1Hafir þú syndgað, barn, þá haltu ei áfram, og bið (fyrirgefningar) á því fyrra.2Flý syndina sem höggorm, því komir þú henni nærri, svo stingur hún þig.3Hennar tennur eru ljónstennur, og svipta manninn lífi.4Sérhvör rangindi eru sem tvíeggjað sverð; engin lækning er við þess sárum.5Ofbeldi og guðleysi eyðileggur auð; svo verður hús hins drambláta eyðilagt.6Grátbeiðni hins auma þrengir sér frá munninum allt til hans a) eyrna, en hans refsidómur kemur snögglega.7Sá sem hatar umvöndun er á syndarans leið; en sá, sem óttast Drottin, umvendir sér í sínu hjarta.8Sá sem hefir öfluga tungu þekkist álengdar; en sá skynsami veit nær hann hrasar.9Hvör sem byggir sitt hús af annarra góssi, hann er sem sá er safnar steinum, að sinni eigin gröf.10Söfnuður guðlausra er hálmhrúga, og endir þeirra eldsbál.11Vegur syndaranna er steinlagður, en á endanum er afgrunn undirheima.
12Hvör sem gætir lögmálsins, fær skilning á því;13og endirinn á Drottins ótta er viska.14Sá sem ekki er hygginn, tekur engum aga.15Hyggindi eru til, sem olla mikillrar armæðu.16Þekking hins vitra vex eins og vatnsflóð, og hans ráð eru sem lifandi vatns lind.17Hjarta dárans er eins og brotið ílát, það heldur engum fróðleik.18Þegar sá hyggni heyrir hyggilegt orð, hrósar hann því og samsinnir. En ef sá þverbrotni heyrir það, mislíkar honum, og kastar því á bak sér aftur.19Tal narrans er sem byrði á vegi; en á vörum hins hyggna er unan.20Í söfnuðinum er leitað munns þess hyggna, og menn yfirvega hans tal í sínu hjarta.21Viskan er dáranum sem niðurrifið hús, og þekking hinna skilningslausu, er óskiljanlegt tal.22Óskynsamir menn álíta uppfræðingu fótahlekki, og fjötra á hægri hendi.23Tilsögn er þeim hyggna gullskart, og sem smíðisgripur á hægra armi.
24Narrans fótur er fljótur í hús; en reyndur maður feilar sín fyrir mönnum.25Aflagið gægist inn um dyrnar í húsið; en sá velsiðaði maður stendur þar fyrir utan.26Ósiðaður er hvör sá sem stendur á hleri við dyrnar; þeim hyggna verður það til vansa.27Varir hins máluga blaðra óþarfa; en tal hins hyggna er vegið á vog.28Dárar hafa hjartað í munninum, en þeir vitru munninn í hjartanu.29Narrinn hlær hátt, en hygginn maður brosar naumast smátt.
30Þegar sá guðlausi formælir Satan, þá formælir hann sjálfum sér.31Sögvís maður flekkar sjálfan sig, og öllum, sem hann umgangast, verður illa við hann.
Síraksbók 21. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 21. kafli
Sama efni.
V. 6. a. Líklega Guðs.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.