1Þá Mardokeus varð áskynja alls þess er skeð var, þá reif hann klæði sín og ífærði sig sekk og ösku, og gekk út í miðja borgina og grét hástöfum og aumlega,2og kom fyrir kóngsportið, því engum leyfðist að ganga inn um það konunglega port, er sekk var í klæddur.3Og í öllum þeim löndum og borgum, hvar orð og skipan konungsins var auglýst, varð mikill harmur á meðal Gyðinga, og margir föstuðu, grétu og syrgðu, og lágu í sekk og ösku.4Þá komu þjónustustúlkur og herbergissveinar Esters og auglýstu henni þetta, þá varð Drottningin mjög óttaslegin, og sendi Mardokeus klæði er hann skyldi ífæra sig og fara úr sekknum, en hann vildi ei taka við þeim.5Þá kallaði Ester Hatak til sín, einn af herbergissveinum kóngsins, er henni átti að þjóna, og bauð honum, áhrærandi Mardokeus, að frétta hvað ágengi og því hann léti svo.6Þá gekk Hatak út til Mardokeus, á það stræti borgarinnar, er var fyrir utan konungsportið,7og Mardokeus sagði honum allt sem honum var til handa komið, og frá þeirri summu silfurs, er Aman hafði sagt að hann vildi vega inn í kóngsins fjárhirslu sakir Gyðinga, svo hann fengi þeim fyrirfarið,8og hann fékk honum útskrift af þeirri lögmálsskrá, er út var gefin í Susan, að þá (Gyðingana) skyldi eyðileggja, til þess að hann sýndi Ester hana, og boðaði og byði henni að ganga fyrir konunginn, og biðja hann vægðar, og leita náðar hjá honum, fyrir sitt fólk.9Og þá Hatak kom aftur og kunngjörði Ester orð Mardokeus,10sagði Ester við Hatak, og skipaði honum (að fara aftur) til Mardokeus (og segja):11öllum þjónum kóngsins og fólkinu, í kóngsins landi, er kunnugt, að hvör sá maður eður kvinna, sem gengur fyrir konunginn inn í þann innri forgarð, án þess að vera kallaður, skal strax deyja, nema konungurinn rétti að honum sína gulllegu veldisspíru (sem merki til þess) að hann megi lífinu halda, en í þrjátíu daga hefi eg ei verið kölluð inn fyrir konunginn.12Og þessi orð Esters voru sögð Mardokeus.13Þá skipaði Mardokeus að segja Ester: ekki skalt þú hugsa að þú frelsir líf þitt fremur en allir Gyðingar, fyrir það að þú ert í húsi kóngsins.14Og þó þú á þessum tíma þegir, þá mun Gyðingum samt koma frelsun og hjálp úr einhvörjum öðrum stað, en þú og hús föður þíns mun fyrirfarast, og hvör veit nema þú sakir þessa atviks, sért til ríkis komin.15Þá bauð Ester að segja Mardokeus:16Far þú og samankalla alla Gyðinga, sem nú eru í Súsan, og fastið þannig mín vegna, að þér í þrjá daga hvörki etið né drekkið, hvörki dag né nótt; eg og þjónustumeyjar mínar skulum einnig fasta, og eftir það skal eg ganga inn fyrir konunginn, þótt lögin banni það; ef eg dey, þá dey eg.17Mardokeus gekk þá burt, og gjörði allt sem Ester hafði boðið honum.
Esterarbók 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Esterarbók 4. kafli
Segir frá hryggð Gyðinga út af þeirri grimmu skipan, er Assverus kóngur lét útgefa.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.