1Það bar til, eftir að Alexander a) Philippusson frá Makedoníu, var farinn frá Kittealandi, hafði unnið orrustur (margar) og sigrað Daríus b), Persa- og Medakonung, þá gjörðist hann konungur í hans stað, en hafði áður verið kóngur (aðeins) yfir Grikklandi.2Hann háði margar orrustur, tók margar víggirtar borgir, og slátraði konungum jarðarinnar.3Hann óð yfir, allt að jarðarinnar endimörkum, og tók herfang af mörgum þjóðum, og enginn þorði að anda móti honum; þá stærði hann sig, og hjarta hans ofmetnaðist.4Hann safnaði óvígum her, og drottnaði yfir löndum og þjóðum og konungum, og þeir urðu honum skattgildir.5Og eftir þetta lagðist hann veikur í rúmið, og fann, að hann mundi deyja.6Þá kallaði hann á gæðinga sína, sem vóru fóstbræður hans frá barnæsku, og skipti ríkinu á milli þeirra í lifanda lífi.
7Alexander ríkti í 12 ár, og dó síðan.8En þjónar hans drottnuðu, hvör í sínu héraði.9Allir tóku þeir kóngstign eftir dauða hans, og niðjar þeirra eftir þá í mörg ár, og þeir unnu mikið illt á jörðunni.10Af þeim kom illmennið Antíokus hinn göfgi (Epífanes), sonur Antíokusar konungs, sem verið hafði gísli í Rómaborg; hann varð kóngur á 137da ári Grikkjaríkis.11Um þessar mundir tóku sig til (ýmsir) óráðvandir Ísraelsmenn, töldu um fyrir mörgum, og sögðu: vér skulum fara og gjöra sáttmála við heiðingjana, sem búa í kringum oss, því síðan vér slitum félag við þá, hefir margt illt drifið á dagana.12Þetta tal geðjaðist þeim vel,13og sumir af fólkinu vóru svo fúsir til þessa, að þeir fóru til kóngsins, og gaf hann þeim leyfi til að taka upp heiðingjasiðu.14Þá byggðu þeir leikskála í Jerúsalem, að heiðingjasið.15Þeir hirtu ekki um umskurnina, og féllu frá þeim heilaga sáttmála, lögðu lag sitt við heiðingja, og voru ofurseldir illri breytni.
16Þegar ríki Antíokusar var orðið staðfast, ásetti hann sér að verða kóngur í Egyptalandi, svo hann gæti drottnað yfir báðum ríkjunum.17Hann fór því til Egyptalands með mikinn her, vagna, fíla, riddara og mikinn skipastól,18lagði hann til orrustu við Tólómeus a) Egyptalandskonung, en Tólómeus varð hræddur fyrir honum og flýði; féllu þar margir særðir.19Þeir tóku víggirtar borgir í Egyptalandi, og hann rænti Egyptaland herfangi.20Síðan sneri Antíokus til baka, eftir hann hafði unnið Egyptaland, á 143 ári, og fór á móti Ísrael og til Jerúsalem með voldugan her,21gekk hann drembilega inn í helgidóminn, tók gullaltarið, ljósahjálminn og öll hans áhöld,22skoðunarbrauðaborðið, dreypifórnarbollana, skálarnar og gullskeiðarnar, fortjaldið og kransana og gullbúnaðinn í musterinu, og ruplaði öllu.23Hann tók líka silfur og gull og dýrmæta gripi; einnin tók hann fólgna fjársjóðu sem hann fann.24Og sem hann hafði tekið allt þetta, fór hann heim í sitt land, framdi morð, og var mjög drambsamur í tali.25Þá var mikil hryggð yfir Ísrael, allstaðar hvar þeir voru.26Þá andvörpuðu höfðingjarnir og hinir öldruðu, meyjar og yngismenn sýktust, og fríðleiki konanna umbreyttist.27Sérhvör brúðgumi hóf upp sorgargrát, og sú sem sat í brúðarsalnum var hrygg.28Landið skalf yfir þeim sem í því bjuggu, og öll Jakobsætt var íklædd smán.29Að liðnum tveimur árum sendi kóngurinn gjaldkera sinn til Júdeuborga, hann kom til Jerúsalem með voldugan her,30talaði hann friðsamlega við þá (borgarmenn), en þar bjuggu svik undir, þeir trúðu honum, en hann réðist á borgina voveiflega, gjörði henni stórtjón, og afmáði fjölda fólks af Ísrael.31Hann rænti staðinn, lagði eld í hann, reif niður húsin í honum og girðingarnar kringum hann.32Þeir hertóku konur og börn, og slógu eign sinni yfir fénaðinn;33byggðu stóra og sterka girðing í kringum Davíðsborg, og rambyggilega turna, og höfðu hana fyrir vígi.34Þangað settu þeir synduga þjóð, óráðvanda menn, og réðu öllu í henni (borginni).35Þangað létu þeir vopn og vistir, söfnuðu saman herfanginu í Jerúsalem og lögðu það þar og gjörðu mikið illt af sér.36Þetta varð helgidóminum að umsátri, og Ísraelsmönnum illur fjandi ævinlega.37Þeir úthelltu saklausu blóði umhverfis helgidóminn, og saurguðu helgidóminn.38Jerúsalemsinnbúar flýðu sökum þeirra, og hún (Jerúsalem) varð bústaður útlendinga, hún varð framandi fyrir afkvæmum sínum, og börn hennar urðu að yfirgefa hana.39Helgidómur hennar varð gjörsamlega í eyði, hátíðir hennar breyttust í sorg, helgidagar hennar urðu brigslisefni, og heiður hennar að vanheiðri.40Eins og hún hafði áður verið dýrðleg, eins margfaldaðist vanvirða hennar, og upphefð hennar breyttist í sorg.
41Antíokus kóngur skipaði bréflega um allt sitt ríki, að allir skyldu vera ein þjóð,42og að sérhvör skyldi hafna sínum lagareglum, og allar þjóðir tóku því vel eftir boði kóngsins.43Mörgum af Ísraelsmönnum geðjaðist vel hans goðadýrkun, þeir færðu goðum fórnir, og vanhelguðu hvíldardaginn.44Kóngurinn sendi líka sendimenn með bréf til Jerúsalem og Júdeuborga, (og bauð) að haga sér eftir lagareglum þeirra útlendu (sem vóru) í landinu;45og bægja brennifórnum, sláturfórnum og dreypifórnum úr helgidóminum, og vanhelga hvíldardaga og hátíðir,46og saurga helgidóminn og þá heilögu,47að byggja ölturu, offurlunda og goðahof, offra svínakjöti og óhreinum dýrum,48og að láta börn þeirra vera óumskorin, svo þeir gjörðu sálir sínar viðbjóðslegar með alls konar óhreinleik og saurgun,49til að gleyma lögmálinu og umhverfa öllum réttindum.50Og hvör sem ekki hlýddi boði kóngsins, skyldi vera dræpur.51Samkvæmt öllu þessu skrifaði hann um allt ríki sitt, og setti umsjónarmenn yfir allan lýðinn, og skipaði Júdeuborgainnbúum að offra í sérhvörri borg.52Margir af lýðnum þyrptust til þeirra, sérhvör sem hafnaði lögmálinu, og aðhöfðust illt í landinu.53Þeir neyddu Ísraelsmenn til að fela sig, hvar sem þeir gátu leitað hælis.54Á fimmtánda degi í mánuðinum kaselev á 145ta ári, reistu þeir viðurstyggð eyðileggingarinnar á altarinu, (Dan. 11,31), og í Júdeuborgum allt um kring byggðu þeir ölturu,55og offruðu reykelsi fyrir hússdyrum og á strætunum,56og lögmálsbækurnar sem þeir fundu, rifu þeir sundur og brenndu í eldi,57og hvar sem sáttmálsörkin fannst hjá einhvörjum, og ef einhvör hafði mætur á lögmálinu, þá gekk dauðadómur konungsins yfir hann,58þvílíkt ofbeldi sýndu þeir Ísraelsmönnum, sem fundnir urðu á sérhvörjum tunglkomudegi í borgunum.59Á tuttugasta og fimmta degi mánaðarins offruðu þeir á altarinu, sem þeir höfðu reist uppi á brennifórnaraltarinu.60Konurnar, sem umskorið höfðu börn sín, myrtu þeir, eins og skipað var.61Þeir hengdu ungbörnin upp á hálsunum, ræntu hús þeirra, og drápu þá sem höfðu umskorið þau.62En margir af Ísraelsmönnum voru stöðugir, og höfðu einsett sér að borða ekki óhreina fæðu,63og kusu að deyja, svo þeir saurguðust ekki á mat, né vanhelguðu hinn heilaga sáttmála, og þeir létu lífið.64Og reiði lá yfrið þungt á Ísraelsmönnum.
Fyrsta Makkabeabók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:51+00:00
Fyrsta Makkabeabók 1. kafli
Ríkisstjórn og dauði Alexanders mikla. Stjórnarbyrjun Antíokuss göfga, herför hans til Egyptalands, og harðýðgi við Gyðinga.
V. 1. a. Alexander mikli. b. Darius Kodomannus. V. 18. a. Tólómeus Filometor.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.