1Síðan lögðu öll Ísraelsbörn af stað, og fólkið safnaðist saman, sem einn maður væri, frá Dan og allt til Bersaba, ásamt af landinu Gíleað framfyrir Drottin í Mispa.2Og þeir yppurstu af öllu fólkinu, frá öllum Ísraels ættkvíslum, komu saman í samkundu Guðs fólks, fjögur hundruð þúsund manns af fótgönguliði, sem vopnfærir vóru.3En Benjamínsniðjar fréttu að Ísraelsbörn væru komin til Mispa, og Ísraelsbörn sögðu: segið frá hvörnig þetta vonda (verk) skeði?4þá svaraði Levítinn, bóndi kvinnu þeirrar, sem drepin var, og sagði: eg ásamt með hjákonu minni, kom til Gíbea, sem heyrir til Benjaminítum, til að vera þar um nóttina,5þá risu borgarmenn í Gíbea upp á móti mér, umkringdu mig í húsinu um nóttina, og vildu slá mig í hel; síðan svívirtu þeir hjákonu mína, svo hún dó.6Eftir það tók eg mína hjákonu, hjó hana í stykki, og sendi þau út um allt Ísraels erfðaland; því þeir höfðu framið eitt níðingsverk og svívirðingu í Ísrael.7Sjá! þér eruð allir saman Ísraelsbörn, talið nú hvör við annan, og ráðgist um (hvað gjöra skal).8Þá tók allt fólkið sig upp, svo sem einn maður væri, og sagði: enginn af oss skal fara aftur til síns heimilis, og enginn snúa heim aftur í sitt hús,9heldur viljum vér nú ganga svoleiðis til verks við Gíbea, (að vér skulum fara) á móti henni eftir hlutkesti;10og vér viljum taka tíu menn af hundraði af öllum Ísraels ættkvíslum, og hundrað af þúsund og þúsund af tíu þúsundum, til að (láta þá) safna fararkosti handa fólkinu, svo að, nær það kemur til Gíbea í Benjamín, að það gjöri þá við innbyggjarana, eins og (maklegt er fyrir) það níðingsverk, sem þeir frömdu í Ísrael.11Síðan söfnuðust allir Ísraelsmenn saman til borgarinnar, og líka sem einn maður væri, vóru þeir allir samtaka sín á milli.12Og Ísraels ættkvíslir sendu menn til allra Benjamíns kynþátta, og létu segja þeim: Hvað er það fyrir mannillsku, sem skeð hefir meðal yðar?13Framseljið nú þá menn, þá illu skálka, í Gíbea, svo vér fáum slegið þá í hel, til að burttaka það vonda frá Ísrael. En Benjamínsniðjar vildu ekki gaum gefa orðum sinna bræðra Ísraelsbarna,14heldur komu þeir til samans úr borgunum, til Gíbea, til að fara í stríð móti Ísraelsbörnum.15En niðjar Benjamíns, (sem) á þeim degi (komu) frá borgunum, töldust sex og tuttugu þúsundir manns, sem vopn báru, fyrir utan borgarmenn í Gíbea, sem vóru að tölu sjö hundruð, einvala hermenn.16Og á meðal þessa fólks vóru sjö hundruð útvaldra manna, sem örvhentir vóru, og gátu allir hæft eitt hár með slöngusteini, svo þeim brást það ekki.
17En menn af Ísrael (fyrir utan þá sem vóru af Benjamín) töldust fjögur hundruð þúsundir manns, sem báru vopn, og vóru allir færir til bardaga.18Þeir bjuggu sig þá út, og fóru upp til Betel (Guðs húss), og spurðu Guð (ráða) og sögðu: hvör skal vera vor fyrirliði, og hefja bardaga þenna móti niðjum Benjamíns? og Drottinn svaraði: Júda skal hann hefja.19Svo bjuggu Ísraelsbörn sig árla morguns, og settu sínar herbúðir gagnvart Gíbea.20Og hvör maður af Ísrael fór út að berjast móti Benjamín, og þeir fylktu liði sínu til orrustu móti Gíbea.21Þá fóru þeir Benjamínsniðjar út af Gíbea, og á þeim sama degi lögðu að velli af Ísrael, tuttugu og tvær þúsundir manna.22En Ísraelsmannafólk efldi sig (aftur) og þeir bjuggust enn til bardaga, á þeim sama stað, sem þeir höfðu fylkt sér hinn fyrra dag.23Og Ísraels börn fóru upp og grétu fyrir Drottni og sögðu: skulum vér framvegis halda áfram, að fara í orrustu móti niðjum Benjamíns bróður vors? og Drottinn svaraði: farið á móti þeim.24Og sem Ísraelsbörn drógu út á móti Benjamínsniðjum næsta dag, þá fóru og Benjaminítar út frá Gibea á móti þeim á sama degi,25og þeir lögðu enn þá að velli, átján þúsundir manna af Ísraelsbörnum, sem allir voru vopnfærir menn.26Eftir þetta fóru öll Ísraelsbörn upp og allt fólkið og komu til Betel (Guðs húss), grétu og vóru þar fyrir Drottins augliti, og föstuðu þann sama dag allt til kvölds, samt offruðu brennifórnum og þakkarfórnum fyrir Drottins augliti.27Þá aðspurðu Ísraels börn Drottin: því (sáttmálsörk Guðs var þar á þeim tíma:)28og Pineas, sonur Eleasars, sonar Arons, stóð fyrir hans augliti á þeim sama tíma; og hann sagði (undir Ísraels nafni): skal eg oftar fara til að berjast við þá Benjaminíta, sem eru börn bróður míns, eður skal eg hætta því? en Drottinn svaraði: farið, því á morgun vil eg gefa þá í þínar hendur.29En Ísraelsbörn settu launsátur allt í kringum Gíbea.30Svo tóku Ísraelsbörn sig upp, og fóru þriðja daginn móti Benjamínsniðjum, og bjuggust til bardaga móti Gíbea, eins og tvisvar (áður).31Þá fóru og Benjamínsniðjar út á móti fólkinu, og drógust (æði langt) frá borginni, því þeir tóku til að slá og drepa nokkra af fólkinu eins og áður tvisvar sinnum, úti á þjóðgötum, hvörra ein liggur til Betel, en önnur til Gíbea á mörkinni; og það voru um þrjátíu af Ísraelsmönnum (sem þeir felldu).32Þá sögðu Benjamínsniðjar (með sjálfum sér): þeir falla fyrir vorum augum, eins og áður fyrri. En Ísraelsbörn sögðu: látum oss flýja, svo vér getum teygt þá frá staðnum, út á þjóðgöturnar.33Síðan tók Ísraelsfólk sig upp, hvör frá sínum stað, og fylktu liði sínu í Baal-Tamar, en Ísraels launsátur kom fram af sínum stað, (auðum) velli hjá Gíbea *).34Og tíu þúsund menn, útvaldir af öllum Ísrael, komu rétt gagnvart Gíbea, og þar varð snarpur bardagi. En þeir (Benjaminítar) vissu ekki, að ógæfan vofði yfir þeim.35Þannig sló Drottinn Benjamín fyrir Ísraelsbörnum, svo Ísraelsbörn eyddu á þeim degi tuttugu og fimm þúsundum og hundrað manns af Benjamín, sem allir vóru vopnfærir.36Því þegar Benjamínsniðjar sáu fall sinna manna, þá gáfu Ísraelsmenn þeim rúm, því þeir treystu upp á það launsátur, er þeir höfðu sett hjá Gíbea.37En þeir sem í launsátrinu vóru, flýttu sér ogsvo, og yfirféllu Gíbea, og þegar þeir komu þar, slógu þeir allan þann stað með sverðseggjum.38En Ísraelsmenn höfðu ákveðið vissan tíma við þá sem í launsátrinu vóru, nefnilega: nær Ísraelsmenn sæju mikinn reyk stíga hátt upp af staðnum, þá skyldu þeir snúa sér í bardaganum (móti Benjaminítum út á mörkinni).39Þegar nú Benjaminítar höfðu tekið til að slá og særa Ísraelsmenn, og höfðu drepið nær þrjátíu af þeim, svo þeir hugsuðu þeir mundu liggja fallnir fyrir sér, sem í fyrri bardögunum;40þá rétt í því sama bili, tók reykjarstólpa að leggja upp af staðnum, og Benjaminítum varð litið til baka, og sjá! að reykinn og logann lagði í loft upp af öllum staðnum.41Þá sneru og Ísraelsmenn sér við (á móti þeim) og Benjaminítar urðu skelkaðir, því þeir sáu að sér var ógæfa búin.42Og þeir sneru sér undan Ísraelsmönnum, á veg þann sem veit til eyðimerkurinnar, en stríðsherinn sótti eftir þeim, og (þar á ofan) eyðilögðu þeir, sem í kringliggjandi borgum vóru, þá mitt á milli sín.43Svoleiðis umkringdu þeir þá Benjaminíta og ofsóttu þá, og hvar sem þeir vildu sér hvíld taka, létu þeir undirtroða þá, og það allt til Gíbea móti austri.44Og þar féllu af Benjamín átján þúsundir manna, sem allir vóru vopnfærir stríðsmenn.45Þá sneru þeir sér á flótta til eyðimerkur að Rimmonsbjargi; en (Ísraelsmenn) slógu hér og þar, á þjóðgötum niður af þeim fimm þúsundir manns, og veittu þeim eftirför allt til Gideom, og þeir slógu (enn nú) af þeim tvær þúsundir;46svo að allir þeir sem á þeim degi féllu af Benjaminítum voru tuttugu og fimm þúsundir, sem allt vóru vopnfærir og duglegir stríðsmenn.47Sex hundruð manns aðeins sneru við og flýðu undan til eyðimerkur til Rimmonsbjargs, og þar vóru þeir í fjóra mánuði.48Og Ísraelsmenn sneru til baka til Benjamínsniðja (er eftir vóru) og slógu þá með sverðseggjum, bæði fólkið í borgunum og fénaðinn, og allt sem þar inni fannst; og allar þær borgir, sem þar fundust, brenndu þeir í björtu báli.
Dómarabókin 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Dómarabókin 20. kafli
Stríð við Benjaminíta.
V. 2. Dóm. 8,10. V. 4. Dóm. 19,15. V. 6. Dóm. 19,29. Jós. 7,15. V. 7. Dóm. 19,30. V. 12. Dóm. 6,15. V. 13. Dóm. 19,22. Hós. 9,9. Skálka hebr. Belialsbörn. V. 16. Dóm. 3,15. V. 18. Dóm. 1,1.2. (V. 23. Fóru upp. nl. til Síló, því þar var þá örk Drottins). V. 26. Jós. 18,1. V. 28. Jós. 22,13. V. 29. Jós. 8,2. og s. frv. V. 31. Jós. 8,16. V. 33. Jós. 8,19. *) úr hellir hjá Gíbea. V. 40. Jós. 8,20. V. 47. Dóm. 21,13. V. 48. Jós. 8,24.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.