1Og Drottinn talaði við Móses og mælti:2skipa þú Ísraelssonum að þeir láti burt úr herbúðunum alla holdsveika og þá sem hafa sáðlát, og þá sem hafa saurgað sig á líki;3eins karl sem konu skuluð þér burt reka, úr herbúðunum skuluð þér þá láta, svo þeir ei saurgi yðar herbúðir, í hvörjum eg bý meðal yðar.4Og Ísraelsmenn gjörðu svo, og létu þá burt úr herbúðunum; eins og Drottinn hafði talað við Móses, svo gjörðu Ísraelssynir.
5Og Drottinn talaði við Móses og mælti:6tala þú við Ísraelssyni: þegar maður eða kona drýgir einhvörja synd, sem mönnum er títt, og brjóta á móti Drottni, og sú hin sama sál hefir gjört sig seka;7svo skulu þeir játa þá synd, sem þeir hafa drýgt og bæta skulu þeir sína sekt, sjálfa summuna, og fimmta parti skulu þeir bæta við, og þetta skulu þeir gjalda þeim er þeir gjörðu sig seka við.8Og hafi maðurinn *) engan náinn ættingja til að greiða honum bæturnar, svo tilheyra bæturnar Drottni, þ. e. prestinum, auk forlíkunarhrútsins, með hvörjum menn forlíka þá seku.9Og allt upplyftingaroffur af öllu því sem Ísraelssynir helga, að þeir færi það prestinum, skal honum tilheyra.10Og hvaðeina helgað, það skal vera hans; gefi einhvör eitthvað prestinum, þá skal hann hafa það.
11Og Drottinn talaði við Móses og mælti:12tala þú við Ísraelssyni og seg þeim: þegar kona einhvörs manns fellur til lauslætis og verður honum ótrú;13og annar maður leggst með henni, en maðurinn veit ei af, og það er skeð leynilega að hún er saurguð, og þar eru engin vitni móti henni, og hún er ekki að verkinu staðin14og yfir hann kemur vandlætingarandi, svo að hann vandar um við konu sína, og hún er saurguð; eða þar kemur yfir hann vandlætingarandi að hann vandlætir um við konu sína, og hún er ekki saurguð:15svo fari maðurinn með konu sína til prestsins, og færi honum sína fórnargáfu hennar vegna, tíunda part af efa byggmjöls; engu viðsmjöri skal hann þar yfir hella, og engu reykelsi þar á strá; því það er vandlætingarmatoffur, endurminningarmatoffur sem minnir á yfirtroðslu.16Og presturinn leiði hana fram yfir Drottin17og taki vígt vatn í leirker; og mosk af gólfi búðarinnar taki hann og láti í vatnið.18Og presturinn leiði konuna fram fyrir Drottin, og taki af henni höfuðfatið, og leggi í hennar hönd matoffrið endurminningarinnar, matoffur vandlætingarinnar; og í prestsins hendi sé beiska vatnið sem ollir bölvunar,19og presturinn gangi hart á konuna og segi við hana: hafi enginn maður hjá þér legið, og hafir þú ekki leyft þér óleyfilega lausung á bak við þinn mann, svo verði þetta beiska vatn, sem bölvunar ollir, þér ósaknæmt;20en hafir þú drýgt losæði á bak við þinn mann, og sértu saurguð, og hafi einhvör annar en maðurinn þinn með þér lagst,21svo þrýsti presturinn að konunni með bölvunarsærinu, og segi við konuna: svo gjöri Drottinn þig að bölvun (viðundri) meðal þíns fólks, svo að Drottinn láti þínar lendar hjaðna og þinn kvið þrútna.22Og þetta vatn sem hefir meðferðis bölvan, færi hana í þín innyfli, svo þinn kviður þrútni og þínar lendar hjaðni; og konan segi: það veri svo! það veri svo!23Þá skrifi presturinn þessa formælingu í bókina, og þvoi hana af með beiska vatninu,24og gefi konunni beiska vatnið, sem bölvan hefir meðferðis, að drekka, svo það bölvun með sér hafandi vatn, þrengi sér í hana og verði að beiskju.25Og presturinn taki við vandlætingarinnar matoffri úr hendi konunnar, frammi fyrir Drottni, og beri það á altarið.26Og presturinn taki handfylli af matoffrinu, svo sem fórnarpart, og upptendri á altarinu, og eftir það skal hann fá konunni vatnið að drekka.27Og hafi hann fengið konunni vatnið að drekka, og sé hún saurguð, og hafi hún verið manninum ótrú, svo mun það vatn, sem bölvun hefur meðferðis, þrengja sér inn í hana til beiskju, og mun hennar kviður þrútna, og hennar lendar hjaðna, og konan mun verða að bölvun meðal síns fólks.28En sé konan ekki saurguð og sé hún hrein, svo mun hún verða óströffuð, og eignast afkvæmi.29Þetta eru lögin um vandlæting. Þegar kona drýgir lausung bak við mann sinn og verður saurguð,30eða þegar vandlætingarandi kemur yfir manninn, svo hann vandlætir um við sína konu: svo fari hann með konuna fram fyrir Drottin, og presturinn fari með hana eftir þessu lögmáli.31Og maðurinn sé frí við sekt, og sama kona beri sína sekt.
Fjórða Mósebók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 5. kafli
Hreinlæti í herbúðunum. Um konu sem hleypur frá manni.
*) Sá maður sem brotið var á móti og er dáinn.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.