1Reið þig ekki á þinn auð, og seg ekki: eg hefi nóg.2Fylg ekki þinni tilhneigingu og krafti til þess að ganga eftir girnd þíns hjarta.3Og seg ekki: hvör vill umvanda við mig? því Drottinn mun þér vissulega refsa.4Seg ekki: eg syndgaði og hvað sér á mér? því Drottinn hefir mikið langlundargeð.5Vertu ekki ugglaus að hrúga synd á synd ofan, sökum fyrirgefningar.6Og seg ekki: hans miskunnsemi er mikil, hann mun fyrirgefa mér syndafjöldann.7Því hjá honum er náð og reiði, og hans grimmd vakir yfir syndinni.8Undandrag ekki að snúa þér til Drottins, og skjót því ei á frest dag frá degi.9Því hastarlega kemur Drottins reiði og á hefndarinnar tíma muntu fyrirfarast.10Reið þig ekki á rangfengið fé, því það mun ei stoða þig á örlaga deginum.
11Viðra þú ekki við allan vind, og gakk ekki á hvörjum vegi: svo (gjörir) sá tvítyngdi syndari.12Vertu fastur í þinni sannfæringu og eitt sé þitt tal.13Vertu fljótur til að heyra, og svara þú með yfirvegan.14Hafir þú skynbragð, þá svara þínum náunga; en ef ekki, þá legg hönd þér á munn.15Heiður og skömm er í talinu, og mannsins tunga verður honum oft að falli.16Lát ei kalla þig rógbera og ofsæk engan með þinni tungu.17Því þjófurinn mun fá skömm og sá tvítyngdi slæman áfellisdóm.18Gjör ekkert, hvörki stórt né smátt, gálauslega.
Síraksbók 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:34+00:00
Síraksbók 5. kafli
Enn nú lífsreglur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.