1Og sem nú Esra bað og játaði sig grátandi og framfallandi fyrir framan Drottins hús, þá safnaðist til hans mikill skari Ísraelsmanna, karlar og konur og börn og grét (þá) fólkið mikillega.2En Sehania Jehielsson af Elams afkomendum, svaraði og sagði við Esra: vér höfum syndgað móti Drottni, að vér tókum oss útlendar konur af þessa lands þjóðum; nú er þess vegna von um Ísrael (að hann bæti sig).3Og nú skulum vér gjöra sáttmála við Drottin vorn, að reka burtu allar kvinnur og börnin við þeim, eftir ráðum herra míns a) og þeirra sem óttast skipanir Guðs vors, svo að lögunum verði hlýtt.4Stattu nú upp því þetta liggur þér á herðum, og vér viljum hjálpa þér, vertu sterkur og framkvæm þetta.5Og Esra stóð upp og tók eið af þeim yppurstu af prestunum, Levítunum og öllum Ísrael, að þeir vildu gjöra eins og sagt var og þeir fóru.6Og Esra tók sig upp frá Guðs húsi og gekk til herbergis Eliasibs sonar Jóhanans, þangað gekk hann og neytti hvörki brauðs né drakk vatn, því hann var hryggur sakir misgjörðar þeirra, sem úr útlegðinni höfðu komið,7og hann lét úthrópa í Júdeu og Jerúsalem á meðal allra þeirra er úr útlegðinni voru komnir að þeir skyldu samansafnast í Jerúsalem;8og sérhvör sem ekki kom innan þriggja daga eftir ráðstöfun hinna yppurstu og öldunganna, að allar hans eigur skyldu falla til helgidómsins og hann skyldi útilokast frá samkundu hinna sem úr útlegðinni komu,9og allir menn af Júda- og Benjamín(ættkvísl) samansöfnuðust í Jerúsalem innan þriggja daga (þá var sá níundi mánuður b), en dagurinn sá tuttugasti í mánuðinum) og allt fólkið sat á flötnum fyrir framan Guðs hús, skjálfandi vegna skipunarinnar og vegna stórrigningarinnar,10og presturinn Esra stóð upp og sagði til þeirra: þér hafið breytt sviksamlega í því að taka yður útlendar konur, svo bættist við sekt Ísraels;11og gjörið nú yðar játningu fyrir Guði, Drottni feðra vorra og gjörið hans vild og skiljið yður frá þjóðum landsins og frá þeim útlendu konum.12Og allur sá samankomni múgur svaraði og sagði með hárri röddu: þannig, sem þú hefir sagt, ber oss að breyta;13en fólkið er margt og rigningatími og hefur ekki þrek til að standa úti og þetta er ekki eins eður tveggja daga starf, því þeir eru margir sem hafa syndgað í þessu efni.14Látið því sjá og tilsetjið yfirmenn yfir allan söfnuðinn og sérhvör í vorum borgum, sem hefir tekið útlendar konur, hann mæti á tilteknum tíma og með honum öldungar sérhvörrar borgar og hennar dómendur, allt þangað til að reiði Guðs vors fyrir þess sök snýst frá oss.15Einungis Jónatan sonur Asahaels og Jahesia Tikvasonur settu sig gegn þessu, og Mesulam og Sabtai Levíti stóð með þeim.16En þeir, sem úr útlegðinni voru komnir, gjörðu (eins og sagt var) og völdu þeir Esra prest og nokkra menn, þá helstu ættfeður í hvörri ætt, alla með nöfnum, og héldu þeir samkomu sína á fyrsta degi ens tíunda mánaðar a) til að rannsaka þetta mál,17og var útkljáð um alla þá menn, sem tekið höfðu útlendar konur, á fyrsta degi í enum fyrsta mánuði b).18Á meðal afkomenda prestanna fundust þessir að hafa tekið útlendar konur: af sonum Jesúa Jósadakssonar og hans bræðra, Maeseia og Elieser og Jarib og Gedalia.19Og þessir lofuðu með handsali að láta frá sér konur sínar og þeir frambáru hrút til fórnar fyrir ávirðingu sína.20Af Immers afkomendum: Hanani og Sebadia.21Af afkomendum Harams: Maeseia, Elia, Semaia, Jehiel, og Ussia.22Af Fahurs afkomendum: Elioenai, Maeseia, Ísmael, Nathanael, Jósabad og Elasa.23Og á meðal Levítanna: Jósabad, Simei, Kelaia (sem líka heitir Kelita), Fetahia, Júda og Elieser.24Af söngvurunum Eliasib, af dyravörðunum Sallum, Telem og Uri.25Af Ísrael af Faross afkomendum: Ramia, Jisija, Malkia, Mijaman, Eleasar, Malkia, Benaja.26Af Elams afkomendum: Matania, Sakaria, Jehiel, Abdi, Jerimot og Elia.27Af Satthus afkomendum: Elioenai, Eliasib, Matthania, Jeremot, Sabad og Asisa.28Af Bebaí afkomendum: Jóhanan, Hanania, Sabbai og Atai.29Af Bani afkomendum: Mesullam, Mallu, Adaia, Jasub, Seal og Ramot.30Af Fahat Moabs afkomendum: Adna, Heal, Benaia, Maeseia, Matthania, Besaleel, Binnui og Manasse.31Af Harims afkomendum: Elieser, Jisia, Malkia, Semaia, Simeon.32Benjamín, Mallu, Semaia.33Af Hasums afkomendum: Matnai, Mattata, Sabad, Etifelet, Jeremai, Manasse, Simei.34Af Bani afkomendum: Maedai, Amram, Uel,35Benaia, Bedia, Keluhi,36Bania, Meremot, Eliasib,37Matthania, Matnai, Jaasai,38Bani, Binnui, Simei,39Selamia, Natan, Adaia,40Maknadbai, Sasai, Sarai,41Afarel, Selemia, Semaria,42Sallum, Amaria, Jósef.43Af Nebos innbúum: Jeiel, Matthitia, Sabad, Sebina, Jaddai, Jóel, Benaia.44Allir þessir höfðu tekið sér útlendar kvinnur og nokkrar af þeim höfðu syni alið.
Esrabók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Esrabók 10. kafli
Gyðingarnir skilja sig við þær útlendu konur og börn þau er þeir höfðu við þeim átt.
V. 3. a. Þ. e. Esras. V. 9. b. Þ. e. desember, þá er regnveður vanalegt í Gyðingalandi. V. 16. a. Þ. e. janúar. V. 17. b. Þ. e. apríl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.