1Elska skaltu Drottin þinn Guð, og halda hans lög, tilskipanir og boðorð alla þína ævi;2því þér þekkið—ekki tala eg þetta til barna yðar, sem hvörki hafa skynbragð á, né hafa séð aga Drottins yðar Guðs,3já, þér þekkið hans dýrð, hans volduga hönd og útréttan armlegg, hans stórmerki og dásemdarverk, sem hann gjörði meðal egypskra, á faraoni Egyptalandskonungi og öllu landi hans,4og hvað hann gjörði við herlið egypskra, við þeirra hervagna og víghesta, þegar hann hleypti á þá vatninu í Rauðahafinu, er þeir eltu yður, og eyðilagði þá, hvað allt er enn í manna minni;5og hvað hann gjörði við yður í eyðimörkinni allt til þess þér komust hingað;6og hvörnig hann fór með Datan og Abíram syni Eliabs, sem voru af Rúbenítum, að jörðin opnaði sinn munn og svelgdi þá í sig mitt úr flokki Ísraelíta, ásamt með þeirra heimilisfólki, tjöldum og öllu góssi þeirra sem þeir höfðu aflað;7hvör mikil dásemdarverk Drottins þér hafið séð með eigin augum.—8Þess vegna skuluð þér halda öll þau boðorð sem eg legg í dag fyrir yður, svo yður veitist styrkur til að ná að eignast það landið, sem þér nú ætlið að setja yður yfir um Jórdan til að ná undir yður,9og til þess þú megir lengi lifa í því landi sem Drottinn lofaði með eiði að gefa forfeðrum þínum og þeirra niðjum, landinu hvar mjólkinni flæðir og hunanginu.10Og þetta land, sem þú gengur til að eignast er ekki eins og Egyptaland, hvaðan þér fóruð, því þegar þú varst búinn að sá þar fræi þínu, máttu fætur þínir hafa fyrir að vökva það, eins og annan kálgarð,11heldur hefir þetta land sem þér ætlið að setja yfir um til að eignast bæði fjöll og dali, og það drekkur himinsins regnvatn.
12Drottinn þinn Guð ber umhyggju fyrir þessu landi, og hans augu gæta að því frá ársins byrjun til þess enda;13ef þér hlýðið mínum boðorðum sem eg legg fyrir yður í dag, sem eru: að þér elskið Drottin yðar Guð og þjónið honum af öllu hjarta og af allri sálu,14þá skal eg (segir Drottinn) gefa yðar landi regn í tækan tíma, bæði vor og haust, svo þú getir safnað þér korni þínu, víni og viðsmjöri;15þá skal eg láta spretta í högunum nóg gras handa fénaði þínum, svo þér getið fengið nægjanlegt viðurværi.
16En varið yður við því, að láta ekki yðar hjörtu tælast til að falla frá og þjóna annarlegum guðum og dýrka þá,17því þá mun Drottni gremjast við yður, og loka himninum svo ekki komi regn, né jörðin gefi ávöxt, en þér snarlega upprætist úr landinu því góða, sem Drottinn hefir gefið yður.18Innrætið því þessi mín orð yðar hjörtum og sálum, og bindið þau til merkis fyrir ofan hendurnar, og þau séu minnisblöð millum augna yðar;19brýnið þau fyrir börnum yðar og ræðið um þau bæði nær þér sitjið inni og eruð á ferilsfæti,20nær þú leggur þig fyrir og rís upp,21skrifa þau á dyrustafi húss þíns og á borgarhliðin, svo að þú og börn þín megi lengi lifa í því landinu, sem Drottinn með eiði hét forfeðrum þínum að gefa þeim, já, lifa svo lengi sem dagur af himni rennur yfir jörðina,22því ef þér haldið öll þessi boðorð, sem eg legg fyrir yður, og breytið eftir þeim, svo þér elskið Drottin yðar Guð, gangið á öllum hans vegum, og haldið yður við hann,23þá mun Drottinn reka í burtu fyrir yður allar þjóðir, svo að þér getið lagt undir yður stærri og voldugri þjóð en þér eruð sjálfir.24Sérhvör staður, sem þér stígið fæti á skal verða yðar eign, frá eyðimörkinni allt til Líbanon, frá elfunni Frat allt til Vesturhafsins (þ. e. Miðjarðarhafsins) skulu yðar landamerki ná.25Enginn skal geta staðist fyrir yður; ótta fyrir yður og hræðslu mun Drottinn láta koma yfir öll þau lönd sem þér farið yfir, eins og hann hefir sagt yður.26Sjá! eg legg yður fyrir sjónir í dag blessunina og bölvunina,27blessunina, ef þér hlýðið þeim boðorðum Drottins yðar Guðs sem eg legg fyrir yður í dag,28en bölvanina, ef þér hlýðið ekki boðorðum Drottins yðar Guðs, og víkið af þeim vegi sem eg býð yður í dag, og gefið yður við annarlegum guðum sem þér ekki þekkið.29Þegar Drottinn hefir leitt þig inn í landið sem þú ert á veginum að eignast, þá skaltu hrópa blessunina á fjallinu Grisim, en bölvanina á fjallinu Ebal,30(sem eru hinumegin við Jórdan, í vestur, á sléttlendi Kanaanslands, á móts við Gilgal, hjá terpentínstrénu Móre *),31því þú munt fara yfir um Jórdan svo þú komist þangað til að eignast landið, sem Drottinn yðar Guð hefir gefið yður til eignar og ábúðar.32Gætið þess vegna að því, að þér breytið eftir öllum þeim lögum og tilskipunum sem eg hefi lagt fyrir yður í dag.
Fimmta Mósebók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 11. kafli
Þeim er heitin farsæld sem hlýða Guðs boðorðum.
V. 10.11. Í Egyptalandi rigndi lítið, svo þeir jusu þar vatn úr Nílsfljótinu með tilfæringum og veittu svo á akra sína, þessar tilfæringar voru gjörðar með konst, og máttu menn stíga þær með fótunum, því segir að fæturnir hafi vökvað. Móses telur það því Kanaanslandi til gildis að það drekki himinsins regnvatn—er það líka sannreynt að korn það sem sprettur af regni er langtum betra en hitt sem sprettur af vatnsveitingum. *) Aðr: hjá Eik. Aðr: Lundur. Terpentínstréð nær venjulega mjög háum aldri, við það þúsund árum, það var þess vegna álitið sem heilagt af þeim gömlu, sem oft offruðu undir því og byggðu þar ölturu; þar að auk höfðu Austurlendingar gagn af þessum trjám til að marka leiðir, eður miða við ferðalög sín, eins og vér miðum við ein eða önnur örnefni. Voru þá tré þessi oft kennd við þá sem þau höfðu plantað, eður búið þar í grennd og fleira. Terpentínstréð Móre var til í Abrahams tíð. Sjá 1 Mós. b. 12,6.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.