1En þú mannsins son, spá fyrir Ísraelsfjöllum, og seg: heyrið orð Drottins, þér Ísraelsfjöll!2Svo segir Drottinn alvaldur: af því óvinurinn hlakkar yfir yður, og segir: nú eru þær eilífu hæðirnar c) orðnar vor eign:3þar fyrir spá þú, og seg: Svo segir Drottinn alvaldur: sökum þess þeir vilja eyðileggja og uppsvelgja yður alla vega, svo þér verðið eign þeirra eftirorðnu heiðingja d), og af því þér eruð komnir í orðræðu manna og orðnir fyrir ámæli fólks:4þar fyrir heyrið orð Drottins hins alvalda, þér Ísraelsfjöll: Svo segir Drottinn alvaldur til fjallanna og hálsanna, til lækjanna og dalanna, til þeirra óbyggðu eyðimarka og yfirgefnu borga, sem orðnar eru þeim eftirorðnu heiðingjum umhverfis yður að herfangi og hæðnisefni;5þar fyrir, svo segir Drottinn alvaldur: sannlega tala eg í minni brennandi vandlætingu á móti þeim eftirorðnu heiðingjum, og á móti því gjörvalla Edomslandi, sem með allshugar fögnuði og ofdrambi hefir ætlað sér mitt land til eignar, til þess að gjöreyða það með ránum.6Spá þú þess vegna fyrir Ísraelslandi, og seg til fjallanna, hálsanna, lækjanna og dalanna: Svo segir Drottinn alvaldur, sjá, eg tala í minni vandlætingu og í minni heiftarreiði; sökum þess þér verðið að þola háðungar heiðingjanna,7þar fyrir—svo segir Drottinn alvaldur—sver eg með upplyftri hendi: þeir heiðingjar, sem búa umhverfis yður, þeir skulu sjálfir bera sína háðung:8en þér Ísraelsfjöll skuluð skjóta kvistum og bera yðar ávöxt handa mínu fólki Ísrael; þessi umskipti munu bráðum verða,9því, sjáið! eg vil koma til yðar, eg vil snúa mínu augliti til yðar, og þá skuluð þér verða yrkt og sáð:10eg vil fjölga fólkinu á yður, gjörvöllum Ísraelslýð, borgirnar skulu aftur byggðar verða, og eyðibýlin reist að nýu;11eg vil fjölga á yður fólki og fé: það skal margfaldast og æxlast, og eg skal láta yður verða fjölbyggð, eins og þér voruð í fyrndinni, og gjöra yður meira gott, enn áður fyrr, svo þér skuluð viðurkenna, að eg em Drottinn.12Eg vil láta menn hafa umgöngu um yður, það skal vera mitt fólk, Ísraelsmenn; þeir skulu eignast þig (Ísraelsland!), og þú skalt vera þeirra eign; þú skalt ekki framar gjöra þá barnlausa.13Svo segir Drottinn alvaldur: af því menn segja um yður: þú fargar mannfólkinu, og gjörir þína þjóð barnlausa:14þess vegna skalt þú ekki framar mönnum farga, og ekki framar gjöra þína þjóð barnlausa, segir Drottinn alvaldur.15Eg skal ekki framar heyrast láta háðsyrði heiðingjanna um þig, og þú skalt ekki framar liggja undir ámæli þjóðanna; þú skalt ekki framar gjöra þína þjóð barnlausa, segir Drottinn alvaldur.
16Drottinn talaði til mín svolátandi orðum:17þú mannsins son! þegar Ísraelsmenn bjuggu í sínu landi, saurguðu þeir það með sínu athæfi og verkum, svo að breytni þeirra varð hin viðurstyggilegasta í mínum augum.18Þá útjós eg yfir þá minni heiftarreiði sökum þess blóðs, sem þeir höfðu úthellt í landinu, og sakir þeirra skurðgoða, sem þeir höfðu saurgað landið með;19eg tvístraði þeim meðal heiðingjanna, svo að þeir dreifðust út um löndin; eftir þeirra verkum og breytni dæmdi eg þá.20Þegar þeir komu meðal heiðingjanna, vanhelguðu þeir mitt heilaga nafn, hvar sem þeir komu, svo að um þá var sagt: þetta er Drottins fólk, sem varð að fara burt úr landi hans!21og mig tók það sárt, að Ísraelsniðjar skyldu svo vanhelga mitt heilaga nafn meðal heiðingjanna, hvar sem þeir komu.22Seg þess vegna til Ísraelsniðja: Svo segir Drottinn alvaldur: eg gjöri það ekki a) fyrir yðar sakir, Ísraelsmenn, heldur fyrir sakir míns heilaga nafns, sem þér hafið vanhelgað meðal heiðingjanna, hvar sem þér komuð.23Eg vil helga mitt hið mikla nafn, sem vanhelgað er meðal heiðingjanna, sem þér hafið vanhelgað mitt á meðal þeirra, svo að heiðingjarnir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn—segir Drottinn alvaldur—þegar eg auglýsi á yður minn heilagleik í augsýn þeirra.24Eg vil sækja yður til heiðinna þjóða, og samansafna yður frá öllum löndum, og leiða yður inn í yðar land.25Eg vil stökkva hreinu vatni á yður, svo þér skuluð verða hreinir; eg vil hreinsa yður af öllum yðar óhreinindum og skurðgoðum;26eg vil gefa yður nýtt hjarta, og koma nýjum anda í yðar brjóst; eg vil taka steinhjartað úr brjósti yðar, og gefa yður aftur annað af holdi:27og mínum anda vil eg koma í yðar hjartans grunn, og til vegar koma, að þér lifið eftir mínum lögum, gætið minna boðorða og breytið eftir þeim;28þér skuluð búa í því landinu, sem eg gaf yðar feðrum; þér skuluð vera mitt fólk, og eg vil vera yðar Guð,29og frelsa yður frá öllum yðar óhreinleika. Eg vil kalla á kornið og margfalda það, og ekkert hallæri vil eg láta yfir yður koma;30eg vil margfalda ávöxt trjánna og jarðarinnar gróða, svo að heiðingjarnir skulu ekki framar þurfa að bregða yður um hallæri.31Þá munuð þér minnast yðar vondu breytni og illu verka; yður mun bjóða við sjálfum yður sökum yðvarra misgjörða og viðurstyggða.32Eg gjöri þetta ekki fyrir yðar skuld,—segir Drottinn alvaldur,—það skuluð þér vita! Blygðist og skammist yðar fyrir yðar breytni, þér Ísraelsmenn!33Svo segir Drottinn alvaldur: á þeim degi er eg hreinsa yður af öllum yðar misgjörðum og gef yður staðina til íbúðar, þegar það niðurbrotna verður uppbyggt,34og það eyðilagða land yrkt, í stað þess að það áður var eins og auðn í augum allra umfarenda:35þá mun sagt verða: þetta land, sem áður var eins og eyðimörk, er nú orðið sem Edensgarður, og þær niðurbrotnu, eyðilögðu og umturnuðu borgir eru nú byggðar sem ramgjör virki;36og þær þjóðir, sem eftir eru orðnar kringum yður, skulu viðurkenna, að eg Drottinn hefi uppbyggt það sem umturnað var, og gróðursett það sem í eyði var lagt. Eg Drottinn tala og framkvæmi.37Svo segir Drottinn alvaldur: þá bón skal eg enn veita Ísraelsmönnum: eg skal fjölga þeim, svo úr þeim verði mannhjörð,38heilög hjörð, eins og sú hjörð, sem fórnfærð er í Jerúsalem á löghátíðum, þannig skulu þær eyðilögðu borgir fyllast af mannhjörðum, og þeir skulu viðurkenna, að eg em Drottinn.
Esekíel 36. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:22+00:00
Esekíel 36. kafli
Fyrirheit Guðs um frelsun Gyðinga.
V. 2. c. Þ. e. Ísraelsland, Gyðinganna eilífa eign. V. 3. d. Þeirra sem komist höfðu undan eyðileggingu Kaldea. V. 22. a. Að auðsýna yður mína miskunn.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.