1Móses ásamt með öldungum Ísraelíta bauð fólkinu og sagði: haldið öll þessi boðorð sem eg legg fyrir yður í dag,2og þegar þér farið yfir um Jórdan inn í landið sem Drottinn yðar Guð mun gefa yður, þá skaltu reisa upp stóra steina, og bræða þá utan með kalki,3og rita á þá allar þessar lagagreinir, þegar þú ert kominn yfir um, í landið sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér, landið hvar mjólkinni flæðir og hunanginu, eins og Drottinn þinna feðra Guð hefir heitið.4Já! þegar þér eruð komnir yfir um Jórdan, þá skuluð þér reisa upp þessa steina, sem eg var núna á að minnast, á fjallinu Ebal, og bræða þá utan með kalki.
5Þú skalt líka byggja Drottni þínum Guði þar altari úr steinum, án þess að bera að þeim nokkurt járn.
6Af ótilhöggnum steinum skaltu byggja þetta altari Drottni þínum Guði og þar á skaltu offra Drottni þínum Guði brennioffri,7þar skaltu líka offra þakklætisoffri, halda þar máltíð, og gleðja þig frammi fyrir Drottni þínum Guði.
8En á steinana skaltu skrifa öll þessi lagaboð greinilega og læsilega.
9Framvegis talaði Móses og prestarnir og Levítarnir við allan Ísrael og sögðu: hygg að og hlustaðu eftir, Ísrael! á þessum degi ertu orðinn lýður Drottins þíns Guðs,10þess vegna skaltú hlýða raustu Drottins þíns Guðs, og breyta eftir hans boðorðum og setningum, sem eg legg fyrir þig í dag.
11Og Móses bauð fólkinu sama daginn og sagði:12þessir skulu standa upp á fjallinu Garisim til að blessa fólkið, þegar þér eruð komnir yfir um Jórdan: Símeon, Leví, Júda, Ísaskar, Jósep, Benjamín.13Og þessir skulu standa upp á fjallinu Ebal til að bölva: Rúben, Gað, Asser, Sebúlon, Dan og Neftalí.
14Levítarnir skulu með hárri raustu hrópa þannig frammi fyrir öllum Ísraelítum:15bölvaður sé sá sem býr sér til skurðgoð eða steypt líkneski—það er Drottni viðbjóður—, handaverkið einhvörs smiðsins, og blótar það á laun, og allt fólkið undirtaki og segi Amen.
16Bölvaður sé sá sem ófrægir föður sinn eða móður, og allt fólkið segi Amen.
17Bölvaður sé sá sem færir saman landamerki síns náunga, og allt fólkið skal segja Amen.
18Bölvaður sé sá sem leiðir þann blinda af réttum vegi, og allt fólkið skal segja Amen.
19Bölvaður sé sá sem hallar rétti hins útlenda, hins föðurlausa og ekkjunnar, og allt fólkið skal segja Amen.
20Bölvaður sé sá sem leggst með stjúpu sinni, því hann flettir upp ábreiðu föður síns, og allt fólkið skal segja Amen.
21Bölvaður sé sá sem leggst með nokkurs konar fénaði, og allt fólkið skal segja Amen.
22Bölvaður sé sá sem leggst með systur sinni, hvört sem hún er samfeðra eða sammæðra, og allt fólkið segi Amen.
23Bölvaður sé sá sem liggur hjá tengdamóður sinni, og allt fólkið segi Amen.
24Bölvaður sé sá sem vegur náunga sinn leynilega, og allt fólkið segi Amen.
25Bölvaður sé sá sem tekur mútu til þess að firra lífinu saklausan mann, og allt fólkið segi Amen.
26Bölvaður sé sá sem ekki heldur allar þessar lagagreinir og breytir eftir þeim, og allt fólkið skal segja Amen.
Fimmta Mósebók 27. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 27. kafli
Steinar hinumegin Jórdanar, bölvan frá fjallinu Ebal.
V. 5. Steinarnir áttu ekki að vera tilhöggnir (2 Mós. 20,25) eins og líka segir í versum hér á eftir. V. 8. Nl. þá sem fyrri var áminnst, en ekki þá sem altarið var byggt af. V. 20. Sjá kap. 23,1.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.