1Og allir Efraimítar þustu saman og fóru af stað norður eftir og sögðu til Jefta: hvar fyrir fórst þú að stríða við Ammonsbörn og kvaddir oss ekki þér til fylgdar? vér skulum brenna hús þitt og þig í (björtu) báli.2En Jefta sagði til þeirra: eg og mitt hús áttum í stórri þráttan við Ammonsbörn, og þegar eg leitaði liðs hjá yður, vilduð þér ekki frelsa mig af þeirra hendi.3Nú þegar eg sá, að þér vilduð ei hjálpa mér, setti eg líf mitt í hættu, og fór á móti Ammonsbörnum, og Drottinn gaf þá í mína hönd; hvörs vegna komið þér þá nú í dag upp til mín, til að berjast móti mér?4Og Jefta dró saman alla sína menn í Gíleað, og barðist við Efraimíta, og Gíleaðsmenn sigruðu Efraimíta, því þeir Efraimítar höfðu sagt: þér eruð stroknir frá Efraim. Gíleað er milli Efraim og Manasse(lands).5Og Gíleaðítar settust um alla ferjustaði á Jórdan fyrir Efraim, svo að ef nokkur þeirra af Efraim, sem undansluppu, sagði: eg vil komast yfirum, þá sögðu mennirnir af Gíleað til hans: ertú Efraimiti? ef hann þá svaraði: nei!6þá sögðu þeir til hans: lát sjá! segðu: shibbóleth; og ef hann sagði: Sibboleth, og gat svoleiðis ekki talað það rétt út, þá gripu þeir hann, og drápu hjá Jórdan ferjustöðum; svo þar féllu á sama tíma af Efraim, fjörutíu og tvær þúsundir.
7Jefta var dómari yfir Ísrael í sex ár; og Jefta af Gíleað andaðist, og var grafinn í (einum af) stöðunum í Gíleað.
8Eftir hann var Ebsan frá Betlehem dómari yfir Ísrael.9Hann átti þrjátíu sonu og þrjátíu dætur, sem hann gifti frá sér, og hann tók þrjátíu (tengda)dætur handa sonum sínum og var Ísraels dómari í sjö ár.10Hann deyði síðan, og var grafinn í Betlehem.
11Eftir hann var dómari yfir Ísrael Sebúlonítinn Elon, hvör eð dæmdi Ísrael í tíu ár;12síðan deyði hann, og var grafinn í Ajalón, í Sebúlonslandi.
13Eftir hann var dómari yfir Ísrael Abdon, einn Píreatoníti, son Hillels.14Hann átti fjörutíu sonu og þrjátíu sonasonu, sem riðu á sjötíu asnafolum, og hann var dómari yfir Ísrael í átta ár. Og (þessi) Abdon, sonur Hillels, Píreatonítinn deyði; og hann var grafinn í Píreaton í Efraimslandi, á fjalli Amalekítanna.
Dómarabókin 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Dómarabókin 12. kafli
Jefta sigrar Efraimíta. Dómararnir Ebsan, Elom og Abdon.
V. 1. Dóm. 8,1. 14,15. V. 5. Gíleaðítar, nl. sem lagst höfðu millum síns eigin lands og Efraím, hjá Jórdan, til að hindra, að þeir Efraímítar, sem yfirum höfðu farið móti þeim í Gíleaðslandi í Manassis ættkvísl, kæmust ei til baka yfirum Jórdan, til sinna heimkynna. V. 6. 2 Kóng. 10,7. Jer. 39,6. V. 14. Dóm. 10,4.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.