1þetta er bók Guðs boðorða, og það lögmál sem varir að eilífu. Allir þeir lifa sem það halda; en þeir deyja sem það yfirtroða.2Snú þér, Jakob, og meðtak það; gakk við birtuna í þess ljósi!3Gef engum öðrum þinn heiður, og engum framandi þjóðum þín gæði!4Sælir erum vér Ísraelsmenn, að oss er augljóst, hvað Guði vel þóknast.5Vertu hughraust, mitt fólk, leifar Ísraels!6Þér eruð seldir þjóðunum, en ei til tortíningar; af því Guð hefir reiðst yður, eruð þér framseldir yðar mótstöðu mönnum,7því þér hafið reitt yðar skapara til reiði, með því að færa fórnir vondum öndum, og ekki Guði.8Þér hafið gleymt þeim eilífa Guði, sem ól önn fyrir yður.9Því hún sá þá reiði Guðs, sem yfir yður mundi koma, og mælti: „Heyrið þér, sem búið í nánd við Síon, Guð hefir sent mér mikla hryggð,10því eg sá hertekningu minna sona og dætra, sem sá eilífi yfir þá leiddi;11Eg hefi uppalið þá með gleði, en eg lét þá frá mér með gráti og sorg.12Enginn hlakki yfir mér, ekkjunni, sem af flestöllum er yfirgefin, sem er sett í auðn, sökum synda minna barna.13Af því þau viku frá lögmáli Guðs, og þekktu ekki hans setninga, og gengu ekki á vegum hans boðorða, og fóru ekki götu menntunarinnar í hans réttlæti.14Komið hér, þér sem búið í nánd við Síon, og hugsið til minna sona og dætra hertekningar, er sá eilífi yfir þá leiddi!15Því hann hefir yfir þá leitt fólk úr fjarlægð, ósvífið, sem talar ókunna tungu, sem hvörki sýnir virðingu gamalmenninu, né miskunn barninu!16Það flutti burt uppáhald ekkjunnar, og svipti þá, sem var einmana, hennar dætrum.17En eg, hvörnig skyldi eg megna, að hjálpa yður?18Sá sem leiddi yfir yður þessa óhamingju, mun og frelsa yður af hendi yðar óvina.
19Farið börn, farið, því eg verð yfirgefin hér eftir.20Eg hefi afklæðst gleði klæðunum, og íklæðst sorgarbúningi grátbeiðninnar. Eg mun kalla til ens æðsta meðan mínir dagar endast.21Verið örugg, börn! kallið til Guðs, hann mun frelsa yður úr valdi, úr hendi óvinarins,22því eg vænti yðar frelsunar frá þeim eilífa, og mér hefir veist fögnuður af þeim heilaga, sakir þeirrar miskunnar, sem yður nú þegar mun veitast af þeim eilífa, yðar frelsara.23Með gráti og sorg lét eg yður frá mér; en Guð mun gefa mér yður aftur með eilífum fögnuði og unaðsemd.24Því eins og Síons nábúar hafa nú séð yðar hertekningu, svo munu þeir innan skamms horfa á hjálpina, frá yðar Guði, sem til yðar mun koma með mikilli dýrð og eilífum ljóma.25Börn, berið með þolinmæði reiðina, sem komin er frá Guði yfir yður! óvinurinn hefir ofsótt þig, en þú munt sjá hann fyrirfarast innan skamms, og stíga á hans háls.26Mín a) sællegu (börn) urðu að fara ógreiða vegu, voru burtrekin sem hjörð, rænd af óvinum.27Verið samt hughraust börn og kallið til Guðs! því yðar mun minnst verða af honum, sem leiddi þetta yfir yður.28Því eins og yðar sinni stefndi til óhollustu við Guð, svo snúið yður nú tífaldlega og leitið hans.29Því sá sem leiddi yfir yður ógæfuna, mun leiða yfir yður eilífan fögnuð með yðar frelsun“.
30Vertu hughraust, Jerúsalem! þig mun sá hugga, sem þér gaf nafn.31Aumir munu þeir verða, sem gjörðu þér illt og glöddust af þínu falli.32Aumar þær borgir, sem þín börn urðu að þjóna, aum sú, sem hélt þínum sonum herteknum.33Því eins og hún gladdist af þínu falli, fagnaði yfir því að þú steyptist, svo mun hún hryggjast af sinni eigin eyðileggingu.34Og eg mun svipta hana gleðinni yfir þeim mikla mannfjölda og snúa hennar yfirlæti í harmaklögun.35Því eldur mun yfir hana koma frá þeim eilífa, marga daga í senn; og í langan tíma munu vondir andar í henni búa.36Lít til austurs, Jerúsalem, og sjá þann fögnuð, sem til þín kemur frá Drottni!37Sjá! þínir synir koma sem þú frá þér lést; þeir koma samansafnaðir frá austri til vesturs, fyrir orð þess heilaga, glaðir af Guðs dýrð.
Barúksbók 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Barúksbók 4. kafli
Ísraels huggun.
V. 26. a. Af sællífi og eftirlæti, hörku- og táplaus.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.