1Jóhannes fór nú frá Gasara og kunngjörði Símon föður sínum hvað Kendebeus hafði aðhafst.2Þá kallaði Símon á tvo elstu sonu sína, Júdas og Jóhannes, og sagði við þá: eg, og bræður mínir og ætt föður míns höfum barist við Ísraels óvini, frá æskuskeiði, og allt til þessa dags, og það hefir auðnast fyrir vora hönd, að frelsa Ísrael oftar enn einu sinni.3En nú em eg orðinn aldraður, en þið eruð, fyrir Guðs náð, orðnir fullþroska að aldri; gangið nú í minn stað, og bróður míns, og takið ykkur til, og berjist fyrir þjóð vora, en hjálp af himnum veri með yður!4Síðan valdi hann úr landinu tuttugu þúsundir hermanna og riddara, fóru þeir móti Kendebeusi, og höfðu náttstað í Módin.5En um morguninn tóku þeir sig upp og fóru á sléttlendið, og sjá! þá kom mikið fótgöngulið móti þeim, og riddarar, en vatnsfall var mitt á milli þeirra.
6Þar setti hann (Jóhannes) og lið hans herbúðir gegnt þeim; sá hann að fólkið var ragt að fara yfir um vatnsfallið, fór hann því fyrstur yfir um, en er stríðsmennirnir sáu til hans, fóru þeir yfir um á eftir honum.7Hann skipti liðinu, og lét riddarana vera milli fótgönguliðsins, en riddaralið óvinanna var afar mikið.8Þeir blésu þá í ena helgu lúðra, lagði Kendebeus á flótta, og lið hans, og féllu margir af þeim særðir, en þeir sem afkomust flúðu inn í vígið.9Þá var Júdas, bróðir Jóhannesar, særður, en Jóhannes rak flóttann, þangað til hann kom að Kedron er hann hafði byggt.10Og þeir flýðu í turnana sem vóru á Asdods ökrum, en hann (Jóhannes) brenndi borgina í eldi, og féllu af þeim við tvö þúsund manns, síðan fór hann aftur heim í Júdeuland með friði.
11Tólómeus Abúbsson hafði verið settur höfuðsmaður yfir Jerikósvöllu, hann var auðugur af silfri og gulli,12því hann var tengdasonur æðsta prestsins.13Hann ofmetnaðist í hjarta, og vildi leggja landið undir sig, og bruggaði svik gegn Símoni og sonum hans, til að drepa þá.14En Símon fór um borgirnar í landinu, og ól jafnan önn fyrir þeim; kom hann til Jeríkó, og Mattatías og Júdas synir árið 177 í ellefta mánuðinum, það er mánuðurinn sabat.15Abúbsson tók á móti þeim í litla kastalann sem kallaður er Dók, er hann hafði byggt; vóru svik í tafli; hann hélt þeim stóra drykkjuveislu, en hafði falið þar (stríðs)menn.16Þegar Símon og synir hans vóru orðnir drukknir, reis Tólómeus upp og menn hans, tóku vopn sín, og óðu að Símoni inn í drykkju stofuna, drápu hann og báða syni hans, og nokkra af þjónum hans.17Sýndi hann mikinn ódrengskap, og endurgalt gott með illu.18Tólómeus skrifaði þetta, og sendi til kóngsins, bað hann um hjálpar lið, og að láta sig fá land þeirra og borgir.19Aðra menn sendi hann til Gasara, til að drepa Jóhannes, og skrifaði þúsundshöfðingjunum til, að þeir kæmi til sín, skyldi hann gefa þeim silfur og gull og gjafir.20Og aðra menn sendi hann til að taka Jerúsalem og musterisfjallið.21Þá hljóp einhvör á undan til Gasara, og sagði Jóhannesi frá að faðir hans væri veginn og bræður hans; og hann hefir einnig sent til að drepa þig.22Þegar hann heyrði það, skelfdist hann mjög; og hann lét handtaka mennina, sem ætluðu að myrða hann, og drepa þá, því hann vissi, að þeir sátu um líf hans.
23Hin önnur saga um Jóhannes, og orrustur hans, og afreksverk sem hann vann, og víggirðingabyggingar hans, og athafnir,24sjá, þetta er skráð í árbókinni um hans æðstaprestsskap, frá því hann varð æðsti prestur eftir föður sinn.
Fyrsta Makkabeabók 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Fyrsta Makkabeabók 16. kafli
Júdas og Jóhannes Símonarsynir berjast við Kendebeus; Símon og synir hans Mattatías og Júdas vegnir.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.