1Móses gekk síðan af Móabítavelli upp á fjallið Nebo, á gnípu fjallsins Pisga, á móts við Jeríkó, þaðan sýndi Drottinn honum gjörvallt landið Gileað allt til Dan,2og allt Neftalí og Efraim og Manasseland og allt Júdaland allt til vesturhafsins,3og í móti suðri það slétta dalverpi kringum Jeríkó sem líka nefnist Pálmaviðarborgin, allt til Sóar;4og Drottinn sagði við hann: þetta er landið, sem eg sór Abraham, Ísaak og Jakob, segjandi: eg vil gefa þínu sæði það; þú hefir nú séð það með þínum eigin augum en ei skaltú sjálfur komast þangað yfir um,5og Móses, sá Drottins þénari, andaðist þar í Móabítalandi eftir orði Drottins,6og hann var jarðaður í dalverpi nokkru í Móabítalandi, á móts við Bet-Peor, og enginn maður veit enn til þessa dags hvar gröf hans er.7Móses var hundrað og tuttugu ára gamall, þá hann lést, honum glaptist ei sýn, og ei þverraði máttur hans.
8En Ísraelsbörn grétu Móses í þrjátíu daga á sléttu völlunum í Móabítalandi, og þar með enduðu gráts- og sorgardagar eftir Móses.
9Jósúa Núnsson var gæddur miklum vísdómsanda, því Móses hafði lagt hendur sínar yfir hann, og Ísraelsbörn hlýddu honum, og gjörðu eins og Drottinn hafði boðið Móses.10En aldrei síðan reis upp í Ísrael slíkur spámaður sem Móses hafði verið, hvörn Drottinn umgengist svo augliti til auglitis,11því Drottinn hafði gjört hann út til að gjöra svo mörg teikn og furðuverk í Egyptalandi á faraó, hans hirðmönnum og öllu hans landi,12og svo mörg afreksverk og mikil furðuverk sem Móses gjörði að ásjáandi öllum Ísraelítum.
Fimmta Mósebók 34. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:02+00:00
Fimmta Mósebók 34. kafli
Dauði og greftrun Móses.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.