1Og Mardokeus bað til Drottins, minntist allra Drottins verka og sagði: Drottinn, Drottinn, alvoldugi konungur, í þínu valdi er allt, og enginn getur þér mótstöðu veitt, þegar þú vilt frelsa Ísrael.2Þú hefir gjört himin og jörð, og allt það dásamlega undir himninum.3Þú ert allra Drottinn, og enginn getur þér, sem ert Drottinn, móti staðið.4Þú þekkir allt, þú veist Drottinn, að eg hefi ei gjört það af ofmetnaði né drambsemi né ærugirnd, að eg fell ei fram fyrir þeim drambláta Haman. Því gjarna vildi og kyssa, Ísrael til heilla, hans skósóla (fótsóla). Heldur hefi eg gjört slíkt svo eg sýndi engum manni meiri heiður en Guði; og fyrir engum mun eg niðurkrjúpa, nema fyrir þér, minn Drottinn, og þannig breyti eg, ei af drambsemi.5Og nú Drottinn Guð, konungur, Guð Abrahams, spara þitt fólk! því þeir hafa vort tjón í áformi, og leitast við að afmá þína erfð, sem þú hefir haft frá upphafi.6Afræk ekki þinn erfðahlut, sem þú leystir, þér til handa, úr Egyptalandi!7Heyr mína bæn, og vertu náðugur þinni eign, og snú vorri sorg í fögnuð, svo að vér lifum og syngjum, Drottinn, þínu nafni lof, og afmá ekki þeirra munn, sem prísa þig, Drottinn!8Og Ísraelsmenn kölluðu af öllum mætti, því þeirra dauði var þeim fyrir augum.
Esterarbók (með viðaukum) 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:29+00:00
Esterarbók (með viðaukum) 2. kafli
(Sjá Estersbók 4,17).
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.