Móses hvetur þjóðina til að muna og varðveita Guðs boðorð.

1Þetta eru þær tilskipanir, setningar og boðorð sem Drottinn yðar Guð hefir boðið að þér skylduð læra og breyta eftir í því landinu, sem þér eruð nú á veginum að eignast;2að þú skalt óttast Drottin þinn Guð, og halda alla hans setninga og tilskipanir sem eg legg fyrir þig, bæði þú sjálfur, börn þín og barnabörn um alla yðar ævidaga, svo þér megið lengi lifa.3Heyr þetta Ísrael! varðveit það og breyt þar eftir, svo þér megi ganga vel, og manntal þitt aukast sem mest, þar eð Drottinn Guð feðra þinna hefur heitið þér því landi hvar mjólkinni flæðir og hunanginu.4Heyr þú Ísrael! Drottinn vor Guð er sá einasti Guð;5þú átt að elska Drottin þinn Guð af öllu hjarta þínu, allri öndu þinni og öllum mætti þínum;6og þessi orð sem eg í dag legg fyrir þig, skaltú leggja á hjartað,7og þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum, og þú skalt tala um þau, þegar þú situr heima, ert á ferilsfæti, og þegar þú leggst fyrir eða rís upp aftur.8Og þú skalt binda þau til merkis á hönd þér, og þau skulu vera minnisblöð millum augna þér. *)
9Þú skalt skrifa þau á þína dyrustafi og á borgarhliðin,10þegar Drottinn þinn Guð hefir leitt þig inn í landið, sem hann með eiði lofaði forfeðrum þínum Abraham, Ísaak og Jakob að gefa þér, til stórra og ágætra borga sem þú ekki hefir sjálfur byggt,11til húsa sem eru full með alls kyns kosti en sem þú hefir ekki sjálfur fyllt—til úthögginna brunna, sem þú ekki hefir úthöggið, til víngarða og ólíugarða sem þú ekki hefir plantað; þá þegar þú etur af þessu og verður mettur,12svo vara þig að þú gleymir ekki Drottni, sem útleiddi þig af Egyptalandi, því þrældómsfangelsinu,13heldur skaltu óttast og dýrka Drottin þinn Guð, og sverja við hans nafn.14Þú skalt ekki gefa þig við annarlegum guðum þeirra þjóða sem í kringum þig eru,15því að Drottinn þinn Guð, er vandlátur Guð, og er hjá þér. Svo hann verði þér ekki reiður og afmái þig af landinu.16Freistið ekki Drottins yðar Guðs, eins og þér freistuðuð hans í Massa,17heldur skuluð þér halda boðorð Drottins yðar Guðs, hans auglýsingar og lagasetninga, sem hann hefir lagt fyrir yður.18Gjör að sem hann álítur rétt og gott, svo þér megi vel vegna, og þú komist inn í landið góða og eignist það, hvörju Drottinn með eiði lofaði þínum forfeðrum.19Þína fjandmenn mun hann reka á undan þér, eins og Drottinn er búinn að lofa.20Þegar sonur þinn seinna meir spyr þig að og segir: hvaða auglýsingar, lög og boðorð eru það, sem Drottinn vor Guð hefir lagt fyrir yður?21þá skaltu svara syni þínum: vér vorum þrælar faraonis í Egyptalandi, en Drottinn útleiddi oss af Egyptalandi með voldugri hendi,22og Drottinn gjörði stór og skæð tákn og furðuverk á hendur egypskum, faraó sjálfum og hirðmönnum hans, að oss ásjáandi23og hann leiddi oss þaðan burt, svo hann leiddi oss inn hingað, og gæfi oss það land, sem hann með eiði var búinn að heita forfeðrum vorum.24Þá bauð Drottinn oss að vér skyldum breyta eftir öllum þessum setningum, svo að vér óttuðumst Drottin vorn Guð, að oss mætti ganga vel alla ævi vora, eins og gengið hefir til þessa;25og það mun verða oss til gildis fyrir Drottni vorum Guði, ef vér höldum og gjörum öll þessi boðorð eftir hans vilja.

*) Þettað lítur til pergamentsreima sem Gyðingar báru á enninu (millum augnanna) og á úlfliðnum, og rituðu þar á vissar merkisgreinar úr lögmálinu svo sem til minnis. Sjá 2 Mós. 13,9.16. Seinna meir varð hjátrú úr þessu, eins og blöð þessi hefðu einhvörn kynjakraft til að varna ólukkum, og skinhelgin brúkaði þau til að koma á sig guðhræðsluorði, til þessa er miðað af Jesú í N. t. Sjá Mth. 23,5.