1Kóra sonur Jesehars, sonar Kahats, sonar Leví, tók með sér Datan og Abiram syni Eliabs og Ón, son Pelets, börn Rúbens,2og þeir risu upp gegn Móses ásamt 250 af Ísraelsbörnum, sem vóru þeir yppurstu lýðsins, er kvaddir vóru vanalega til að mæta á þingum, nafnkunnir menn,3þeir tóku sig saman gegn Móses og Aron, og sögðu við þá: látið bærilega! því allur þessi söfnuður til samans er heilagur og Drottinn er mitt á meðal þeirra; því upphefjið þér yður þar fyrir yfir Guðs söfnuð?4Þegar Móses heyrði þetta, féll hann fram á sína ásjónu,5mælti við Kóra og allan hans flokk og sagði: á morgun mun Drottinn leiða í ljós hvör hans er, hvör heilagur er, og láta hann koma til sín;6þann sem hann útvelur mun hann láta koma til sín. Gjörið þar fyrir þannig: takið yður glóðarker, Kóra og allur hans flokkur,7leggið í þau eld og sáið þar yfir reykelsi fyrir augliti Drottins á morgun, og sá sem Drottinn útvelur hann skal vera heilagur. Gætið yðar synir Leví!8Og Móses sagði ennfremur við Kóra: heyrið synir Leví!9Þykir yður það lítið að Ísraels Guð hefir fráskilið yður frá söfnuði Ísraelsbarna, til að láta yður koma til sín til að þjóna að samkundutjaldbúð Drottins og að standa frammi fyrir söfnuðinum til að þjóna honum.10Og hann lét þig og alla þína bræður, syni Leví, með þér, koma nær, nú viljið þér líka ná í prestsembættið!11Þess vegna hefir þú og allur þinn flokkur gjört uppreisn gegn Drottni. Því hvað er Aron að þér skuluð mögla í gegn honum.12Þá sendi Móses til að kalla á Datan og Abíram, syni Eliabs; en þeir svöruðu honum: vér komum ekki!13Er það of lítið að þú hefir leitt oss úr því landi sem flýtur í mjólk og hunangi, til að slá oss í hel í þessari eyðimörku, að þú þar á ofan vilt drottna yfir oss?14Illa hefur þú leitt oss til þessa lands sem flýtur í mjólk og hunangi, og gefið oss til eignar akra og víngarða! ætlarðu líka að blinda menn þessa? vér komum ekki!15En Móses varð mjög reiður og sagði við Drottin: lít ekki við matfórn þeirra! ekki einn asna hefi eg tekið frá þeim, ekki gjört nokkrum af þeim mein!16Og við Kóra sagði hann: vertu og allur þinn flokkur hér á morgun í augsýn Drottins, þú og þeir og Aron!17Skal hvör taka sitt glóðarker, sá reykelsi þar yfir, og koma með það fram fyrir Drottin, hvör með sitt, alls 250 glóðarker; þú og Aron skulu líka taka hvör sitt glóðarker.18Hvör og einn tók þar fyrir sitt glóðarker, lét í það eld og sáði þar fyrir reykelsi og nam staðar við innganginn í samkundutjaldbúðina ásamt með Móses og Aron.19En Kóra samansafnaði í móti þeim öllum söfnuðinum við innganginn í samkundutjaldbúðina, og dýrð Drottins birtist öllum söfnuðinum.20Þá talaði Drottinn við Móses og Aron og sagði:21takið yður burt frá þessum söfnuði og eg mun í einu augabragði afmá þá!22En þeir féllu fram á sínar ásjónir og sögðu: alvaldi Guð! Skapari alls þess sem lífsanda dregur! þessi eini maður ætlaði að syndga, muntu þar fyrir reiðast öllum söfnuðinum?23Þá talaði Drottinn við Móses og sagði:24tala þessum orðum við söfnuðinn: víkið frá tjöldum Kóras, Datans og Abírams allt um kring.25En Móses stóð upp og gekk til Datans og Abírams, og öldungar Ísraels fylgdu honum,26og hann talaði til safnaðarins, og sagði: víkið frá tjöldum þessara óguðlegu manna, og snertið ekki neitt af því sem þeim tilheyrir, að þér ekki fyrirfarist sökum þeirra synda.27Þeir viku þar fyrir burtu frá Kóras, Datans og Abírams tjöldum allt um kring, en Datan og Abíram gengu út og stóðu við tjalddyrnar ásamt konum sínum, sonum og ungbörnum.28Þá sagði Móses: þar af skuluð þér þekkja að Drottinn hefir sent mig til að gjöra öll þessi verk og að eg ekki gjöri þau eftir eigin hugþótta,29ef þessir menn deyja eins og aðrir menn og ef Drottinn straffar þá upp á sama hátt og aðra menn, þá hefir Drottinn ekki sent mig;30en ef Drottinn lætur nokkuð óvenjulegt ske, svo að jörðin opnar sinn munn og svelgir þá í sig og allt sem þeim tilheyrir, og þeir fara lifandi niður til helju, þá hafið það til merkis um að þessir menn hafa forsmáð Drottin.31Og sjá! rétt í því hann hafði mælt þessi orð, rifnaði jörðin undir fótum þeim,32og hún opnaði munn sinn og svelgdi þá og híbýli þeirra, og alla þá menn sem voru með Kóra og alla þeirra fjármuni;33og þeir fóru með öllum sínum áhangendum lifandi niður til helju, jörðin huldi þá, og þeir vóru þannig afmáðir mitt úr söfnuðinum.34En allir Ísraelítar, sem stóðu í kringum þá, flýðu er þeir heyrðu óp þeirra, því, þeir hugsuðu að jörðin annars líka mundi uppsvelgja sig.35Síðan útgekk eldur frá Drottni, er eyddi þeim 250 mönnum, sem reykelsið höfðu upptendrað.36Og Drottinn talaði við Móses og sagði:37Seg við Eleasar son Arons prests, að hann skuli taka glóðarkerin úr loganum og dreifa eldinum úr þeim víðsvegar, því þau hafa verið ætluð til helgrar brúkunar,38nefnilega glóðarker þeirra, sem með syndum sínum ollu sér dauða, skuli fletja þau út í þunnar skífur og klæða með þeim altarið, því þeir komu með þau fram fyrir Drottin og ætluðu þau til helgrar brúkunar, og skulu þau vera Ísraelsmönnum til minnismerkis.39Presturinn Eleasar tók þess vegna eirglóðarkerin, sem þeir sem brenndir voru höfðu komið með, og þegar búið var að fletja þau út, klæddu þeir altarið með þeim40Ísraelsbörnum til minnismerkis, að enginn útlendur (óviðkomandi) sem ekki væri af Arons ætt, skyldi gefa sig til að bera reykjarfórn fram fyrir Drottin, svo að ekki færi eins fyrir honum og Kóra og hans félögum, eins og Drottinn hafði sagt honum, fyrir Móses.
41Daginn eftir möglaði allur lýður Ísraelsbarna gegn Móses og Aron og sagði: þið hafið slegið í hel lýð Drottins.42En sem söfnuðurinn safnaðist saman gegn Móses og Aron og þeir litu til samkundutjaldbúðarinnar, sjá! þá huldi skýið hana og dýrð Drottins birtist;43og Móses og Aron gengu fram fyrir samkundutjaldbúðina.44Þá talaði Drottinn við Móses og sagði:45víkið burt frá lýð þessum, eg vil skjótlega afmá hann! en þeir féllu fram á ásjónur sínar.46Og Móses sagði við Aron: tak glóðarker, lát eld í það af altarinu, sá svo reykelsi þar yfir og gakk í skyndi til safnaðarins og friðþæg fyrir þá, því Guðs reiði er farin að koma í ljós, plágan byrjuð!47Þá tók Aron, eins og Móses hafði boðið honum, og hljóp inn í miðjan söfnuðinn, og sjá! plágan var byrjuð meðal þeirra; og hann stráði reykelsinu, og friðþægði fyrir þá,48þar sem hann stóð á milli þeirra dauðu og lifandi, og plágan hætti.49En þeir sem dóu í þessari plágu voru 14 þúsundir og 7 hundruð, auk þeirra sem dóu Kóras vegna.50Og Aron sneri aftur til Móses til dyra samkundutjaldbúðarinnar, og plágan stilltist.
Fjórða Mósebók 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 16. kafli
Kóra, Datan og Abiram gjöra uppreisn.
V. 3. Þ. e. Guði helgaður og hafa þar fyrir allan jafnan rétt til að verða prestar. V. 5. Þ. e. færa fórnir, sem enginn mátti gjöra nema prestarnir. V. 9. Sjá 3,5–39, þ. e. hann er innsettur af Drottni, í því þér möglið á móti honum, möglið þér í móti Drottni. V. 14. Þ. e. stinga úr þeim augum svo þeir sjái ekki svik þín og drottnunargirnd.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.