1Og Drottinn talaði við Móses og sagði:2bjóð Ísraelsbörnum og seg við þau: Þið verðið að gæta þess á þeim tiltekna tíma að færa mér mína fórnargáfu, brauð mitt, eldfórn handa mér til sæts ilms.3Og þú skalt segja við þá: þetta er eldfórnin sem þið skuluð færa Drottni. Tvö lýtalaus ársgömul hrútlömb á hvörjum degi til daglegrar brennifórnar;4annað að morgni hitt að kvöldi,5þar að auki 10a part efa af hveitimjöli til matfórnar, mengaðan með 4ða parti híns af besta viðsmjöri;6það er sú daglega brennifórn sem færð var á fjallinu Sínaí til sæts ilms, eldfórn handa Drottni.7Drykkjarfórnin sem hér tilheyrir er: 4ði partur híns með hvörju lambi; í helgidóminum skal færa Drottni drykkjarfórn af óblönduðu víni.8Hitt lambið skal tilreiða að kvöldi með sömu mat- og drykkjarfórn sem það um morguninn, það er eldfórn Drottni til sæts ilms.9En á hvíldardegi skal fórnfæra tveimur hrútlömbum, ársgömlum lýtalausum og tveimur 10u pörtum efa af hveitimjöli til matfórnar menguðum viðsmjöri og samsvarandi drykkjarfórn.10Þetta er brennifórnin sem færa skal á hvörjum hvíldardegi, auk þeirrar daglegu brennifórnar og samsvarandi drykkjarfórnar.11Á fyrsta degi sérhvörs mánaðar yðar skuluð þér færa Drottni brennifórn: tvo unga uxa, einn hrút og 7 ársgömul lýtalaus hrútlömb,12og sem matfórn þrjá 10du parta efa af hveitimjöli, viðsmjöri mengaða með hvörjum uxa, og tvo 10du parta efa hveitimjöls viðsmjöri mengaða með hvörjum hrút,13og einn 10a part efa hveitimjöls viðsmjöri mengaðan, með hvörju lambi. Það er brennifórn til sæts ilms, eldfórn handa Drottni;14og drykkjarfórnin sem hér tilheyrir er hálf hín víns með hvörjum uxa, þriðjipartur hínar með hvörjum hrút og 4ði partur hínar með hvörju lambi. Þetta er brennifórnin sem færast skal á sérhvörjum mánuði í árinu.15Þar að auki skal einn hafur tilreiðast Drottni til syndafórnar auk þeirrar daglegu brennifórnar og henni samsvarandi drykkjarfórnar.16Í mánuðinum fyrsta, á fjórtánda degi mánaðarins eru páskar Drottins,17og á 15a degi í þessum mánuði er hátíðin; í 7 daga skal ósýrt brauð eta;18á fyrsta degi skal vera heilög samkoma, megið þið þá enga stritvinnu hafa fyrir stafni;19skuluð þið þá færa Drottni brennifórn sem eldfórn, tvo unga uxa, einn hrút, 7 ársgömul hrútlömb sem skulu vera lýtalaus,20matfórnin sem hér tilheyrir er hveitimjöl viðsmjöri mengað, þrír 10u partar af efa með hvörjum uxa, 2r 10u partar með hvörjum hrút,21og einn 10i partur með sérhvörju af þeim 7 lömbum;22hér að auki einn hafur til syndafórnar, til að friðþægja fyrir yður.23Auk brennifórnarinnar um morguninn, sem er sú daglega brennifórn, skuluð þér tilreiða þetta.24Á sama hátt skuluð þér daglega þessa 7 daga framreiða eldfórnarfórn Drottni til sæts ilms; auk þeirrar daglegu brennifórnar skal þetta framreiðast ásamt samsvarandi drykkjarfórn.25En á 7da degi skal vera heilög samkoma hjá yður, megið þér þó ekkert við stritvinnu fást.26Á frumgróðahátíðinni, þegar þér færið Drottni nýja matarfórn á hátíðinni sem er 7 vikur eftir páska, skal vera heilög samkoma hjá yður, ekki megið þér þá við stritvinnu fást.27Sem brennifórn Drottni til sæts ilms skuluð þér þá færa tvo unga uxa, einn hrút, 7 ársgömul hrútlömb;28matfórnin sem þar tilheyrir er hveitimjöl viðsmjöri mengað, þrír 10u partar (efa) með hvörjum uxa, tveir 10u partar með hvörjum hrút,29og einn 10i partur með sérhvörjum af þeim 7 lömbum;30þar að auki einn geithafur til að friðþægja fyrir yður;31auk þeirrar daglegu brennifórnar og þeirri samsvarandi matfórn skuluð þér tilreiða þetta, skal það vera gallalaust og eins sú samsvarandi drykkjarfórn.
Fjórða Mósebók 28. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:51+00:00
Fjórða Mósebók 28. kafli
Löglegar fórnir á hvíldardögum, á tunglkomudögum, á páskum og hvítasunnu.
V. 17. Sjá 2 Mós. b. 12,16. V. 26. Þ. e. á hvítasunnuhátíðinni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.