1Eftir að þessi samningur var gjörður, fór Lysías aftur heim til kóngsins, og Gyðingar gættu sinnar akuryrkju.2En þó létu héraðanna landshöfðingjar þá ekki hafa ró né lifa í friði, nefnil: Tímóteus og Apolloníus sonur Genneus, sömuleiðis Hierónymus og Demofon, og enn nú þar að auki Nikanor lénsherra í Kopern.3En innbúarnir í Joppe aðhöfðust þetta skálkastrik. Þeir buðu þeim Gyðingum, sem meðal þeirra byggju, með þeirra konum og börnum að ganga út á þau smáskip sem þeir höfðu reiðubúin, eins og í vinsemi;4en eftir sameiginlegri ályktun staðarins, þegar hinir höfðu þáð þetta, því þeir vildu lifa í eindrægni við þá og grunaði ekkert, drekktu þeir þeim, þá þeir voru komnir frá landi, í djúpi (sjávarins), og þessir voru ei færri en 2 hundruð.5Þegar Júdas fékk nú að frétta þá grimmd, sem var í frammi höfð við hans landsmenn, sagði hann sínum mönnum frá;6og eftir að hann hafði ákallað Guð, þann réttláta dómara, réðist hann að morðingjum sinna bræðra og brenndi þeirra höfn á náttarþeli, og kveikti í þeirra skipum, og deyddi þá sem þangað höfðu flúið.7En af því staðurinn var illur aðgöngu, hvarf hann frá, til þess að koma aftur og eyðileggja algjörlega allt ríki þeirra í Joppe.
8Og sem hann frétti að þeir í Jamnia ætluðu sér að fara eins með þá Gyðinga, sem meðal þeirra bjuggu,9yfirféll hann Jamnítana á náttarþeli, og brenndi höfnina með skipaflotanum, svo glampinn af bálinu sást í Jerúsalem, í 2 hundruð og 80 skeiðrúma fjærlægð.10En er þeir voru þaðan komnir 9 skeiðrúm, og ætluðu móti Tímoteus, réðust arabiskir á hann, ekki færri en 5 þúsund manns og 5 hundruð af riddaraliði.11Þar varð snörp orrusta; en Júdasi og hans mönnum veitti betur, fyrir Guðs fulltingi, og þeir sigruðu hjarðmennina; þeir (Arabar) beiddu Júdas um frið, og lofuðu að gefa honum fénað, og að öðru leyti vera honum liðsinnandi.12Og Júdas, sem hélt, að þeir með mörgu móti gætu verið sér til liðs, gaf þeim grið, og eftir gjörðan samning fóru þeir til tjalda sinna.
13Líka réðist hann á borg, sem var varin með brúm og umgirt múrveggjum, hún hét Kaspis og bjuggu þar alls lags þjóðir.14En staðarmenn, sem reiddu sig á þá sterku múra og vista gnægðina, voru illa blekktir, því þeir dáruðu Júdas og hans menn, og ofan í kaupið atyrtu þá og svívirtu í tali sínu.15En Júdas og hans menn ákölluðu þann mikla heimsins Herra, sem án a) hrúta, stríðstóla, lét Jeríkó niðurhrynja á Jósúa dögum, og gjörðu snarpa árás á borgarvegginn.16Og þeir náðu borginni með Guðs vilja, og drápu mesta mannfjölda í henni, svo það sýndist sem það stöðuvatn, er þar var hjá, tvö skeiðrúm á breidd, væri orðið að blóði.
17Þaðan fóru þeir 750 skeiðrúm vegar, til Karaka, og komu til þeirra Gyðinga sem kallast Tubienar.18Því Tímóteus fundu þeir ekki í þessu héraði, sem héðan var farinn til erindislaus, en hafði eftirskilið setulið á vissum stað, sem var næsta öflugt.19En Dositeus og Sosipater, fyrirliðar hjá Makkabeus, fóru til og drápu alla sem Tímóteus hafði látið eftir vera í víginu, meir en 10 þúsundir manns.20Makkabeus skipaði eftir þetta liði sínu í flokka, og setti þessa menn fyrir flokkana, og fór á móti Tímóteus sem hafði hjá sér 120 þúsundir fótgönguliðs og 15 hundruð riddaraliðs.21Þegar Tímóteus frétti að Júdas kæmi, sendi hann konur og börn og annan farangur til Karmon, því þenna stað var erfitt að umsitja og illt að honum að komast, vegna þrengsla.22En strax sem Júdas fyrsti flokkur sást, kom ótti og skelfing yfir óvinina að tilhlutan hans, sem að öllu gáir, svo þeir snerust á flótta, sinn í hvörja áttina, og meiddu hvör annan og stungu í gegn með eigin sverðsoddum.23En Júdas sótti mjög fast eftir þeim, drap illvirkjana, og fyrirfór nálægt 30 þúsundum manns.24Tímóteus sjálfur komst á vald þeirra Dósíteus og Sósípaters, og bað með miklum undanbrögðum að láta sig halda lífi, því hann hefði á sínu valdi foreldra margra, og bræður annarra, og þessir mundu ei verða sparaðir, væri sér fyrirfarið.25Þegar hann nú með mörgum orðum kom þeim til að trúa því sem áskilið var, að hann léti þá koma til baka heila á hófi, slepptu þeir honum, sakir velferðar sinna bræðra.
26Hér eftir fór hann móti Karmon og Atergation og drap niður 25 þúsund manns.27Eftir að þessir voru sigraðir og að velli lagðir, fór Júdas og með herinn móti Efron, rambyggðum stað, hvar Lysias bjó og menn af alls lags þjóðum. En röskir ungir menn stóðu fyrir utan borgarvegginn og börðust karlmannlega, líka var þar mikill viðbúnaður, stríðstál og skotverkfæri.28En þeir ákölluðu Drottin, sem með sínum mætti gjörði að engu óvinanna styrkleika, og náðu borginni á sitt vald og drápu niður í strá 25 þúsundir manns.29Héðan fóru þeir, og réðust á Skytopolis, sem liggur 6 hundruð skeiðrúm frá Jerúsalem.30En þar eð þeir Gyðingar, sem þar bjuggu, vitnuðu, hvílíka velvild að Skytopolismenn auðsýndu sér, og hvörsu vinsamlega þeir hefðu breytt við sig á ógæfunnar tíð:31svo þokkuðu þeir þeim, og áminntu þá, að vera framvegis sinni þjóð góðviljaða, og komu svo til Jerúsalem, einmitt þegar komið var að vikuhátíðinni, (5 Msb. 16,10).
32Eftir þá svokölluðu hvítasunnuhátíð, réðust þeir á móti Gorgías, höfuðsmanni í Idúmeu;33en hann fór á móti þeim með 3 þúsund fótgönguliðs, og 3 hundruð riddaraliðs.34Og í bardaganum féllu fáir af Gyðingum.35Maður nokkur að nafni Dósiteus, einn af Bakenors mönnum, hraustur riddari, greip Gorgias og náði í hans kyrtil, og dró hann með sér, því hann var kraftamaður, og vildi taka lifandi þann bannsetta; en trakískur riddari réðist á hann og hjó af honum handlegginn, og Gorgias flúði til Marisa.36Þá þeir börðust enn lengur sem voru hjá Esdris, og urðu þreyttir, ákallaði Júdas Drottin, að hann vildi sýna sig sem liðsmann og fyrirliða í stríðinu.37(Og) byrjaði lofsálm með hárri rödd í feðranna máli, kallaði hátt, og steypti sér óforvarindis yfir Gorgia menn, og rak þá á flótta.
38Eftir það tók Júdas herinn og fór að borginni Odollam; og sem sjöundi dagurinn kom, helguðu þeir sig, sem siður er til, og héldu hvíldardaginn helgan.39Daginn eftir komu Júda menn til að flytja burt lík þeirra manna sem höfðu fallið, eins og nauðsyn krafði, og til að senda þau þeirra náungum, að þau yrðu jarðsett hjá þeirra feðrum,40þá fundu þeir hjá sérhvörjum enna deyddu, innan klæða helgan grip goðanna í Jamnia, sem lögmálið ann ei Gyðingum (að taka); og allir sáu berlega, að þeir, sökum þessa, höfðu fallið.41Allir vegsömuðu nú Drottin, þann réttláta dómara, sem opinberar það leynilega,42og snerust til bænar, og báðu um það, að sú drýgða synd mætti algjörlega fyrirgefin verða. En sá eðallyndi Júdas áminnti fólkið, að það héldi sér hreinu frá synd, þar eð það sæi bersýnilega, hvað við þá föllnu, sakir syndarinnar, var framkomið.43Eftir þetta lét hann þá skjóta saman 2 þúsund (drakma) mörkum silfurs, og sendi fé þetta til Jerúsalem, að þar yrði framborin syndafórn: og gjörði hann það mjög fallega og loflega, því hann mundi til upprisunnar,44því hefði hann ei búist við því að þeir föllnu mundu upprísa, svo hefði það verið óþarfi og heimska að biðja fyrir þeim föllnu.45Líka leit hann á það, að þeir sem sofna guðrækilega eiga sér geymda þá fegurstu (bestu) umbun: heilög og guðleg hugsan! og svo gjörði hann forlíkun fyrir þá dánu, að þeir leystust frá þeirra syndum.
Önnur Makkabeabók 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Önnur Makkabeabók 12. kafli
Nýr fjandskapur við Gyðinga.
V. 15. a. Verkfæri sem brúkast í stríði, til að brjóta borgarveggi. V. 7. a. Eiginl: laganna yfirtroðslumaður. b. Líkl: hann dó í fluginu, áður hann kom á jörð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.