1Miklir eru þínir dómar, og torvelt að útleggja þá; því rata og ófrædd sinni í villu.2Því þegar þeir guðlausu hugsuðu sér að undirþrykkja það heilaga fólk, lágu þeir fjötraðir í myrkri, og fangar langnættis, innilæstir undir þökum, útilokaðir frá þeirri eilífu forsjón.3Því þá þeir ætluðu að þeir mundu felast í sínum heimuglegu syndum, undir þeirri ljóslausu skýlu gleymskunnar, tvístruðust þeir, freklega skelkaðir og hræddir af vofum.4Því jafnvel gat ei sá afkimi, sem fól þá, varðveitt þá fyrir hræðslu; heldur þaut í kringum þá skelfingar niður og truflaði þá, og ófrýnilegar myndir sáust með óttalegum andlitum.5Enginn eldsins kraftur gat gefið birtu, ei heldur orkuðu stjarnanna lýsandi logar því, að gjöra bjarta þá leiðu nótt.6Þeir sáu aðeins sjálfkveiktan, óttalegan eld; og skelkaðir orðnir af þeirri sjón, sem þeir í raun réttri ei sáu, héldu þeir það sem skeð var, þeim mun verra.
7En töfraleikspilið lagðist niður og vísindagrobbið varð háðuglega til skammar.8Því þeir sem lofuðu því þá, að reka ótta og skelfingu frá sjúkum sálum, þeir urðu sjúkir af hlægilegri hræðslu.9Því þó engin skelfing gjörði þá hrædda, brá þeim við ódýranna yfirför og höggormablístrið,10og fórust af hræðslu, svo þeir jafnvel skömmuðust sín að líta út í loftið, sem þó ei verður um flúið.11Því huglaus er sú, af eigin vitnisburði fordæmda vonska, og býst ætíð við hinu vesta, áreitt af meðvitundinni.12Því hræðsla er ekkert annað en örvænting um liðsinni yfirvegunarinnar.13Því það innra búanda vonleysi álítur vandræðin meiri en þá plágandi orsök.14Þeir sem hefðu þá getað lagt sig til (venjulegs) svefns þess kraftlausu nótt, sem komin var yfir þá úr undirheima kraftlausu afkimum,15voru sumir hraktir hingað og þangað af undarlegum sjónum, sumir misstu lífið af örvæntingu; því sviplegur, óvæntur ótti kom yfir þá.16Þannig var hvör fallinn, sem hann var kominn, huglaus, eins og fangi, innilæstur í ójárnlæstu fangelsi.17Hvört sem það var jarðyrkjumaður, eða hirðir, eða einn þeirra sem erfiða í auðninni, varð hann yfirfallinn, og hlýddi þeirri óumflýjanlegu nauðsyn; því með myrkursins hlekkjum voru allir bundnir.18Hvört sem það var lofts þytur, eður laggóður fugla söngur á þeim þéttu greinum, eða buldur þeirra straumhörðu vatna,19eða þungar dunur niður veltandi steina, eða stökkvandi dýra óséð hlaup, eða grenjandi villudýra öskur, eður bergmál þeirra holu fjalla, allt hræddi þá og gjörði þá að engu.20Að sönnu var heimurinn af glansandi ljósum upplýstur, og í hindrunarlausum störfum fundinn;21en yfir þá eina útbreiddi sig sú þunga nótt, ímynd þess myrkurs, sem eitt sinn skyldi við þeim taka, þeir voru samt sjálfum sér myrkrinu þyngri.
Speki Salómons 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:34+00:00
Speki Salómons 17. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.