1Því þeir segja hvör við annan (en þeirra hugsan er röng): „stutt og armæðufullt er vort líf, og þegar mannsins líf á að enda, gefst engin lækning, og ekki hefir sá þekktst, sem leysi úr helju.2Því af tilviljun erum vér fæddir, og eftir þetta munum vér vera eins og vér hefðum ekki verið; því gufa er andardrátturinn í vorum nösum, og hugsanin neisti af hreyfingu vors hjarta.3Sé hann slokknaður, verður líkaminn að ösku, og andinn hverfur eins og þunnt loft.4Vort nafn gleymist líka með tímanum, og enginn minnist vorra verka, og vort líf fer framhjá eins og sport skýjanna og eins og þokan tvístrast, verður burtrekin af sólargeislunum og niðurbæld af hennar hita.5Því framlíðandi skuggi er vort líf, og vor endir gengur ekki til baka; því hann er ákveðinn, og enginn kemur aftur.“
6„Komið því, og látum oss njóta nálægra gæða og njóta kostgæfilega heimsins, þar eð vér erum ungir!7Vér skulum metta oss með dýrum vínum og smyrslum og ekki fari framhjá oss eitt af vorsins blómstrum!8vér skulum krýna oss með rósahnöppum, áður en þær visna.9Enginn af oss sé hlutlaus í voru sællífi, alls staðar skulum vér eftir skilja merki vorrar glaðværðar; því það er vor hlutdeild og vort hlutfall.“10Vér skulum undirþrykkja vesælinginn, þann réttláta, ekki spara ekkjuna, og ekki heldur meta að neinu margra ára hærur gamalmennisins.11Vor kraftur sé réttlætislögmál; því það sem er veikt af sér, er sjálfsagt ónýtt.12Vér skulum sitja um þann réttláta! því hann er oss óþarfur, og hann rís á móti vorum verkum, og brigslar oss um yfirtroðslur lögmálsins, og kemur á oss illu orði, fyrir syndir vorrar menntunar.13Hann stærir sig af Guðs þekkingunni og kallar sig Herrans barn.14Hann er orðinn til, svo hann finni að vorum hugsunum.15Hann er oss erfiður, þungt er að sjá hann; því hans líf er ólíkt annarra og hans vegir stefna aðra leið.16Hann álítur oss afhrak, og hann forðast vorn veg, sem viðurstyggð. Hann segir endir þess réttláta sælan, og stærir sig af því að Guð sé sinn faðir.17Látum oss vita hvört hans tal er satt, og reyna hvör afdrif hann fær!18því sé sá réttláti Guðs son, svo mun hann hjálpa honum og frelsa hann af hendi mótstandarans.19Vér skulum pína hann með skömm og kvöl, að vér lærum að þekkja hans hógværð og prófum hans þolinmæði!20Látum oss dæma hann til svívirðilegs dauða, því liðsinni fær hann eins og hann segir.“
21Þetta hugsa þeir, en þeim skjátlar, því þeirra vonska hefir blindað þá.22Og þeir þekkja ekki Guðs leyndardóma, og búast ekki við launum guðrækninnar, ekki heldur hafa þeir skynbragð á að meta sæmdarumbun saklausra sálna.23Því Guð hefir manninn skapað til óforgengilegleika og gjört hann að eftirmynd sinnar eigin veru;24en fyrir djöfulsins öfund er dauðinn innkominn í heiminn, og á (dauðanum) kenna þeir sem hann (djöfulinn) aðhyllast.
Speki Salómons 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:29+00:00
Speki Salómons 2. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.