1Hvör sem tekur á biki, óhreinkar sig, og sá, sem umgengst þann drambláta verður honum líkur.2Legg ei á þig þá byrði, sem þér er of þung; og umgakkst ekki þann, sem er voldugri og ríkari en þú.3Hvað skal (leir)pottur í samfélag við (eir)ketil? Hann slæst við hinn, og brotnar.4Sá ríki aðhefst rangindi, og bætir hótunarorðum þar ofan á; sá fátæki þolir rangindi, og biður þar að auki.5Meðan þú ert nýtur (til einhvörs) brúkar hann þig; en líðir þú skort, svo yfirgefur hann þig.6Ef þú hefir eitthvað, lifir hann með þér, og féflettir þig, og kærir sig ekki um það.7Hann þarf þín og tælir þig, og hlær upp á þig, og gefur þér von; hann talar fagurt við þig, og segir: hvað vanhagar þig um?8Hann sneypir þig með sínum gestaboðum, þangað til hann tvisvar eða þrisvar hefur féflett þig, og seinast gjörir hann gys að þér.9Þegar hann síðan sér þig, forðast hann þig, og hristir yfir þér höfuðið.10Gæt þín, að þú verðir ekki táldreginn,11og auðvirðist sakir þíns glaðlyndis.
12Kalli sá voldugi þig, þá færstu undan; því heldur mun hann kalla þig til sín.13Trana þér ekki fram, svo þér verði ekki hrundið til baka, og stattu ekki of fjærri, svo þú gleymist ekki.14Tala þú ekki við hann, sem við þinn líka, og reiddu þig ekki á hans mörgu orð; því með margmæli reynir hann þig, og með sínu brosi rannsakar hann þig,15miskunnarlaus heldur hann ei sín orð,16og hann sparar ei misþyrming og fjötra.17Gæt þín þess vegna og vara þig, því hér er þitt fall í húfi.18(Ef þú heyrir þetta, svo vakna af þínum svefni. Elska þú Drottin svo lengi sem þú lifir, og ákalla hann þér til velferðar).
19Sérhvört dýr elskar sinn líka,20og hvör maður sinn náunga.21Hvaða samfélag hefir úlfurinn við lambið? eins og syndarinn við þann guðrækna.22Hvaða eindrægni er milli hyenu og hundsins? og hvör eindrægni milli þess ríka og fátæka?23Villiasnar í eyðimörkinni eru ljónsins bráð, eins eru þeir fátæku bráð hinna ríku.24Auðmýktin er viðbjóður þeim drambláta; eins er sá fátæki viðbjóður enum ríka.25Ætli sá ríki að detta, svo styðja vinir hans hann: en ef sá lítilmótlegi dettur, þá hrinda hans vinir á eftir honum líka.26Hafi þeim ríka á orðið, verða margir til að hjálpa honum; hafi hann talað af sér, réttlæta þeir hann.27Hafi þeim fátæka yfirsést, ámæla menn honum þar að auki; þó hann hafi talað hyggilega, hefir það engan stað.28Sá ríki talar og allir þegja, og hefja hans tal til skýjanna.29Sá fátæki talar, og menn segja: hvör er þessi? og reki hann sig á, hrinda menn honum til fulls um koll.30Góður er auðurinn án syndar, og slæm er fátæktin í munni hins guðlausa.
31Hjartað umbreytir andlitinu bæði til góðs og ills.32Auðkenni góðs hjarta er glaðlegt andlit, og að finna upp vélar er erfið hugsan.
Síraksbók 13. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:34+00:00
Síraksbók 13. kafli
Fleiri sannmæli.
V. 18. Vantar í sumar útgáfur gríska textans, það er í dönsku og ensku útl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.