1Og Drottinn talaði við Móses og mælti:2gjör þér tvo lúðra af silfri, af drifnu verki skulu þeir vera, að þú getir brúkað þá til að samankalla fólkið, og þá herbúðirnar skulu flytjast.3Og sé blásið í þá báða, skal allur söfnuðurinn koma til þín að dyrum samkundutjaldsins.4Og þegar aðeins er blásið í annan, svo skulu höfuðsmennirnir koma til þín, fyrirmenn Ísraelsflokka,5og sé ákaflega í þá blásið, skulu herbúðirnar flytjast, þær sem eru mót austri;6og sé ákaflega blásið í annað sinn skulu þær herbúðir taka sig upp, sem eru mót suðri. Lúðrana skal ákaflega þeyta, þá þér takið yður upp.7En þá þér samansafnið söfnuðinum, skuluð þér blása, en ekki blása ákaflega.8Og prestarnir, Aronssynir skulu þeyta lúðrana, og þetta skal vera ævarandi regla hjá yðar eftirkomendum.9Og þá þér farið í stríð í yðar landi móti yðar óvinum, sem á yður herja, svo blásið ákaflega í lúðrana, og yðar mun minnst verða hjá Drottni, yðar Guði, og þér munuð verða frelsaðir frá yðar óvinum.10Og á yðar gleðidögum og á yðar hátíðum, og á yðar tunglkomudögum, skuluð þér blása í lúðrana við yðar brennifórnir og þakkarfórnir að þeir séu yður til endurminningar fyrir yðar Guði. Eg em Drottinn, yðar Guð.
11Og það skeði á öðru ári, í öðrum mánuði á 20ta degi mánaðarins, að skýið tók sig upp af lögmálsbúðinni.12Og Ísraelssynir tóku sig upp, á sinni ferð, úr Sínaíeyðimörku, og skýið nam staðar í eyðimörkinni Paran.13Og þessir tóku sig fyrst upp eftir boði Drottins fyrir Móses,14merki Júdasona herbúða fyrst, með sínum her, en fyrir þeirra her var Nahesson sonur Amminadabs;15og yfir her Ísaskarssona ættkvíslar Netaneel sonur Súars.16Og yfir her Sebúlonssona ættkvíslar Eliab sonur Helons.17Og búðin var ofantekin, og synir Gersons tóku sig upp og synir Meraris, sem fluttu búðina.18Og merki Rúbens herbúða tók sig upp með sínum her; en yfir þess her var Elisur, sonur Sedeurs.19Og yfir her Símeonssona ættkvíslar var Selumiel sonur Súrisadais.20Og yfir her Gaðssona ættkvíslar Eliasaf, sonur Degúels.21Og Kahatítar tóku sig upp sem báru helgidóminn; og hinir settu upp búðina þangað til þeir komu.22Og merki Efraímssona tók sig upp með sínum her; en yfir þess her var Elisama sonur Ammihuds;23og yfir her Manassissona ættkvíslar var Gamliel sonur Pedasurs;24og yfir her Benjamínssona ættkvíslar Abidan sonur Gideons.25Og merki Danssona herbúða tók sig upp með sínum her, það fór seinast allra herbúðanna, yfir þess her var Ahieser sonur Ammísadais;26og yfir her Asserssona ættkvíslar var Pagiel, sonur Ókrans;27og yfir her Naftalíssona ættkvíslar, Ahira, sonur Enans.28Þannig tóku Ísraelssynir sig upp með sinn her, og lögðu af stað.
29Þá sagði Móses við Hobab, son Regúels Midianítans, Mósis tengdaföðurs: vér tökum oss nú upp, (og förum) til þess staðar, um hvörn Drottinn hefur sagt: eg vil gefa yður hann; því Drottinn hefir heitið Ísrael góðu.30Og hann svaraði honum: eg vil ekki fara með, heldur vil eg fara í mitt land og til míns heimkynnis.31Og hann (Móses) sagði: yfirgefðu oss ekki! því þú veist hvar vér eigum að tjalda í eyðimörkinni, og vertu oss svo auga.32Og farir þú með oss, og komi fram við oss það góða, sem Drottinn vill oss veita, þá viljum vér launa þér góðu.33Og svo tóku þeir sig upp frá fjalli Drottins (og fóru) þrjár dagleiðir, og sáttmálsörk Drottins fór undan þeim þrjár dagleiðir, til að vísa þeim á áfangastað.34Og ský Drottins var yfir þeim á þeim degi sem þeir tóku sig upp úr herbúðunum.
35En er örkin var upptekin mælti Móses: stattu upp, Drottinn, að þínir óvinir tvístrist, og þeir sem þig hata flýi fyrir þér.36Og þegar hún nam staðar, sagði hann: safna þú hingað, Drottinn, þúsundum Ísraelsflokka.
Fjórða Mósebók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 10. kafli
Silfurlúðrarnir. Fólkið fer frá Sínaí.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.