1Öll speki er frá Herranum, og hún er hjá honum eilíflega.2Hvör hefir talið sandkorn sjávarins, dropa regnsins, daga eilífðarinnar?3Hvör hefir rannsakað hæð himinsins, breidd jarðarinnar, dýpt hafsins, og spekina?4Spekin var sköpuð allra fyrst, og skynsamleg þekking er frá eilífð.5Uppspretta spekinnar er orð Guðs hins æðsta, og hennar vegir eru eilíft boðorð.6Hvör hefir fengið að sjá spekinnar rót? og hvör þekkti hennar ráðagjörðir?7Einn er spakur, mjög óttalegur,8Drottinn, sem í sínu hásæti situr.9Hann skóp hana, sá hana, kunngjörði hana,10og hellti henni yfir öll sín verk, og allt hold, eftir sinni gjöf, og meðdeildi hana þeim, sem hann elska.11Ótti Drottins er heiður og hrós og unan og fagnaðar kóróna.12Ótti Drottins gleður hjarta, veitir glaðværð og fögnuð og langlífi.13Hvör sem óttast Drottin, honum seinast (að síðustu) vel vegna, og á dauða degi sínum mun hann náð finna.14Elska til Drottins er sú dýrðlegasta speki,15og þeir sem hana sjá, þeir elska hana, því þeir taka eftir og kannast við hennar dýrð.16Ótti Drottins er upphaf viskunnar, og þeim góðu er hún meðsköpuð í móðurlífi, hjá mönnum tók hún sér eilífa bólfestu, og hjá þeirra kyni er henni trúað til að vera.17Ótti Drottins er guðrækileg þekking.18Guðræknin varðveitir og réttlætir hjartað, gefur fögnuð og unan.19Hvör sem óttast Drottin, honum mun vel vegna, og á andláts deginum mun hann blessaður vera.
20Að óttast Drottin er saðning viskunnar, hún gjörir menn drukkna með sínum ávöxtum.21Hún fyllir allt sitt hús dýrum gæðum og forðabúrin með sínum ávöxtum.22Ótti Drottins er kóróna viskunnar.23Hún lætur frið og heilbrigði blómstra.24Hún lætur útstreyma skynsemd og hyggilega þekkingu, og upplyftir frægð þeirra sem við hana fast halda.25Viskunnar rót er að óttast Drottin, og hennar greinir eru langlífi.26Ótti Drottins fjærlægir synd;27en sá sem ekki hefir (þann) ótta getur ei réttlátur orðið. Reiði hins guðlausa getur ei réttlæst, því ákefð hans reiði verðu honum orsökuð til falls.28Allt að ákveðnum tíma þolir sá lítilláti, og seinast umbunar honum fögnuðurinn.29Til þess rétta tíma geymir hann sitt tal;30en varir hinna góðu munu hrósa hans hyggindum.31Í fjársjóðum viskunnar eru hyggileg snillyrði; en guðrækni er syndaranum viðbjóður.
32Hafir þú löngun til visku, svo haltu boðorðin, og Drottinn mun veita þér hana.33Því viska og menntan er ótti Drottins, og hann hefir velþóknan á trausti og hógværð.34Mistreyst ekki ótta Drottins, og nálæg þig honum ei með tvískiptu hjarta.35Hræsna ei fyrir mönnum, og haf gát á þínum vörum.36Hreyk þér ei sjálfum upp, að þú ei fallir og bakir þér vanvirðu.37Því Drottinn mun opinbera þínar heimuglegu hugsanir og þér niðurdrep gjöra mitt í söfnuðinum.38Af því þú hélst þig ei að guðsóttanum, og þitt hjarta var fullt af falsi.
Síraksbók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:34+00:00
Síraksbók 1. kafli
Speki og guðhræðsla.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.