1Á þrettánda degi þess tólfta mánaðar, sem er mánuðurinn adar, á hvörjum degi orð og skipan kóngsins framkvæmdist; einmitt þann dag, þá óvinir Gyðinga ætluðu sér að yfirfalla þá óvara, og það fór svo að Gyðingum var sagt að ráðast á sína óvini:2þá samansöfnuðust Gyðingar í borgum sínum um öll lönd Assverus kóngs, til að leggja hönd á þá er þeim leituðu tjóns, og enginn gat staðist þeim á móti, því að ótti fyrir þeim var kominn yfir allt fólk.3Og allir höfuðsmenn landsins, lénsherrar og landstjórnarar og embættismenn kóngsins, veittu Gyðingum lið, því að ótti fyrir Mardokeus var yfir þá kominn.4Því Mardokeus var mikill orðinn í húsi kóngsins og hans rikti fór um öll lönd, því maðurinn Mardokeus varð æ meiri og meiri;5og Gyðingar unnu á óvinum sínum með sverði, drápu þá og tortíndu þeim, og breyttu eftir geðþekkni við sína hatursmenn.6Og í höfuðborginni Súsan drápu og deyddu Gyðingar fimm hundruð manns.7Og þar að auki drápu þeir einnig Parsandata og Dalfon.8Og Aspata og Pórata og Adalia og Aridata;9einnig Parmasta og Arissai og Aridai og Vaíesata;10tíu sonu Amans, sonar Medata, óvinar Gyðinga, en ei lögðu þeir hönd á góss þeirra.11Og á þessum sama degi kom tala þeirra drepnu í borginni Súsam fyrir konung.12Og konungurinn sagði við Ester Drottningu: Gyðingar hafa nú í borginni Súsan ráðið af dögum og drepið fimm hundruð manns, og 10 sonu Amans; hvað munu þeir á öðrum stöðum gjört hafa í kóngsins löndum? hvörs krefst þú fremur? það skal þér veitt verða; eða hvörs beiðist þú enn fremur?13Og Ester svaraði: ef konungi er það ei á móti, þá leyfi hann Gyðingum að gjöra í borginni Súsan á morgun, eins og þeir hafa í dag gjört, og að þeir hengi upp á tréð þá tíu sonu Amans.14Og konungurinn bauð að svo skyldi vera; og þessi skipan var gefin í borginni Súsan, og Amans tíu synir voru upphengdir.15Og Gyðingar söfnuðust líka saman í Súsan á fjórtánda degi adarsmánaðar, og drápu þrjú hundruð manns í Súsan, en ei ræntu þeir fjármunum þeirra;16en aðrir Gyðingar í löndum kóngsins samansöfnuðust og vörðu líf sitt og fengu ró fyrir óvinum sínum, og drápu sjötíu og fimm þúsundir óvina sinna, en á eignir þeirra lögðu þeir ekki hönd.17Þetta skeði á þrettánda degi adarsmánaðar, en hvíld tóku þeir á fjórtánda degi sama mánaðar, og gjörðu þann dag að veislu og gleði degi.18En Gyðingar í staðnum Súsan komu saman bæði á þrettánda og fjórtánda degi, en hvíldust á þeim fimmtánda, á hvörjum þeir og héldu sér gleði- og veisludag.19Því gjöra Gyðingar, sem búa á landsbyggðinni og smábæjum og kauptúnum, þann fjórtánda dag adarsmánaðar að gleði og veislu og hátíðardegi sínum; og senda þá hvörjir öðrum matgjafir;20og Mardokeus skrásetti þessa gjörninga, og sendi bréf til allra Gyðinga í öllum löndum Assverus kóngs bæði nær og fjær,21að þeir árlega skyldu halda hátíð þann fjórtánda og fimmtánda dag adarsmánaðar,22þá daga, á hvörjum Gyðingar höfðu fengið ró fyrir sínum óvinum, og í þeim sama mánuði, á hvörjum hörmung þeirra snerist í fögnuð og sorg í gleðidag, og að þeir skyldu halda sér þá, fyrir gleði og veisludaga, og senda þá hvör öðrum matgjafir og fátækum ölmusu;23og Gyðingar viðtóku að gjöra það sem þeir höfðu uppbyrjað, og það sem Mardokeus hafði þeim skrifað.24Aman sonur Medata Agagíta, óvinur allra Gyðinga, hafði hugsað upp ráð, nl. að afmá alla Gyðinga og kasta púr þ. e. hlutfalli, að afmá og tortína þeim,25og þá hún (Ester) gekk fyrir konunginn, skipaði hann með bréfi, að hinn vondi ásetningur, sem hann (Aman) hafði Gyðingum fyrirhugað, skyldi koma honum í koll, og hann og synir hans voru hengdir á tré.26Þess vegna kölluðu þeir þessa daga Púrim, af nafninu púr (hlutfall); þar fyrir eftir öllum orðum þessa bréfs, og af því er þeir sjálfir séð höfðu og fyrir þá hafði komið,27fastsettu Gyðingar og hétu fyrir sig og sína eftirkomendur og alla þá er samlöguðust þeim, að ei yrði yfirtroðið, að halda árlega hátíð báða þessa daga, samkvæmt því sem skrifað og ákvarðað var,28og að þessir tveir dagar skyldi ei gleymast heldur í sérhvörjum ættlið þeirra og í sérhvörri ætt verða haldnir hátíðlegir, í öllum löndum og borgum; og þessir púrímdagar skyldu ei undir lok líða á meðal Gyðingalýðs, og minning þeirra ei í gleymsku falla á meðal niðja þeirra.29Og Ester drottning, dóttir Abihails, og Mardokeus Gyðingur, skrifuðu með öllum myndugleika, til að staðfesta þetta annað bréf um purim (púrimshátíð).30Og menn sendu bréfin til allra Gyðinga í löndum Assverus kóngs, (sem voru) hundrað og tuttugu og sjö, með friðar og einlægnis (sannleiks) orðum,31til að staðfesta þessa púrimsdaga á fastsettum tíma, eins og Mardokeus Gyðingur og Ester drottning höfðu ákvarðað þeim, og sem þeir höfðu undirgengist og fastsett fyrir sig og niðja sína, þessa gjörninga föstunnar og þeirra hróps a).
Esterarbók 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Esterarbók 9. kafli
Gyðingar hefna sín á óvinum sínum, innsetja hátíðina púrim.
V. 31. a. Þá þeir föstuðu og grátbændu Guð í háskanum, hafa þeir gjört Guði heit.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.