1Og það skeði á dögum Assverus, (þessi Assverus ríkti frá Indíalandi og allt til Mórlands, yfir hundrað og tuttugu og sjö löndum).2Á þeim tíma, er hann hafði ró á sínu konunglega hásæti í slotinu Súsan,3að hann gjörði, á þriðja ári síns konungdóms, gestaboð öllum höfðingjum sínum og þénurum; og þeir voldugustu í Persía og Medíalandi, þeir æðstu höfðingjar í héruðunum (stóðu) frammi fyrir honum.4Þá hann lét sjá þann mikla ríkdóm síns kóngsríkis og dýrð sinnar hátignar í marga daga, nefnilega: hundrað og áttatíu daga.5Að þessum dögum liðnum gjörði konungurinn (annað) gestaboð öllum þeim mönnum er voru í slotinu Súsan, bæði stórum og smáum (háum og lágum), er varaði í sjö daga í forgarðinum hjá aldingarðinum við kóngshöllina.6Þar héngu hvít, græn og blá tjöld, bundin saman við með dýrmætu líni og skarlatssnúrum, fest í silfurhringa á marmarastólpum; bekkirnir voru úr gulli og silfri, en gólfið var lagt með rauðum, bláum, hvítum og svörtum marmarasteinum.7Í alls háttar gullkerum voru drykkirnir innbornir, og vín konungsins var yfirgnæfanlegt, eftir ríkdómi konungsins b),8og að engum var haldið hve mikið hvör skyldi drekka, því kóngurinn hafði boðið öllum frammistöðumönnum í sínu húsi, að láta hvörn gjöra eftir eigin vild.9Og Vasti drottning gjörði og gestaboð konum í því kónglega húsi Assverus kóngs.
10Og á þeim sjöunda degi, þá Assverus kóngur var glaður af víni, bauð hann, Nehuman, Bista, Harbóna, Bigta, Abagta, Setar og Karkas, þessum sjö herbergjasveinum sínum, er þjónuðu Assverus konungi,11að sækja Vasti drottningu, og leiða hana inn fyrir konunginn, og skyldi hún hafa ríkisins kórónu á höfði sér, svo hann léti fólkið og höfðingjana sjá fegurð hennar, því hún var fríð sýnum.12En Vasti drottning vildi ei koma, eftir þeim orðum konungsins er herbergjasveinar kóngsins báru henni; þá reiddist konungurinn ákaflega og grimmd brann honum í brjósti.13Og konungurinn sagði við hina vísu sem best vissu tímana (því konungleg málefni dæmast af þeim hyggnustu, í lögum og rétti);14og þá sem næstir honum voru, þá sjö höfðingja Persanna og Medanna: Karsena, Setar, Admata, Tarsis, Meres, Marsena og Memutan, hvörjir sjá máttu konungsins auglit, og höfðu æðstu sæti í ríkinu:15hvörjum dómi (mælti hann) skal Vasti drottning dæmast, fyrir það hún ei hlýddi orðsending Assverus kóngs fyrir milligöngu herbergissveina hans?16Þá sagði Memúkan (í áheyrn) konungsins og höfðingjanna: Vasti drottning hefir ei einasta brotið á móti konunginum, heldur einnig á móti öllum höfðingjum og móti öllum þeim þjóðum, sem eru í löndum Assverus kóngs.17Því þessi breytni drottningarinnar mun útberast til allra kvenna, svo þær munu sýna fyrirlitning mönnum sínum, upp í opin augu þeirra; og munu svo segja: Assverus konungur brauð drottningu sinni Vasti að koma fyrir sig, en hún kom ekki.18Svo munu höfðingjakonurnar í Persíu og Medíu segja við alla kóngsins höfðingja, nær þær spyrja hvað drottningin hefir gjört, svo það mun olla fyrirlitningu og reiði;19sé það nú kóngsins góður vilji, þá láti hann konunglegt boð útganga, sem skrifað sé í lög Persanna og Medanna, hvört þá órjúfanlegt er, að Vasti drottning skuli ei framar koma fram fyrir Assverus kóng, og að konungurinn gefi ríki hennar þeirri, sem henni sé næst og henni betri.20Og þá þetta kóngsins bréf, sem samið verður, heyrist um allt hans ríki (sem mjög er stórt) munu allar konur hafa menn sína í heiðri, hvört þeir eiga að sér meira eður minna.21Þetta geðjaðist bæði konunginum og höfðingjunum, og konungurinn breytti eftir ráði Memukans.22Þá voru bréfin send út um öll kóngsins lönd, í sérhvört land skrifað, eftir þess lands skrift, og til sérhvörs fólks eftir þess tungumáli, að hvör maður væri húsbóndi í húsi sínu; og hann lét tala (þetta) eftir tungumáli (sérhvörs) síns fólks.
Esterarbók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Esterarbók 1. kafli
Assverus konungur gjörir mikið heimboð. Rekur frá sér drottningu sína Vasti.
V. 7. b. (Hebr. eftir hönd kóngsins). V. 13. Vissu tímana: austurlanda mesta speki var haldin stjörnulistin, og sá sem hana kunni var því haldinn vitrastur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.