1Sá fávísi maður elur hjá sér fánýta og svikula von, og draumar gjöra heimskingja fleyga.2Hvör sem gefur gaum draumum, hann er eins og sá sem vill grípa skugga og höndla vindinn.3Sjón drauma er þetta andspænis þessu, (eitt andspænis öðru), gagnvart andlitinu er mynd andlitisins (í spegli).4Getur úr óhreinu nokkuð hreint orðið, og getur úr lyginni nokkuð satt orðið?5Spásagnir og útleggingar fuglaflugs og draumar eru hégómi og hjartað engist (af þeim), eins og sú jóðsjúka.6Gef þeim engan gaum, nema svo sé, að sá æðsti sendi þá til refsingar.7Margir verða af draumum sviknir, og þeir urðu tældir, af því þeir reiddu sig á þá.8Án lyga verður lögmálið uppfyllt, og viskan er fullkomnun áreiðanlegum munni.
9Uppfræddur maður skilur margt, og reyndur maður veit að tala með viti.10Sá veit lítið, sem ekki er prófaður;11en sá sem víða hefur farið, hann er fjölhæfur.12Margt sá eg á mínu flakki, og mín þekking er meiri en mín orð.13Oft komst eg í dauðans hættu, og frelsaðist einmitt sökum þess.14Þeir halda lífi, sem óttast Drottin,15því þeir vona á þann, sem þá frelsar.16Hvör sem óttast Drottin, þarf ekki að hræðast né huglaus að verða; því Hann er hans von.17Sæl er sál þess (manns), sem óttast Drottin.18Hvörjum treystir hann, og hvör er hans stoð?19Augu Drottins horfa á þá sem hann elska. Hann er öflug stoð, og sterk stoð, vörn við glóð og miðdegishita, hlíf við hrösun og hjálp við byltu.20Hann hressir hugann og upplýsir augun; hann gefur heilbrigði, líf og blessan.
21Hvör sem offrar rangfengnu fé, þess gáfa er gysleg;22en gys hinna guðlausu útvegar ekki velþóknan.23Sá æðsti hefir enga velþóknan á gáfum þeirra guðlausu, og hann fyrirgefur ekki syndir vegna mikilla fórna.24Hvör sem framber fórn af eigum hinna fátæku er, eins og sá, sem slátrar syninum í augsýn föðursins.25Brauð hinna nauðstöddu er líf hinna fátæku; hvör sem því rænir er manndrápari.26Sá deyðir náungann sem sviptir hann lífs uppheldi;27og sá úthellir blóði sem geldur ei daglaunamanninum hans laun.
28Einn byggir, annar rífur niður, hvað hafa þeir fyrir, nema erfiðið.29Einn blessar, annar fordæmir: hvörs raust mun Drottinn heyra?30Hvör sem þvær sér, eftir að hann hefir snortið dauðann (mann) og snertir hann svo aftur: Hvað hefir hann áunnið með sínum þvotti?31Eins er sá maður sem fastar, sökum sinna synda, fer síðan og aðhefst (gjörir) hið sama. Hvör mun heyra hans bæn og hvað hefir hann áunnið með því að auðmýkja sig?
Síraksbók 34. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 34. kafli
Efnið sem fyrri.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.