1Og svo hefir hann lífgað yður, sem dauðir voruð í yfirtroðslum og syndum,2er þér láguð í forðum að heimsins sið og að vild þess höfðingja, sem í loftinu drottnar, þess anda, sem nú sýnir sig verkandi í vantrúarinnar sonum;3á meðal þessara vorum vér og allir forðum, á meðan vér fylgdum vorum holdlegu girndum og hlýddum holdsins og tilhneiginganna vilja og vorum þess vegna af náttúrunni börn reiðinnar eins og hinir.4En Guð, sem ríkur er af miskunn, kallaði oss, vegna sinnar miklu elsku, með hvörri hann elskaði oss, til lífsins, með Kristi,5þá vér dauðir vorum í misgjörðum vorum—af náð eruð þér hólpnir orðnir—6og hefir uppvakið oss og sett oss á himni með Jesú Kristi,7svo að á eftirkomandi öldum skyldi sá mikli mikilleiki hans náðarlýsa sér á velgjörningi þeim, er hann veitti oss með Jesú Kristi;8því af náð eruð þér hólpnir orðnir með trúnni, og það er ekki yður að þakka, heldur er það Guðs gjöf;9ekki af verkunum, svo að enginn hefir orsök að stæra sig.10Vér erum hans verk skapaðir í Jesú Kristi til góðra verka, sem Guð hefir fyrirfram tilætlað að vér stunda skyldum.
11Munið því til þess, að þér voruð forðum holdlega sinnaðir heiðingjar, kallaðir óumskornir af þeim, sem kalla sig umskorna af þeirri umskurn, sem á holdinu er með höndum gjörð;12að þér þá voruð án Krists útilokaðir frá rétti Gyðinganna og frá því að hafa hlut í fyrirheitsins sáttmálum, vonarlausir og án Guðs í heiminum.13En nú eruð þér í Kristi hluttakandi og þér, sem áður voruð fjærlægir, eruð nú nálægir orðnir vegna Krists blóðs;14því hann er vor friður, sem hefir gjört eitt úr báðum og niðurbrotið skilrúmsvegginn, fjandskapinn,15og í sínu holdi afmáð boðorðanna lögmál, ásamt með þess setningum, svo að hann skapaði af tveimur einn nýjan mann í sjálfum sér,16semdi frið og sætti hvörjatveggja við Guð í einum líkama fyrir krossinn og deyddi fjandskapinn þar með,17kom og boðaði yður frið, sem voruð fjær og nær,18því honum er það að þakka, að vér hvörutveggja höfum með einum anda aðgang til föðursins.19Þér eruð þess vegna ekki framar gestir og framandi, heldur meðborgarar enna heilögu og heimamenn Guðs,20byggðir yfir þann grundvöll, sem postularnir og spámennirnir hafa lagt, hvörs hornsteinn Jesús Kristur er,21á hvörjum öll sú samtengda bygging vex til heilags musteris í Drottni;22ofan á hvörn þér eruð einnig byggðir til bústaðar Guðs í andanum.
Efesusbréfið 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Efesusbréfið 2. kafli
Postulinn minnir þá kristnu, svo vel af Gyðingum sem heiðingjum, á það, að Kristur hafi kallað þá frá andlegum dauða til andlegs lífs, og sameinað þá í einn söfnuð. Sjálfum sér hafi þeir það eigi að þakka.
V. 1. Kól. 2,13. V. 2. 2 Kor. 6,11. Tít. 3,3. Kól. 3,13. Jóh. 12,31. V. 3. þ. e. áður en vér upplýstumst og betruðumst af Krists trú, Jóh. 3,6. sbr. Kól. 3,6.7. V. 4. Róm. 10,12. V. 5. sbr. Róm. 6,4. fl. 8,11. V. 6. þ. e. sá kristilega sinnaði gætir sinnar jarðnesku köllunar, en hans hugur er á himni. Sbr. Matt. 10,16. V. 7. Kap. 1,7. 3,8. V. 8. sbr. Matt. 16,17. Róm. 6,23. V. 9. sbr. Róm. 3,20.27. 4,2. fl. 1 Kor. 4,7. V. 10. 2 Kor. 5,17. Tít. 2,14. V. 12. Róm. 1,21 (sbr. 9,4). Gal. 4,8. 2 Mós. 19,6. V. 13. fjærlægir, þ. e. þér, vegna þess þér voruð heiðnir, máttuð ekki áður með Guðs fólki koma til Guðs húss. V. 14. Þ. e. honum er að þakka, að vér getum þenkt Guð oss náðugan, Jóh. 10,16. Gal. 3,28. V. 15. Kól. 2,14. nl. Gyðingum og heiðingjum. V. 16. sbr. Kól. 1,20. V. 17. Esa. 57,19. V. 18. Jóh. 14,6. Róm. 5,2. Hebr. 10,19. V. 19. Filipp. 3,20. Hebr. 12,22.23. V. 20. sbr. Matt. 16,18. 1 Kor. 3,9.10. V. 21. Kap. 4,16. 1 Kor. 3,16. V. 22. 1 Pét. 2,5.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.