Hernaðarreglur.

1Þegar þú leggur til orrustu við óvini þína, og þú sér að það fólk hefir fleiri víghesta og vagna en þú, þá skaltu ekki hræðast þá að heldur, því að sá Drottinn þinn Guð, sem útleiddi þig af Egyptalandi, er með þér;2þegar nú komið er að því að bardagann skuli byrja, þá skal presturinn gefa sig fram og tala svo til fólksins, segjandi:3heyr þú Ísrael! í dag eigið þér að leggja til orrustu móti óvinum yðar, látið eigi hugfallast, hræðist ekki, skelfist ekki, og kvíðið ekki fyrir þeim; því að Drottinn yðar Guð gengur á undan yður,4mun hann berjast fyrir yður við óvini yðar og frelsa yður.
5Hershöfðingjarnir skulu einnig tala fyrir liðinu, segjandi: hvör sá maður sem hefir byggt sér nýtt hús, en hefir ekki vígt það, þá fari heim aftur, svo ekki falli hann í stríðinu, og verði svo annar til að vígja það.6Hvör sem plantað hefir víngarð, og hefir ekki enn þá haft neinn ágóða af honum, snúi aftur heim til sín, svo hann falli ekki í bardaganum og einhvör annar verði til að njóta ágóðans af honum.
7Hvör sem hefir fastnað sér konu, og hefir ekki enn þá tekið saman við hana, snúi heim til sín aftur, svo hann falli ekki í stríðinu, og einhvör annar taki saman við hana.8Ennfremur skulu hershöfðingjarnir tala til fólksins og segja: hvör maður sem er hræddur og hugblauður, fari og snúi heim aftur, svo að hann gjöri ei aðra hrædda af sér.
9En þegar hershöfðingjarnir hafa lokið þessari ræðu til fólksins skulu þeir velja fyrirliða hersins og setja þá yfir liðið.
10Þegar þú ræðst að borg nokkurri, til að herja á hana, þá skaltú fyrst bjóða þeim grið,11og ef þeir veita friðsamleg andsvör, og ljúka upp fyrir þér, þá skal allur lýðurinn sem þar finnst inni, vera þér skattskyldur og undirgefinn.12En vilji þeir ekki semja frið og leggi til orrustu við þig, þá gjör borginni umsátur,13og ef Drottinn þinn Guð gefur hana í hendur þínar, þá skaltu með sverðseggjum í hel slá allt karlkyns sem þar er inni.14En konur, börn og búsmala og sérhvað annað sem er í borginni, það er: allt herfang, máttu taka undir sjálfan þig, og þú mátt þannig neyta alls herfangs óvina þinna, hvörja Drottinn þinn Guð hefir gefið á þitt vald.15Þannig áttu að fara með allar borgir sem eru mjög í fjarska við þig, og ekki eru af borgum þessara þjóða,16en í borgum þessara þjóða sem Drottinn þinn Guð ætlar að gefa þér til eignar, skaltu enga skepnu láta lífi halda,17skaltu þeim öllum gjöreyða, nefnilega: Hetítum, Amorítum, Kananítum, Feresítum, Hevítum, og Jebúsítum, eins og Drottinn þinn Guð hefir þér fyrirlagt,18svo þeir ekki kenni yður að taka upp eftir sér alla þá svívirðilegu dýrkun, sem þeir veita sínum goðum, og þér verðið þannig sekir við yðar Guð.
19Þegar þú lengi mátt liggja fyrir einhvörri borg og herja á hana til að ná henni undir þig, þá skaltu ekki skemma hennar aldintré með því að bera að þeim exi, því þú getur etið af þeim aldinin, þess vegna skaltu ekki uppræta þau, því hvört munu tré merkurinnar manneskjur, er taki sig upp á móti þér í umsátrinu?20En þau tré, sem þú veist ekki eru matartré, þau máttu skemma og uppræta og byggja af þeim hervirki á móti borginni sem á í stríðinu við þig, þangað til þú getur náð henni.