar e) útlegðartíma, með óttablandnri varúð;18þér vitið að þér eigi eruð endurleystir með forgengilegu silfri eða gulli frá yðar hégómlega athæfi, er þér numið höfðuð af feðrum yðar;19heldur með dýrmætu blóði þess óflekkaða og lýtalausa lambsins Krists,20sem að sönnu f), áður en grundvöllur heimsins var lagður, var fyrirhugaður, en g) birtist á þessum síðustu tímum vegna yðar,21yðar, sem vegna hans hafið trú til Guðs, er reisti hann upp frá dauðum og gaf honum dýrð, svo þér hefðuð traust og von til Guðs.22Fyrst þér nú með hlýðni við sannleikans (lærdóm) hafið með andans aðstoð, hreinsað yðar sálir til hræsnislausrar bróðurlegrar elsku, þá h) elskið hvör annan kappsamlega af hreinu hjarta,23svo sem þeir, sem i) endurgetnir eru, ekki af forgengilegu sæði, heldur óforgengilegu, með Guðs lífkröftuga lærdómi, er eilíflega mun gilda,24því allt hold er sem gras, og þess vegsemd, sem blómi grassins, grasið er þegar skrælnað, og þess blómi affallinn,25en orð Drottins varir að eilífu, og það er það orð, sem yður er boðað.
Fyrra Pétursbréf 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:07+00:00
Fyrra Pétursbréf 1. kafli
Postulinn óskar góðs þeim kristnu í Asíu og s. frv. Prísar farsæld kristinna. Hvetur til að lifa kristinni trú samboðnu líferni.
V. 1. Jóh. 7,35. Jak. 1,1. Gyðingar kölluðu sig vera í útlegð þegar þeir bjuggu í öðru landi enn Gyðingalandi. Útvaldir þeir af þessum, er við kristni höfðu tekið. V. 2. c. Róm. 8,29. d. Hebr. 9,10–15.19. 12,24. V. 7. Róm. 5,3–5. 2 Kor. 4,17. Jak. 1,3.12. V. 8. 2 Kor. 5,7. 1 Jóh. 4,20. Hebr. 11,27. Þeir, til hvörra bréf þetta er skrifað, höfðu aldrei séð Jesúm sjálfan. Jóh. 20,29. V. 10. 1 Mós. 49,10. Dan. 2,44. Hagg. 2,7.8. Matt. 13,17. V. 11. a. Sálm. 22,7. Esa. 53. Dan. 9,26. Lúk. 24,26. Pgb. 26,23. V. 12. Pgb. 2,4. 3,15–26. b. Efes. 3,10. V. 13. c. Þ. e. haldið yður ferðbúnum að framganga, (þ. e. breyta), sem réttkristnir, sbr. Efes. 6,14. V. 15. Matt. 5,48. V. 16. 3 Mós. 11,44. 19,2. V. 17. d. 5 Mós. 10,17. e. 2 Kor. 5,6. V. 18. 1 Kor. 6,2. 7,23. V. 19. Hebr. 9,12.14.22. 10,19.29. sbr. Róm. 5,10. Öll fornöld hélt syndafyrirgefning fengist ei án blóðsúthellingar og gáfu; en sjá samt hvað Esaí: 1,10–17. krafði undir eins, hvað samanberist við Kól. 1,14.20.22 Jak. 1,27. V. 20. f. Efes. 1,9. g. Gal. 4,4. V. 21. Pgb. 2,24. Filip. 2,9. V. 22. h. 1 Tím. 1,5. V. 23. i. Jak. 1,18. V. 24. Esa. 40,6–8. Jak. 1,10.11.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.