1Þá æpti allur söfnuðurinn upp yfir sig, og fólkið grét þá sömu nótt.2Og allir Ísraelsmenn mögluðu gegn Móses og Aron, og allur söfnuðurinn sagði við þá: Guð gæfi vér hefðum dáið í Egyptalandi, eða vér dæjum í þessari eyðimörku!3Því leiðir Drottinn oss í þetta land, svo að vér föllum fyrir sverði og vorar konur og börn verði að herfangi? Er ekki betra fyrir oss að hverfa aftur til Egyptalands?4Og þeir sögðu hvör við annan: setjum oss höfðingja og hverfum aftur til Egyptalands!
5Þá féllu þeir Móses og Aron á sínar ásjónur til jarðar, fyrir allri samkomu Ísraelssona safnaðar.6Og Jósva sonur Núns, og Kaleb sonur Jefunnes, tveir af þeim sem höfðu skoðað landið, rifu sín klæði,7og sögðu við allan söfnuð Ísraelssona: það land sem vér fórum yfir að skoða er mikið, mikið gott.8Sé Drottinn oss hliðhollur, svo flytur hann oss í þetta land, og gefur oss það, landið sem flýtur í mjólk og hunangi.9Gjörið aðeins ekki uppreisn móti Drottni, og hræðist ekki landsfólkið, því það er vort brauð, vikin er frá þeim þeirra vörn, og Drottinn er með oss, verið óhræddir!10Þá ætlaði allur söfnuðurinn að grýta þá. En dýrð Drottins opinberaðist öllum Ísraelssonum, í samkundutjaldbúðinni.11Og Drottinn sagði við Móses: hvörsu lengi vill þetta fólk útskúfa mér, og hvörsu lengi ekkert traust á mér hafa, svo mörg undur sem eg hefi gjört meðal þeirra?12Eg vil senda því drepsótt, og afmá það, og gjöra þig að þjóð, stærri og sterkari en það er.13Og Móses sagði við Drottin: svo munu egypskir frétta það, því með þínum krafti hefir þú flutt þetta fólk burt frá þeim;14og menn munu segja innbúum þessa lands, sem hafa heyrt, að þú, Drottinn, sért með þessu fólki, og látir það sjá þig bersýnilega, og að þitt ský, Drottinn, yfir því standi, og þú gangir fyrir því í skýstólpa á daginn og í eldskýi á næturnar;15og deyðir þú þetta fólk niður í strá, svo munu þjóðirnar segja, sem hafa heyrt þína frægð:16af því Drottinn gat ekki komið þessu fólki inn í landið, sem hann sór þeim, svo slátraði hann (því) í eyðimörkinni.17Og nú sýni Drottins kraftur sig mikinn, eins og þú hefir talað og sagt:18Drottinn er þolinmóður og náðarríkur, fyrirgefur misgjörðir og yfirtroðslur, en sem ei lætur alltíð (allt) óstraffað, sem vitjar misgjörða feðranna á sonunum, í þriðja og fjórða lið.19Fyrirgef misgjörðir þessa fólks eftir stærð þinnar náðar, og eins og þú hefir fyrirgefið þessu fólki, frá Egyptalandi hingað til.20Og Drottinn svaraði: eg fyrirgef eins og þú segir;21en svo sannarlega sem eg lifi, og Drottins dýrð uppfyllir alla jörðina:22allir þeir menn, sem hafa séð mína dýrð og mín undur, sem eg gjörði í Egyptalandi og í eyðimörkinni, og nú hafa freistað mín 10 sinnum, og ekki hlýtt raustu minni,23þeir skulu ekki sjá landið sem eg sór feðrum þeirra, og engir sem mér hafa burtskúfað, skulu sjá það.24En minn þénara Kaleb, af því annar andi er yfir honum, og af því hann hefir algjörlega fylgt mér, hann vil eg leiða inn í það land, sem hann hefir komið í, og hans niðjar skulu það eignast.25En Amalekítar og Kananítar búa í dölunum; snúið nú við á morgun og farið í eyðimörkina á leið til Rauðahafsins.
26Og Drottinn talaði við Móses og Aron og mælti:27Hvörsu lengi (skal eg fyrirgefa) þessum vonda söfnuði sem móti mér möglar? Mögl Ísraelssona, hvörsu þeir hafa möglað móti mér, hefi eg heyrt.28Seg þú þeim: svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn, eins og þér hafið talað fyrir mínum eyrum, svo vil eg við yður gjöra.29Í þessari eyðimörku skulu yðar líkamir falla, allra yðar sem taldir eruð eftir yðar tölu, frá tvítugsaldri og þar yfir, yður sem möglað hafið móti mér,30þér skuluð ekki koma inn í landið, í hvörju að eg með eiði lofaði þér skylduð búa, nema Kaleb sonur Jefunnis, og Jósva sonur Núns.31Og yðar börn sem þér töluðuð um, að þau mundu verða að herfangi, þau flyt eg þangað, og þau skulu þekkja landið, sem þér forsmáðuð;32en yðar líkamir skulu falla í þessari eyðimörku,33og yðar synir skulu vera með hjarðir í eyðimörkinni í 40 ár, og gjalda yðar fráfalls, (ótrúmennsku) þangað til yðar líkamir eru afmáðir í eyðimörkinni.34Eftir tölu þeirra 40 daga, á hvörjum þér skoðuðuð landið, ár fyrir hvörn dag, skuluð þér bera yðar misgjörning í 40 ár, og verða þess varir að eg er horfinn frá yður.35Eg Drottinn hefi það talað: sannarlega vil eg gjöra þetta öllum þeim vonda söfnuði sem hefir gjört samtök móti mér, í þessari eyðimörku skulu þeir afmáðir verða, og þar skulu þeir deyja.
36Og þeir menn, sem Móses hafði sent til að skoða landið, og sem aftur komu, og komu öllum söfnuðinum til að mögla móti honum, því þeir létu útberast illar fréttir af landinu;37þeir menn dóu sem útbreiddu illa frétt af landinu í plágu frá Drottni.38En Jósva sonur Núns og Kaleb sonur Jefunnis, lifðu eftir af þeim mönnum sem farið höfðu að skoða landið.
39Og Móses talaði þessi orð til allra Ísraelssona; þá varð fólkið mjög sorgbitið.40Og þeir tóku sig upp um morguninn og fóru upp á hæð fjallsins, og sögðu: hér erum vér og viljum fara til þess staðar um hvörn Drottinn hefir talað; því vér höfum syndgað.41Þá mælti Móses: því yfirtroðið þér Drottins boð? það mun ei lukkast!42farið ekki þangað; því Drottinn er ekki meðal yðar, að þér fallið ei fyrir yðar óvinum.43Því Amalekítar og Kananítar eru þar fyrir yður, og þér munuð falla fyrir sverði; sakir þess þér sneruð yður frá Drottni, og Drottinn er ekki með yður.44Og þeir voru einbeittir að fara upp á fjallshæðina; en sáttmálsörk Drottins og Móses viku ei úr herbúðunum.45Þá komu Amalekítar og Kananítar, sem þá bjuggu á sama fjalli, og unnu þá og tvístruðu þeim allt til Horma.
Fjórða Mósebók 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 14. kafli
Fólkið möglar og er straffað þar fyrir.
V. 9. Vort brauð: Það er, í vorum höndum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.