1Páll, að Guðs vild postuli Jesú Krists, óskar náðar og friðar af Guði vorum Föður og Drottni Jesú Kristi,2öllum heilögum, sem eru í Efesus og trúa á Jesúm Krist.
3Lofaður sé Guð og Faðir vors Drottins Jesú Krists, er oss hefir fyrir Krist blessað, með alls konar andlegri og himneskri blessun;4líka sem hann og hefir útvalið oss með honum áður en veröldin var grundvölluð, til þess að vér vera skyldum heilagir og flekklausir fyrir hans augliti,5og af elsku hefir fyrirhugað oss, eftir velþóknun síns vilja, barnarétt hjá sér fyrir Jesúm Krist,6til lofs sinni dýrðlegu náð, er hann veitti oss í sínum elskulega,7fyrir hvörn, það er fyrir hans blóð, vér höfum lausnina öðlast: fyrirgefningu syndanna af ríkdómi Guðs gæsku,8hvörja hann hefir ríkuglega látið oss í té, með því að veita oss vísdóm og skilning,9í því hann opinberaði oss leyndarráð síns velþóknanlega vilja, er hann hafði áður ályktað með sjálfum sér,10nefnilega: þá sína ráðstöfun, að í uppfyllingu tímans allt skyldi sameinast í Kristi, bæði það, sem er á himni og á jörðu;11í þeim, í hvörjum einnig vér, sem áður væntum hans, höfum hluttekningu öðlast; vér, sem eftir fyrirhugun Guðs, er framkvæmir allt eftir ráði síns vilja, áður ákvarðaðir vorum,12til þess að vér, sem fyrirfram vonuðum upp á Krist, séum hans dýrð til lofs.13Í hvörjum og þér, sem heyrt hafið sannleiksins lærdóm, náðarlærdóm yðar sáluhjálpar, í hvörjum og þér, sem trúið, eruð innsiglaðir með þeim fyrirheitna heilaga Anda,14sem er pantur vorrar arfleifðar, þangað til lausnarinn kemur fyrir þá, sem hans eru, til lofs hans dýrðar.
15Þess vegna, frá því eg frétti um trú yðar á Drottin Jesúm og elsku yðar til allra heilagra,16hefi eg ekki aflátið að þakka Guði fyrir yður og minnast yðar í mínum bænum,17að Guð Drottins vors Jesú Krists, dýrðarinnar Faðir, vildi gefa yður vísdóms- og opinberunaranda í sinni þekkingu,18og upplýsa augu yðar hugskots, svo þér þekkt getið, hvílík að sé von yðar köllunar og hvað yfrið dýrðleg sú arfleifð sé, sem hann hefir þeim heilögu fyrirhugað,19og þekkt þann yfirgnæfanlega mikilleika hans máttar, sem hann hefir sýnt á oss, sem trúum fyrir kraft þess hins sama almættis,20sem hann sýndi á Kristi, þá hann uppvakti hann frá dauðum og setti til hægri handar sjálfum sér á himnum,21yfir allan höfðingjadóm og yfirráð, makt og herraveldi og allt það, sem nafn hefir, ekki einungis á þessari öld, heldur og þeirri tilkomandi.22Allt hefir hann lagt honum undir fætur og sett hann höfðingja yfir öllu í hans söfnuði,23sem er hans líkami, fylling þess sem uppfyllir allt í öllum.
Efesusbréfið 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:52+00:00
Efesusbréfið 1. kafli
Páll þakkar Guði fyrir Krists velgjörninga. Biður að Guð vilji enn betur upplýsa þá um mikilleik þessara velgjörninga.
V. 3. 2 Kor. 1,3. Pét. 1,3. V. 4. Róm. 8,29.30. 2 Tess. 2,13. Lúk. 1,75. Efes. 2,10. fyrir hans augliti, þ. e. hræsnislaust. V. 5. Róm. 8,15,29. Gal. 4,5. V. 6. Matt. 3,17. 17,5. V. 7. Post. gb. 20,28. Kól. 1,14. 1 Pét. 1,18.19. V. 9. Kól. 1,26. V. 10. 1 Mós. 49,10. Dan. 9,24. Gal. 4,4. Kól. 1,20. 1 Kor. 15,24.28. Fil. 2,9–11. V. 11. Kól. 1,12. Róm. 8,29.30. V. 13. og 14. Sannfæringin er orðin óbifanleg hjá yður (þér eruð innsiglaðir) um Krists lærdóms sannleika og yðar sáluhjálp og það guðlega og heilaga hugarfar, sem þessi sannfæring veitir, er yður pantur upp á, að þér verðið eilífrar sælu (arfleifðar) njótandi. Róm. 8,15–17.23. Tít. 2,14. 1 Pét. 2,9. V. 20. Post. gb. 2,24. Sálm. 110,1. sbr. 1 Kor. 15,25. V. 21. Filipp. 2,9. Kól. 2,10. þ. e. í þessu lífi. V. 22. Sálm. 8,7. Matt. 28,18. Kól. 1,18. V. 23. 1 Kor. 12,12.27. Efes. 4,16.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.