1Eg vil vegsama þig Drottinn, (þig) konungur, og lofa þig, Guð, minn frelsari!2Eg vegsama þitt nafn, því þú varst mín vernd og hjálp.3Þú frelsaðir minn líkama frá óförum, úr snörum rægjandi tungu, frá lygara vörum, og gegn mínum mótstöðumönnum varstu mér hjálp.4Þú hefir frelsað mig eftir þinni mikilli miskunnsemi, og eftir þínu nafni, frá grenji þeirra, sem voru reiðubúnir að rífa mig í sig;5úr þeirra hendi, sem sátu um mitt líf; úr þeim mörgu þrengingum sem eg hefi þolað;6úr þeim kæfandi eldsbruna allt um kring, mitt úr eldinum, að eg ekki brynni í honum, úr þeim víða svelgi undirheima;7frá hroðatungu og lygatali, frá rógburði við konung af tungu hins vonda.8Mín sál nálgaðist dauðann, og mitt líf var í nánd við undirheima.9Þeir umkringdu mig á allar hliðar og enginn maður hjálpaði mér;10eg litaðist um eftir hjálp hjá mönnum, og fann enga.11Þá hugsaði eg, Drottinn! til þinnar miskunnar, og framkvæmdarsemi frá eilífð,12hvörsu þú frelsar þá sem þín bíða, og bjargar þeim úr hendi þjóðanna.13Og eg hóf upp frá jörðu mína grátbeiðni, og bað um lausn frá dauðanum.14Eg kallaði til Drottins a), Föðurs, míns Herra, að hann yfirgæfi mig ekki á neyðarinnar dögum, á þeim hentuga tíma, fyrir oflætismennina, þá engin hjálp fæst.15Eg vil lofa þitt nafn án afláts, og syngja þér þakkarljóð, því mín bæn var heyrð.16Því þú hefir bjargað mér frá glötuninni, og hrifið mig frá þeirri vondu tíð.17Því þakka eg og syng þér lof, og vegsama Drottins nafn.
18Þá eg var nú enn nú ungur, fyrr en eg varð afvegaleiddur, leitaði eg spekinnar augljóslega í minni bæn.19Frammi fyrir musterinu bað eg um hana, og allt til míns endadægurs vil eg hennar leita. b)20(Eins og af blómstri þess þroskaða vínbers), gladdist mitt hjarta af henni.21Minn fótur fór beina leið, frá æsku elti eg hennar spor.22Eg hneigði dálítið að henni mitt eyra, og meðtók (hana). Og fann mikla uppfræðingu fyrir mig.23Eg tók framförum í henni. Þeim, sem gaf mér speki, vil eg gefa dýrð!
24Eg hugsaði mér að iðka hana, og ástundaði hið góða, og eg mun ekki til skammar verða.25Mín sála neytti orku sökum hennar, og í því hún ærði upp í mér sult, rannsakaði eg grandgæfilega!26Eg útbreiddi mínar hendur í hæðina,27og syrgði það, að eg þekkti hana ekki.28Eg stefndi minni sál til hennar, og fékk a) elsku til hennar frá upphafi, og fann hana af (minni) einlægni, og því mun eg ei yfirgefinn verða.29Eg hafði innilega löngun að leita hennar, því fékk eg dýran fésjóð.30Drottinn gaf mér í umbun tungu (málsnilld), með henni vil eg hann lofa.
31Komið til mín, þér sem hafið verið menntaðir, staðnæmist í menntunarinnar húsi.32Því viljið þér án þessa vera, þegar yðar sálir þyrstir svo ákaflega?33Eg hefi upplokið mínum munni og talað: kaupið handa yður án peninga!34Leggið yðar háls undir okið, og yðar sálir þiggi uppfræðingu: hana er að fá í nánd.35Sjáið með yðar augum, að eg hefi lítið erfiði haft, og fundið mikla hvíld.36Aflið menntunar sem mikils silfurs, og útvegið yður yfirgnæfanlegt gull með henni!37Yðar sálir gleðji sig af Guðs miskunnsemi, og skammist yðar ei fyrir hans lof.38Minnið yðar verk fyrir (umbunar)tímann, svo mun hann gefa yður laun á sínum tíma.
Síraksbók 51. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Síraksbók 51. kafli
Þakklætisbæn, upphvatning til vísdóms ástundunar.
V. 14. a. Aðr: míns föðurs og herra. V. 20. b. Aðr: frá blómstrinu til þess þroskaða vínbers, etc. V. 28. a. Eiginl. hjarta.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.