1Sá sem óttast Drottin, ratar ekki í neitt illt; heldur verður hann aftur frelsaður þá hann freistast.2Vitur maður hatar ekki lögmálið; en hræsnarinn er sem skip í stormi.3Hygginn maður trúir lögmálinu, og lögmálið er honum áreiðanlegt eins og (urim og tumim) sannleikans úrskurður.4Undirbú talið, lát þig svo heyra; safna þér fróðleik, svara síðan.5Hið innra hjá dáranum er sem vagnhjól, og hans hugsanir eins og ás sem snýst.6Eins og flóðhestur, svo er hæðnisfullur vinur: hann hneggjar undir hvörjum sem á honum situr.
7Hvar fyrir hefur einn dagur yfirburði yfir annan, þegar þó ljós sérhvörs dags í árinu kemur frá sólinni?8Vísdómur Drottins hefir þá aðgreint og hann niðurskipaði margslags tímum og hátíðum.9Nokkra hóf hann og helgaði, og öðrum bætti hann við dagatöluna.10Allir menn eru líka af jörðu, og Adam var skapaður af jörðu.11En eftir fyllingu síns vísdóms aðgreindi hann þá, og niður skipaði þeirra kjörum margvíslega.12Suma blessaði hann og upphóf, og nokkra helgaði hann, og tók í nánd við sig. Öðrum bölvaði hann og niðurlægði og steypti þeim frá þeirra stað.13Eins og leir í leirsmiðsins hendi, og allir hans vegir eftir hans velþóknan;14svoleiðis eru mennirnir í hendi þess sem þá gjörði, hann útbýtir þeim eftir sínum dómi.15Það vonda er gagnvart enu góða, dauðinn gagnvart lífinu, svoleiðis eru þeir guðræknu gagnvart syndurunum.16Og álít þú þannig öll verk ens æðsta; hvörjir tveir hlutir, einn á móti öðrum.
17Eg vaknaði seinastur, eins og sá sem samanles (vínber) eftir vínyrkjumenn, komst eg fyrir herrans blessan á undan öðrum, og fyllti sem vínyrkjumaður vínpressuna.18Sjáið! að eg hefi ekki unnið fyrir mig einan, heldur fyrir alla þá sem uppfræðingar leita.19Heyrið mig, yfirmenn fólksins, og takið eftir, forstöðumenn safnaðarins.20Gef hvörki syni, né konu, hvorki bróður né vin, vald yfir þér meðan þú lifir, og gef engum öðrum þitt góss, svo þig iðri það ekki seinna, og þú verðir að beiðast þess aftur.21Meðan þú lifir og andar, svo sel þig engum manni.22Því það er betra að þín börn biðji þig, heldur en að þú mænir upp á hendur sona þinna.23Í öllum þínum efnum þá vertu sjálfráður, lát ekki skugga koma á þína sæmd.24Á enda þinna lífdaga, og á dauðastundunni skaltu skipta þínum eigum.
25Fóður og prik og byrði tilheyrir asnanum, brauð og agi og erfiði þrælnum.26Haltu þrælnum til vinnu, svo hefir þú ró; látir þú hann hafa fríar hendur, svo leitar hann frelsis.27Ok og bönd belgja hálsinn; illvirkur húskarl á að hafa refsing og pyntingar.28Legg á hann erfiði, svo hann gangi ekki iðjulaus;29því iðjuleysi kennir margt illt.30Set hann í vinnu, eins og honum sæmir; og gegni hann ekki, þá gjörðu þyngri hans fjötra. Vertu samt ekki offrekur við nokkuð hold, og gjör ekkert án greindar (dóms).31Hafir þú þræl, þá sé hann (þér) sem þú sjálfur, því þú hefir hans með blóði aflað (í stríði). Hafir þú þræl, þá far með hann sem með sjálfan þig, því þú munt þurfa hans við, sem þinnar eigin sálar;32farir þú illa með hann, tekur hann sig til og strýkur. Hvar ætlar þú að leita hans?
Síraksbók 33. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 33. kafli
Ýmisleg sannmæli.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.