1Með þremur hlutum prýddi eg mig, og geng í skarti fram fyrir Drottin og menn.2Eindrægni meðal bræðra, vinskap milli náunga, og milli manns og konu, sem vel kemur saman.3En þrjár tegundir hatar mín sál, og eg hefi mikla andstyggð á þeirra lífi.4Fátækling dramblátan, og ríkan mann lyginn, og gamlan mann heimskan, sem tekur framhjá.5Hafir þú engu safnað í æskunni, hvörnig viltu þá í ellinni nokkuð finna?6Hvörsu vel sæmir þeim gráu hárum að vita úrskurð og þeim gömlu að vita ráð!7Hvörsu fögur er viskan hjá þeim gömlu og yfirvegun og ráðdeild hjá göfugum mönnum!8Kóróna hinna gömlu er mikil reynsla, og ótti Drottins þeirra hrós.
9Níu hugsanir prísa eg í hjartanu sælar, og þá tíundu vil eg með minni tungu vegsama.10Þann mann sem hefir gleði af sínum börnum; þann sem lifir og sér fall síns óvinar.11Sæll er sá sem lifir með skynsamri konu; og sá sem ei yfirsést með tungunni; og sá sem ei þjónar óverðugum.12Sæll er sá sem hefir fundið hyggindi og kunngjörir þau athyglisömum eyrum.13Hvörsu mikill er hvör sá sem viskuna finnur!14en hann er samt ekki meiri en sá sem óttast Drottin.15Ótti Drottins yfirgnæfir allt.16Við hvað má þeim jafna sem hefur hann?17Öll slög (má þola), aðeins ekki hjartans slag;18alla vonsku, aðeins ei konu vonsku;19alla refsing, aðeins ekki hatursmanna;20og alla hefnd, aðeins ekki óvina hefnd!21Ekkert eitur er verra en höggormseitur, og engin reiði yfirgengur fjandmannsins reiði.22Eg vildi heldur búa meðal ljóna og dreka heldur en hjá vondri konu.23Vonska konunnar aflagar hennar útlit, og formyrkvar hennar ásýnd sem hærusekkur.24Hennar maður situr til borðs í sinna vina hring, og heyri hann (hennar getið), stynur hann sáran.25Öll vonska er lítil hjá konunnar vonsku. Hlutfall syndarans hitti hana!26Kífin kona er hóglyndum manni, það sem sendin gata er gamalmenni.27Lát ekki konu fríðleik lokka þig, og haf ekki girnd til nokkurar konu.28Reiði, óskammfeilni og mikil skömm, (flýtur af því),29þegar konan færir sínum manni auðlegð.30Sorgfullt hjarta, hryggt andlit og sinnis kvöl, er vond kona.31Linar hendur, magnlaus kné (er) sú, sem ei gjörir mann sinn sælan.32Af konunni eru syndarinnar upptök, og sökum hennar deyjum vér allir.33Leyf vatninu enga (gegnum)rás, og vondri konu ekkert vald.34Láti hún þína hönd ekki leiða sig, svo skil hana við þitt hold.
Síraksbók 25. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 25. kafli
Ýmisleg sannmæli og lífsreglur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.