1Og Drottinn talaði við Móses og sagði:2Bjóð þú Ísraelsbörnum og seg við þau: þegar þér komið í Kanaansland, er það þetta land, sem þið munuð fá til eignar, landið Kanaan með þessum landamerkjum:3suðurhlið þess mun vera: frá eyðimörkinni Sín með endilangri Ídúmeu, og landamerkið gegnt suðri þar fyrir liggja svona: að austanverðu, frá botni Dauðahafsins,4þaðan mun því veita og fyrir sunnan Skorpíonshæðirnar, liggja svo yfir þvera eyðimörkina Sín, lenda fyrir sunnan Kades-Barnea, ná til Hadsar-Adar, liggja um Asemon,5svo á bug til lækjar Egyptalands og enda við hafið.6Í vestur mun landamerki yðar vera hafið, já landamerki yðar skal það vera, landamerki að vestanverðu.7En að norðanverðu skal þetta vera landamerki yðar: frá hafinu mikla skuluð þér taka stefnu allt að fjallinu Hór,8frá fjallinu Hór skuluð þér taka stefnu á Hamat, og þaðan til Sedads,9svo til Sifron og enda við Hasar-Enan. Þetta skal vera landamerki yðar að norðanverðu.10Svo skuluð þér tiltaka landamerki yðar að austanverðu frá Hasar-Enan til Sefam,11frá Sefam skulu þau liggja niðureftir til Ribla fyrir austan Ain og svo lengra niður á við þar til þau snerta austurhliðina á sjónum Genesaret.12Síðan skulu þau liggja niður með Jórdan og enda við Dauðahafið. Þetta land skal yður tilheyra eftir sem landamerki þess tilsegja allt í kring!13Þetta bauð Móses Ísraelsbörnum og sagði: þetta er landið sem þér skuluð skipta á milli yðar með hlutkesti, sem Drottinn bauð að gefa þeim 9 kynkvíslum og þeirri hálfu kynkvísl.14Því kynkvísl Rúbensbarna eftir ættlegg feðra þeirra og kynkvísl Gaðs eftir ættlegg feðra þeirra og hálf Manassis kynkvísl höfðu fengið sína fasteign;15hálf þriðja kynkvísl hafði fengið fasteign hinumegin Jórdanar gegnt Jeríkó að austanverðu.
16Og Drottinn talaði við Móses og sagði:17þessi eru nöfnin á þeim mönnum sem skulu skipta landinu milli yðar: presturinn Eleasar, Jósúa sonur Núns;18skuluð þið taka einn höfðingja af hvörri kynkvísl til að skipta landinu,19og eru þetta nöfn þessara manna: af Júda kynkvísl: Kaleb sonur Jefúnnis;20af Símeons kynkvísl: Semúel sonur Ammíhúðs;21af Benjamíns kynkvísl: Elidad sonur Kislons;22af Dans kynkvísl: höfðinginn Bukki sonur Jaglis;23af börnum Jóseps, af kynkvísl Manassis: höfðinginn Haniel sonur Efods;24og af Efraíms ættkvísl: höfðinginn Kemuel sonur Siftans;25af Sebúlons kynkvísl: höfðinginn Elisafan sonur Parnaks;26af Ísaskars kynkvísl: höfðinginn Paltíel sonur Assans;27af Assers kynkvísl: höfðinginn Akkihud sonur Selomis;28og af Naftalís kynkvísl: höfðinginn Pedahel sonur Ammíhuds:29þetta voru þeir sem Drottinn skipaði að skipta skyldu milli Ísraelsbarna fasteigninni í Kanaanslandi.
Fjórða Mósebók 34. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:51+00:00
Fjórða Mósebók 34. kafli
Landamerki Kanaanslands eru tilgreind. Tiltekið hvörjir landinu skuli skipta.
V. 6. Þ. e. Miðjarðarhafið. V. 11. Þ. e. Suður eftir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.