1Látum oss nú vegsama fræga menn og forfeður vors kyns.2Margt dýrðlegt hefir Drottinn skapað, (sýnt) mikilleik sinn frá eilífð.3Þeir drottnuðu í sínum kóngsríkjum, voru nafnkenndir menn, fyrir veldi; þeir ráðslöguðu með hyggindum og kunngjörðu með spádómum (það sem hulið var).4Leiðtogar fólksins fyrir ráðleggingar og með því að útleggja fólksins ritningar; þeirra uppfræðing innihélt hyggilega lærdóma.5Þeir upphugsuðu söng lög og ortu ljóð skriflega.6Voru auðmenn gæddir miklu veldi, lifðu friðsamlega, í sínum bústöðum.7Allir voru þeir vegsamaðir meðal sinna ættmanna, og nafnfrægir urðu þeir meðan þeir lifðu.8Nokkrir af þeim eftirlétu sér nafn, svo menn kunngjöri þeirra lof.9Aðrir eru þeir, hvörra endurminning ekki framar er til, sem liðnir eru undir lok, eins og þeir hefðu ei til verið, sem lifðu, eins og þeir hefðu ekki fæðst, og þeirra börn eftir þá.10En hinir voru náðarinnar menn, hvörra dyggðir ei munu gleymast.11Hjá þeirra niðjum varðveitist góð erfð, þeirra eftirkomendur eru í sáttmálanum. Þeirra ætt stóð og þeirra afkvæmi, fyrir þá. Mun þeirra ætt að eilífu viðvara,12og þeirra orðrómur ei dvína.13Þeirra líkami var jarðaður í friði, og þeirra nafn lifir allt til (hinna ókomnu) ættliða.14Lýðirnir hrósa þeirra vísdómi,15og söfnuðurinn kunngjörir þeirra lof.
16Enok geðjaðist Drottni vel og var burt numinn, iðrunarfyrirmynd fyrir öldina.
17Nói var réttlátur og guðrækinn fundinn, á reiðinnar tíma varð hann forlíkunarmeðal.18Því varð hann jörðunni leifar, þá vatnsflóðið kom.19Eilífur sáttmáli var við hann gjörður, að ei framar skyldi allt hold afmáð verða af vatnsflóði.
20Abraham er sá mikli faðir margra þjóða, og hans líki að vegsemd er ei fundinn.21Hann hélt lögmál ens æðsta og stóð í sáttmála við hann. Hann staðfesti sáttmálann á sínu holdi, og var í prófinu trúr fundinn.22Því hét (Guð) honum með eiði að þjóðirnar skyldu fyrir hans sæði blessun hljóta, að margfalda hann sem duft jarðar,23og að hefja hans ætt sem stjörnur himins, og að gefa henni landið til eignar frá hafi til hafs, og frá ánni (Frat) allt til þess ysta enda.24Og í (við) Ísak staðfesti hann sömuleiðis sakir föður hans Abrahams, blessun allra manna og sáttmálann.25Og hann hvíldi yfir Jakobs höfði.26Hann kannaðist við hann í sinni blessan og gaf honum erfð, og aðgreindi hans parta, og skipti milli tólf ættkvísla.27Og hann lét af honum koma miskunnarmann nokkurn, sem fann náð í alls holds augum,
Síraksbók 44. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:46+00:00
Síraksbók 44. kafli
Hrós forfeðranna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.