1Og þá Ísraels börn gjörðu enn illt fyrir augum Drottins, gaf Drottinn þá í hendur Midíaníta í sjö ár.2En sem hönd Midianíta varð of þung á Ísrael, gjörðu Ísraelsbörn sér fylgsni á fjöllum uppi, hellira og vígi fyrir Midíanítum.3Og það skeði, þegar Ísrael sáði nokkru (kornsæði) að Midíanítar komu og Amalekítar og þeir austan að *) og yfirféllu þá.4Og þeir settu tjöld sín gagnvart þeim, og gjöreyddu landsins ávexti, allt til Gasa; svo þeir skildu Ísrael enga björg eftir, hvörki sauð, uxa né asna.5Því þeir komu upp þangað með sinn kvikfénað og sínar tjaldbúðir; þeir komu sem engisprettur að fjölda, svo ekki varð komið tölu á þá, né þeirra úlfalda, og þeir féllu inn í landið til að eyðileggja það.6Svo varð Ísrael mjög vesæll af Midianítanna völdum, og Ísraelsbörn hrópuðu til Drottins.7En sem þeir hrópuðu til Drottins fyrir Midanítanna skuld, þá sendi Drottinn spámann til þeirra, sem sagði:8Svo segir Drottinn Ísraels Guð: eg lét yður komast úr Egyptalandi, og leiddi yður út úr þrældómshúsinu;9og eg frelsaði yður af hendi egypskra, og frá allra þeirra hendi, sem að yður þrengdu, og eg útrak þá frá yður og gaf yður þeirra land.10Og eg sagði til yðar: eg er Drottinn yðar Guð; óttist ekki guði Amorítanna, í hvörra landi þér búið, en þér hafið ekki hlýtt minni raustu.
11Og Drottins engill kom og setti sig undir eikina í Ofra, sem tilheyrði Jóas, Abí-Esríta; en hans sonur Gideon var að þreskja hveiti í pressu, svo hann gæti (sem skjótast) flutt það burt frá augum Midianítanna.12Þá birtist Drottins engill honum og sagði til hans: Drottinn er með þér, þú stríðskappi!13Þá sagði Gídeon til hans: æ minn Herra! ef Drottinn er með oss, því hefir þá allt þetta fram við oss komið? og hvar eru allar þær hans dásemdir, sem forfeður vorir hafa skýrt oss frá, segjandi: hefir Drottinn ekki leitt oss úr Egyptalandi? en nú hefir Drottinn yfirgefið oss, og selt oss í hendur Midianítanna.
14Þá sneri Drottinn sér til hans og sagði: far af stað í þessum þínum styrkleika, og þú skalt frelsa Ísrael af Midianítanna hendi; hefi eg ekki sent þig?15Og hann (Gídeon) sagði til hans: æ Herra minn! með hvörju skal eg frelsa Ísrael? minn ættleggur er sá minnsti í Manasse, og eg er sá yngsti í míns föðurs húsi.16Og Drottinn sagði til hans: sannarlega vil eg vera með þér, og þú munt sigra Midianítana, sem væru þeir einn maður.17En Gideon sagði til hans: ó! hafi eg nú fundið náð fyrir þínum augum, þá gjörðu eitt teikn fyrir mér, (um það) sem þú talar við mig.18Eg bið þig, far ekki héðan burtu, fyrr enn eg kem aftur til þín, og færi þér mína gáfu, og set hana fram fyrir þig; og hann svaraði: eg vil bíða hér, þangað til þú kemur aftur.19Síðan kom Gídeon aftur, og þegar hann hafði tilreitt hafurkið, og ósýrðar (kökur) úr einni efa mjöls, lagði hann kjötið í körfu, en lét soðið í pott, og kom með þetta út til hans undir eikina, og bar það fram.20Þá sagði engill Guðs til hans: tak kjötið og það ósýrða brauð, og legg það upp á klett þennan, en steyp soðinu út (yfir); og hann gjörði svo.21Þá útrétti Drottins engill staf þann, sem hann hafði í hendi, og snart kjötið og það ósýrða brauð með stafsenda og eldur spratt upp af klettinum og eyddi kjötinu, og því ósýrða brauði, og Drottins engill hvarf frá hans augum.22Sem nú Gídeon sá að það var engill Drottins, sagði hann: ó Drottinn! Drottinn! nú þar eð eg hefi séð engil Drottins augliti til auglitis (þá hlýt eg að deyja);23en Drottinn sagði til hans: friður sé með þér! vertu óhræddur, ekki skaltu deyja!24Þá byggði Gídeon Drottni altari, og kallaði það: Drottinn (er) friður, og það stendur enn til þessa dags í Ofra, sem tilheyrir Abí-Esrítum.25Og það skeði þá sömu nóttu, að Drottinn sagði til hans: tak einn uxa af (nautum) föður þíns, og annan uxa 7 vetra gamlan, og brjót niður það Baals altari, sem tilheyrir föður þínum, og högg þú upp lundinn, sem þar er hjá!26og uppbygg Drottni Guði þínum eitt altari efst upp á kletti þessum, á hagkvæmum stað; tak svo annan uxann og offra brennifórn, með trjánum úr lundinum, sem þú skalt upphöggva.27Þá tók Gídeon 10 menn af þénurum sínum og gjörði svo sem Drottinn hafði honum sagt. En af því hann þorði ekki, vegna síns föðurs húss og vegna fólksins í staðnum, að gjöra þetta (á degi) þá gjörði hann það um næturtíma.28Þegar staðarins fólk reis árla upp um morguninn, þá, sjá! Baals altari var niðurbrotið, og lundurinn, sem þar var hjá, upphöggvinn, og sá annar uxinn offraður til brennifórnar á altarinu, sem uppbyggt hafði verið.29Þá sagði hvör til annars: hvör hefir gjört þetta? En sem þeir höfðu rannsakað það og eftirgrennslast, sögðu þeir: Gídeon sonur Jóas hefir verk þetta (unnið).30Þá sagði fólkið í staðnum til Jóas: sel þinn son fram, og hann skal deyja, af því hann hefir niðurbrotið Baals altari og upphöggvið lundinn þar hjá.31Þá sagði Jóas til allra þeirra, sem hjá honum stóðu: viljið þér taka upp mál fyrir Baal? viljið þér bjarga honum? Hvör sem reisir þrætur hans vegna, sá skal deyja á þessum morgni.32Sé hann Guð, þá sæki hann sjálfur síns vegna, þann sem hefir niðurbrotið hans altari. Og nefndi hann á þeim sama degi Jerúb Baal; og sagði: sæki Baal, þann, sem hefir hans altari niðurbrotið.
33Nú sem allir Midianítar og Amalekítar og fólk austan að höfðu samansafnast, og voru komnir yfirum (Jórdan) og höfðu sett tjaldbúðir sínar í Jesreelsdal;34þá fór Guðs Andi í Gídeon, og hann lét blása í básúnur, og kallaði þá Abí-Esríta til að fylgja sér.35Þar fyrir utan sendi hann boð til allrar Manasis (ættkvíslar) og kvaddi þá sér til fylgdar, líka sendi hann boð til Aser og Sebúlon og Naftalí og þeir komu til móts við þá.36Og Gídeon sagði til Guðs: ef þú vilt frelsa Ísrael, fyrir mína hönd, svo sem þú hefir sagt,37sjá! þá vil eg leggja gæru eina í garðinn; komi nú dögg einungis á gæruna, en jörðin sé þurr allt í kring, þá vil eg (þar af) merkja, að þú vilt frelsa Ísrael, fyrir mína hönd, eins og þú hefir sagt.38Og það skeði svo, að um morgun þess næsta dags, þegar hann hafði árla uppstaðið, vatt hann döggina úr gærunni og fyllti skál með vatni.39Og Gídeon mælti við Guð: upptendrist ekki reiði þín móti mér, þó eg tali enn nú einu sinni; æ! eg vil aðeins enn nú eitt sinn gjöra tilraun með gæru þessari: lát nú gæruna einungis vera þurra, en jörðina alla döggvaða.40Og Guð gjörði það svo á þeirri sömu nóttu: að gæran einungis var þurr, en dögg á allri jörðunni.
Dómarabókin 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:08+00:00
Dómarabókin 6. kafli
Gídeons köllun. Drottins teikn.
V. 1. Dóm. 3,12. 4,1. 8,33. 10,6. V. 3. *) Eigl. austursins synir. V. 5. Dóm. 7,12. V. 10. 2 Kóng. 17,35. og s. fr. V. 14. 2. Mós. 3,10. 1 Sam. 12,11. V. 16. 2 Mós. 3,12. 4 Mós. 14,15. V. 18. Dóm. 13,15. V. 21. 3 Mós. 9,24. V. 23. Dan. 10,18. Lúk. 24,36. Jóh. 20,19.21.26. 2 Mós. 19,21. Dóm. 13.22. V. 24. Abí-Esrítum, nl. ættmönnum Gídeons. Sjá v. 11. V. 25. 2 Kóng. 11,18. 23,12.15. 5 Mós. 7,5. 2 Kron. 14,3. V. 29. Dóm. 15,6. V. 31. 1 Kóng. 18,21.27. V. 32. Nefndi hann, nl. son sinn Gídeon. Dóm. 7,1. V. 34. Heb. Guðs Andi íklæddist Gídeoni. Dóm. 11,29. 1 Kron. 12,18. 2 Kron. 24,20. Jós. 17,2. V. 35. Við þá; nl. við Gídeon og menn hans. V. 39. 1 Mós. 18,30.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.