1Óska þér ekki margra vondra barna, lát þér ei þykja vænt um guðlausa syni.2Verði þeir margir, þá lát þér ekki vænt um þykja, sé enginn guðsótti í þeim.3Treystu ekki þeirra lífi og reiddu þig ekki á þeirra bústað, því betra er eitt (guðrækið) barn en þúsund (guðlaus).4Og (betra er) að deyja barnlaus, heldur en eiga guðlaus börn.5Því af einum skynsömum manni fær borgin nóga innbúa; en hætt hinna guðlausu verður afmáð.6Margt þessháttar hefi eg séð með mínum augum og enn fleira hefur mitt eyra heyrt.7Á syndarasamkomu brann eldur, og hjá óhlýðnu fólki brann reiði (Guðs).8Hann sættist ekki við fornaldarrisana, sem féllu frá sakir síns styrkleika.9Hann sparaði ekki aðsetursstað Lots, hvörs innbúum hann hafði andstyggð á sakir þeirra drambsemi.10Hann veitti enga miskunn fordjörfunarinnar þjóð, þeim sem hófu sig hátt í þeirra syndum.11Og sömuleiðis þeim 6 hundruð þúsundum manna, sem samtök gjörðu, í forherðingu þeirra hjartna; þó ekki væri nema einn þverbrotin, svo væri það furða, ef hann slyppi óhegndur.12Því hjá honum er miskunn og reiði; hann er mikill að sáttgirni og hann úthellir grimmd; svo mikil sem hans miskunn er, svo mikil er og hans hegning; hann dæmir manninn eftir hans verkum.13Syndarinn kemst ei burt með sitt rán, og hann ginnir ekki þolgæði hinna guðræknu.14Allri miskunn gefur hann rúm; og hvör og einn meðtekur eftir hans verkum.
15Seg ekki: eg felst fyrir Drottni; mun nokkur í hæðinni til mín muna?16Í þeim mikla hóp verður mín ekki minnst; því hvað er mín sál í þeirri ómælilegu sköpun?17Sjá, himinninn og Guðs himna himin, afgrunnið og jörðin bifast, þá hann vitjar þeirra.18Fjöllin og grundvöllur jarðarinnar hristast af skelfingu, þegar hann á þau lítur.19En um þetta hugsar ekki mannsins hjarta; og hvör er sá sem gái að sínum vegi?20Eins og stormurinn, sem maðurinn ekki sér, svo eru þau flestu af hans verkum hulin. Hvör getur kunngjört verk hans réttvísi, eða hvör getur þau þolað?21Því fjærlægt er lögmálið.22Hvör sem er auðmýktur, hugsar um slíkt, en sá fávísi og afvegaleiddi maður hugsar um heimsku.
23Heyr mig, barn, og nem þekkingu, og tak með þínu hjarta eftir mínum orðum!24Eg gjöri lærdóm kunnan nákvæmlega (með vigt) og kenni vandlega hyggindi.25Í ráðsályktun Drottins liggja hans verk frá upphafi,26og síðan þau voru gjörð, aðgreindi hann þeirra parta.27Hann niðurskipaði sínum verkum til allra tíma, og þeirra herradæmi fyrir allar kynslóðir; þau hungrar ekki, þau þreytast ekki, og þeirra framtakssemi hættir aldrei.28Ekkert hindrar hvað annað; og að eilífu hlýða þau hans boði.29Eftir þetta leit Drottinn á jörðina og fyllti hana með sínum gæðum.30Með alls lags lifandi skepnum þakti hann hennar yfirborð, og til hennar hverfa þau aftur.
Síraksbók 16. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:40+00:00
Síraksbók 16. kafli
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.