1Betra er barnleysi með dyggð; því ódauðleg er hennar endurminning, þar eð bæði Guð og menn við hana kannast.2Meðan hún er nálæg, stæla menn eftir henni; sé hún fjarlæg hafa menn löngun til hennar; og í eilífðinni krýnd hrósar hún sigri, eftir að hún hefir sigrað í kappleikum þeirra gallalausu verðlauna.3En sá afkvæmismargi fjöldi hinna guðlausu mun ekki þrífast, og óskilgetnar plöntur fá öngvar djúpar rætur, og engan fastan grundvöll.4Því þó þeirra angar blómgist um stund, svo munu þær þó, af því þær standa lausar, skekjast af vindinum, og af stormsins ofbeldi kippast upp frá rótum.5Þær ójöfnuðu greinir munu afbrotnar verða, og þeirra ávöxtur er ónýtur, óætur og til einkis hæfilegur.6Því börn sprottin af ólöglegri samsængun eru vottur foreldranna lasta, þegar rannsakað er.
7En sá réttláti, þótt hann deyi ungur, hann er samt í ró.8Því æruverð elli er ekki langlífi, og hún mælist ekki eftir ára tölu;9heldur er vísdómur mönnunum hærur, og flekklaust líf elli aldur.10Af því hann geðjaðist Guði og elskaðist (af honum), og lifði meðal syndara, var hann burtfluttur.11Hann var burt hrifinn, svo vonskan skyldi ei aflaga hans skilning eða tálið afvegaleiða hans sál.12Því töfrar lastanna draga dul yfir það fagra, og svimi girndarinnar fellir óspillt sinni.13Fullnuma orðinn á stuttum tíma lifði hann langan tíma.14Af því hans sál var Drottni þóknanleg, því hraðaði hún sér burt frá vonskunni.15En fólkið sér það og skilur ekki og einmitt leggur ekki þetta upp á hjartað, að hlutskipti hans útvöldu verður náð og miskunn, og umbun hans guðrækilegu.
16En sá réttláti sem búinn er að þjást, fordæmir þann guðlausa sem lifir, og snemma algjörð æska, margra ára elli hinnar ranglátu;17því þeir sjá endir hins hyggna, en þeir skynja ekki hvað Drottinn hefir um hann ályktað, og til hvörs hann hefir flutt hann á óhultan stað.18Þeir sjá það, og meta það einkis; en Drottinn mun að þeim hlæja, og þeir munu eftir þetta verða óvirðuglegt hræ, og til skammar meðal þeirra dauðu að eilífu.19Því hann mun steypa þeim orðlausum aftur á bak á höfuðið, og rífa þá upp frá þeirra grundvelli; og þeir munu ítarlega verða eyðilagðir, og í plágu vera, og þeirra minning mun líða undir lok.20Hræddir munu þeir koma þangað, hvar samanreiknaðar verða þeirra syndir, og þeirra lagabrot munu, andspænis þeim, sanna þeirra sekt.
Speki Salómons 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:29+00:00
Speki Salómons 4. kafli
Sama efni.
V. 2. Má kannske leggja út: þá hún er burt farin sakna menn hennar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.