1Og Drottinn talaði við Móses og Aron og sagði:2Þetta er lagaboð sem Drottinn hefir gefið og sagt: seg við Ísraelsbörn að þau skuli taka og leiða til þín rauða gallalausa kvígu, sem engin lýti hefir og ekki hefir undir ok leidd verið,3skuluð þér fá hana prestinum Eleasar, og skal svo leiða hana út fyrir herbúðirnar og slátra henni í hans augsýn;4þá skal presturinn Eleasar taka af blóði hennar á fingri sér og stökkva því sjö sinnum mót austurhlið samkundutjaldbúðarinnar,5svo skal brenna kvíguna fyrir hans augum, bæði húð hennar, hold og blóð ásamt saurindum hennar;6þá skal presturinn taka sedrustré, ísóp og purpura, og kasta á bálið þar sem kvígan brennur.7Svo skal presturinn þvo klæði sín, lauga líkama sinn í vatni og fara svo inn í herbúðirnar; er hann óhreinn til kvölds.8Sömuleiðis skal sá sem brenndi hana þvo klæði sín í vatni, og lauga líkama sinn; hann er óhreinn til kvölds.9Svo skal maður, sem er hreinn, safna saman öskunni af kvígunni og láta hana á hreinan stað fyrir utan herbúðirnar, að hún sé geymd handa söfnuði Ísraelsbarna til hreinsunarvatnsins; þetta er syndafórn.10En sá sem safnaði öskunni af kvígunni skal þvo klæði sín og vera óhreinn til kvölds. Þetta skal vera ævinleg skikkan fyrir Ísraelsbörn og þann útlenda sem dvelur meðal þeirra.11Sá sem snertir lík dauðs manns, hann skal vera óhreinn í 7 daga;12á 3ja og 7da degi skal hann hreinsa sig með hreinsunarvatninu og mun hann hreinn verða, en ef hann ekki hreinsar sig á 3ja og 7da degi mun hann ekki hreinn verða.13Hvör sem snertir lík nokkurs manns og ekki hreinsar sig, hann saurgar bústað Drottins og skal afmáður verða úr tölu Ísraelsbarna; af því hreinsunarvatninu ekki var stökkt á hann, er hann óhreinn.14Þetta skal vera lög þegar maður deyr í tjaldi: hvör sem inn í tjaldið gengur og hvör sem í tjaldinu er skal vera óhreinn í 7 daga,15og sérhvört opið ílát yfir hvörju ekki er lok né bundið yfir skal vera óhreint.16Hvör sem úti á víðavangi snertir nokkurn mann sem fyrir sverði er fallinn, eða eitthvört lík eða mannsbein eða gröf, hann skal vera óhreinn í 7 daga.17En handa þeim sem óhreinn er skal hreinn maður taka nokkuð af öskunni af þeirri uppbrenndu syndafórn, láta í ker og hella þar yfir rennandi vatni;18svo skal hreinn maður taka ísóp, dýfa í vatnið og stökkva á tjaldið og öll ílátin og þá menn sem þar voru, og líka á þann sem snert hafði mannsbein, eða veginn eða dauðan mann eða gröf;19á sá hreini að stökkva á þann óhreina á 3ja og 7da degi, og hreinsa hann alveg á 7da degi, skal hann þá þvo klæði sín og lauga sig í vatni, verður hann þá hreinn um kvöldið.20En sá sem verður óhreinn og ekki vill hreinsa sig, hans nafn skal afmáð verða úr söfnuðinum, því hann hefur saurgað helgidóm Drottins; hreinsunarvatninu hefir ekki verið stökkt yfir hann, svo hann er óhreinn.21Þetta skal vera ævinleg skikkan hjá þeim; sá sem stökkvir hreinsunarvatninu skal þvo klæði sín, sá sem snertir hreinsunarvatnið skal vera óhreinn til kvölds;22allt sem sá óhreini snertir verður óhreint og hvör maður sem snertir hann, verður óhreinn til kvölds.
Fjórða Mósebók 19. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 19. kafli
Um hreinsunarvatnið.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.