1Eftir mjög stuttan tíma safnar Lysías, fóstri og frændi kóngsins, og ríkisins forstjóri, sem undi því illa er skeð var,2hartnær 80 þúsundum manns, og öllu riddaraliðinu, og fór á móti Gyðingum, og ætlaði sér að gjöra borgina að bústað griskra,3og láta musterið tolla sér eins og önnur musteri heiðingjanna, og selja árlega æðstaprestsembættið;4en honum kom ei til hugar veldi Guðs, heldur metnaðist af sínum 10 þúsundum fótgönguliðs og þúsundum riddaraliðs og 80 fílum.5En er hann var kominn inn í Júdaland og í nánd við Betsúru, sem var öflugt vígi og lá fimm skeiðrúm frá Jerúsalem, settist hann um það.6En er Makkabeus og hans menn fréttu að hann væri sestur um festinguna, báðu þeir Drottin, ásamt fólkinu, með harmakveini og tárum, að hann vildi senda Ísrael góðan engil til bjargar.7Makkabeus sjálfur herklæddist fyrstur, og eggjaði hina aðra að fara með sér út í háskann, og koma til liðs bræðrum þeirra.
8En er þeir voru komnir skammt frá Jerúsalem, birtist þeim riddari, sem fyrirliði, hvítklæddur, og veifaði hann gullvopnum.9Þá vegsömuðu þeir allir ásamt þann miskunnsama Guð og urðu svo öruggir, að þeir voru reiðubúnir, ei aðeins til að leggja menn í gegn, heldur og ólmustu dýr, og (brjótast inn um) járngirðingar.10Vopnaðir fóru þeir áfram með þeim himneska verndara, er Drottinn af náð sinni hafði sent.11Eins og ljón steyptu þeir sér yfir óvinina og felldu af þeim ellefu þúsundir fótgönguliðs, og sextán hundruð riddaraliðs, og alla ráku þeir á flótta.12Flestir af þeim sem undan komust voru sárir og vopnlausir, og Lysias sjálfur komst undan með háðuglegum flótta.13En þar eð hann var ekki óskynsamur maður, yfirvegaði hann með sjálfum sér þann fengna ósigur, og sá, að hebreskir mundu vera ósigranlegir undir vernd þess Almáttuga Guðs. Hann sendi því til þeirra sendiboða,14og tjáði þeim, að hann vildi semja við þá um allt sannsýnilegt, og þess vegna líka yfirtala kónginn, að hann hlyti að verða þeirra vinur.15Makkabeus samsinnti öllu er Lysias stakk uppá, þar eð hann sá sinn hag, því allt sem Makkabeus lagði skriflega fram fyrir Lysias, viðvíkjandi Gyðingum, það veitti kóngurinn.16Svona hljóðaði nefnil. það bréf sem Lysias skrifaði Gyðingum.
„Lysias heilsar Gyðingafólki!17Jóhannes og Absalon yðar sendiboðar, hafa eftir afhendingu þess undirskrifaða svars, beðið um það sem þar er minnst á.18Eg hefi tjáð kónginum það sem var þessháttar, að til hans hlaut að koma, og hann hefir veitt það sem gjörlegt var.19Ef þér nú framvegis verðið ríkisstjórninni hollir og trúir, svo vil eg líka hér eftir leitast við að stuðla til yðar heilla.20Viðvíkjandi nokkrum sérdeilislegum hlutum, hefi eg falið á hendur þessum mönnum og mínum (mönnum) við yður að tala. Verið þér sælir!21Á hundraðasta fertugasta og áttunda ári, 24ða dioskorint (mánaðar).“
22Bréf kóngsins var svolátandi:
„Antíokus konungur heilsar bróður sínum Lysias!23Það er vor ósk, allt í frá þeim tíma vor faðir fluttist til guðanna, að þegnar vors ríkis geti stundað sín efni í ró.24Þar eð vér nú höfum heyrt að Gyðingar vilji ei samþykkir verða þeirri umbreytingu til grískra siða, sem faðir vor hafði auga á, heldur taki sína eigin siði fram yfir, og biðji þess vegna að þeir megi halda sínum lögum,25og þar eð vér gjarnan viljum, að einnig þetta fólk sé óáreitt: þá er vor úrskurður sá, að musterið verði þeim aftur fengið og þeir lifi eftir háttum sinna forfeðra.26Þú gjörir nú vel ef þú sendir til þeirra, og semur frið við þá, svo þeir kannist við vora velvild, verði glatt í geði, og gangi svo með lyst að sínum störfum“.
27En konungsins bréf til fólksins var sem fylgir:
„konungur Antíokus sendir öldungum Gyðinga, og öðrum Gyðingum sína kveðju!28Ef yður vegnar vel, svo er það oss að óskum; vér erum og heilir heilsu.29Menelaus hefir tjáð oss, að þér óskið aftur að hverfa til yðar eigin nauðsynja.30Þeir sem nú heim fara allt til þess 30ta santikus (apríl?) skulu hafa áreiðanlegasta loforð,31að Gyðingar skuli sem áður hafa sína eigin fæðu og lög, og að engin af þeim skuli upp á nokkurn hátt gjalda drýgðra afbrota.32Eg sendi líka Menelaus sem skal gjöra yður þessa fullvissa.33Verið sælir! árið 148 þann 15da santíkusmánaðar“.
34Rómverjar sendu og bréf til þeirra svolátandi:
Kvintus Memmius, Titus Manlius, sendiherrar Rómverja, senda kveðju sína Gyðinga fólki!35Það sem Lysias konungs frændi hefir yður leyft, það samþykkjum vér og.36En það sem hann hefir ályktað að bera undir konunginn, þá yfirvegið það, og sendið sem skjótast einhvörn, að vér getum það framborið, sem oss sæmir; því vér förum nú til Antíokíu.37Hraðið yður því og sendið einhvörja, svo vér líka vitum yðar meiningu.38Lifið sælir! árið 148 þann 15 sant.“
Önnur Makkabeabók 11. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Önnur Makkabeabók 11. kafli
Gyðingar sigrast á Lysías og fá frið.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.