1Orð Drottins kom til mín svolátandi:2þú mannsins son, snú þínu augliti gegn Ísraelsfjöllum, og spá í móti þeim,3og seg: heyrið, Ísraelsfjöll, orð Drottins hins alvalda! Svo talar Drottinn alvaldur til fjallanna og hæðanna, til hvammanna og dalanna: sjá! eg læt sverðið koma yfir yður, og eg skal eyða yðar hörgum;4yðar ölturu skulu í eyði lögð verða, og yðar goðalíkneskjur í sundur brotnar; eg skal slá yður í hel, og kasta þeim vegnu niður fyrir yðar skurðgoð:5já, hræjum Ísraelsmanna skal eg varpa fyrir skurðgoð þeirra; yðar beinum skal eg dreifa umhverfis yðar ölturu.6Svo langt sem yðar byggð nær, skulu borgirnar í eyði lagðar verða, og hörgarnir gjöreyddir, svo að—þá yðar ölturu eru í eyði lögð og umturnuð, yðar skurðgoð sundurbrotin og að öngvu gjörð, yðar goðalíkneskjur mölvaðar, yðar handaverk afmáð,7og valkösturinn liggur mitt á meðal yðar,—að þér þá skuluð viðurkenna, að eg em Drottinn.
8Þegar þér verðið útdreifðir um löndin, skal eg samt láta nokkura af yður undan sverðinu komast, og eftir verða á lífi meðal heiðingjanna;9þeir af yður, sem undan komast, skulu þá minnast mín, þar sem þeir lifa í herleiðingu meðal þjóðanna, þegar eg hefi beygt þeirra blótfíknu hjörtu, sem eru orðin mér fráhverf, og þeirra blótfúsu augu, sem mæna eftir skurðgoðunum: þá skal þeim bjóða við sjálfum sér, vegna þeirra illverka, sem þeir hafa drýgt, og allra þeirra svívirðinga, sem þeir hafa framið:10þá skulu þeir viðkannast, að eg em Drottinn, og að eg hefi ekki talað þar um neinum hégómaorðum, að láta þá rata í þessa ógæfu.
11Svo segir Drottinn alvaldur: slá þú saman höndum þínum; stappa niður fæti þínum, og kalla „vei“ yfir öllum þeim illu svívirðingum Ísraelsmanna, vegna hvörra þeir hljóta að falla fyrir sverði, hungri og drepsótt.12Sá sem fjær er, skal af drepsótt deyja; sá sem nær er, fyrir sverði falla; og sá sem þá verður eftir og hlíft hefir verið, hann skal af hungri deyja, því eg vil láta mína gjörvalla heift koma niður á þeim.13Þér skuluð þá viðurkenna, að eg em Drottinn, þegar valkestirnir liggja mitt á meðal skurðgoðanna, umhverfis ölturun, á hvörri gnæfandi hæð, á öllum fjallatindum, undir hvörju grænu tré, undir hvörri laufgaðri eik, hvar þeir höfðu fært sætan ilm í fórn fyrir alls konar skurðgoðum;14þegar eg útrétti mína hönd í móti þeim, og gjöri landið að auðn og öræfum, að enn þá meiri eyðimörk en Díbla a) er, þá skulu þeir viðurkenna, að eg em Drottinn.
Esekíel 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:15+00:00
Esekíel 6. kafli
Hótanir móti einstökum stöðum í Gyðingalandi, hvar afguðadýrkun var helst framin, 1–7; afturhvarf nokkura herleiddra Gyðinga, 8–10; sorg spámannsins yfir hörmungum Gyðinga, 11–13.
V. 14. a. Óttaleg eyðimörk í Móabslandi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.