1En svona hljóðaði bréfið: Sá mikli konungur, Assverus skrifar þetta þeim hundrað sjö og tuttugu höfðingjum landanna, frá Indíum til Mórlands og þeim undirgefnu landgæslumönnum:2þó eg drottni yfir mörgum þjóðum, og eigi allan heiminn, hefi eg ekki það oftraust, að stæra mig af mínu valdi, heldur stjórna eg ávallt mildilega og með spekt, gjöri líf undirsátanna ætíð friðsamlegt, viðheld ríkinu rólegu, og svo að um það má ferðast enda á milli og held við friðnum sem allir girnast.3En þá eg spurði mín ráðaneyti, hvörnig þessu yrði til vegar komið, tjáði Haman oss, sem er að visku framúrskarandi og reyndur að óbreytanlegum góðum þenkingar hætti og föstum trúskap, og gengur oss næst að tign í ríkinu, að óvinsamt fólk nokkuð væri samblandað við allar þjóðir jarðkringlunnar, sem hefði lög frá brugðin allra þjóða (lögum), og fyrirliti ætíð kóngsins boð, svo að vor óaðfinnanlega ríkisstjórn gæti ekki staðist.4Þar eð vér nú höfum orðið þess áskynja, að þetta eina fólk liggur ætíð í hári saman við alla menn, lifir eftir útlendum lögum, er frábitið vorri ríkisstjórn, og gjörir mikinn skaða, svo ríkið getur ei fengið ró, þá höfum vér tilsett, að allir þeir, sem Haman, forstöðumaður ríkisstjórnarinnar, og vor annar faðir, tilnefnir í sínu bréfi, séu frá rótum upprættir, ásamt konum og börnum, með sverðum þeirra óvina, án allrar vorkunnar og vægðar þann 14da í 12ta mánuði, adar, þessa árs, svo að þeir, lengst af og enn nú, illa þenkjandi fari á einum degi til heljar, með ofbeldisfullum dauðdaga og láti oss hér eftir ætíð hafa rólega og farsæla ríkisstjórn.
Esterarbók (með viðaukum) 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-13T23:24:08+00:00
Esterarbók (með viðaukum) 1. kafli
(Eftir 13da v. í 3ðja kapít).
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.