1Og sem þeir, er í tjöldunum voru, heyrðu það, urðu þeir aldeilis hissa á því sem skeð var,2og ótti og skelfing kom yfir þá, og enginn var framar öðrum fyrir augsýn, heldur stukku allir strax af stað, og flúðu allir, veginn til eyðimerkurinnar, og til fjallsins.3Og líka stukku þeir á flótta, sem lágu á fjallinu í kringum Betylúu. Þá gjörðu Ísraelssynir, allir herfærir menn meðal þeirra, árás á þá.4Og Osía sendi til Baitomastaim og Kóbai og Kóla og í allt Ísraelshérað, (menn) sem skyldu kunngjöra það sem skeð var, og að allir skyldu gjöra óvinunum árás, svo þeir yrðu drepnir niður í strá.5Þegar Ísraelssynir heyrðu það, gjörðu þeir árás allir í einu lagi, og hröktu þá allt til Kóba; sömuleiðis komu þeir frá Jerúsalem, og frá öllum fjallbyggðum; því menn höfðu látið þá vita það sem skeð var í herbúðum þeirra óvina. Og þeir í Gíleað og Galileu hröktu þá með miklu mannfalli, þar til þeir voru komnir framhjá Damaskus og hennar landamerkjum.6En aðrir af Betylúuinnbúum réðust á herbúðir þeirra assýrisku, rændu þær og auðguðust ríkuglega.7En Ísraelssynir sem komu aftur frá manndrápunum, tóku leifarnar; og þorpin og bæirnir á fjöllunum og láglendinu fengu mikið herfang; því af miklu var að taka.
8Og Jójakim, höfuðprestur og ráð Ísraelssona, þeir sem bjuggu í Jerúsalem, komu til að sjá það góða, sem Herrann hafði gjört Ísrael, og til að sjá Júdit, og til að tala vinsamlega við hana.9Og sem þeir voru til hennar komnir, hrósuðu þeir henni allir einhuga, og sögðu við hana: þú Ísraels sómi, mikla Ísraels hrós, þú mikla prýði vors fólks!10Þú hefir gjört allt þetta með þinni hendi, þú hefir gjört Ísrael (mikið) gott, og Guð hefir haft þar á velþóknan. Blessuð sért þú af Drottni að eilífu! Og allt fólkið sagði: verði það!11Og allt fólkið rændi herbúðirnar í 30 daga, og menn gáfu Júdit Hólofernis tjald og allan hans silfurborðbúnað og sængur og kistur og öll hans húsgögn. Og hún tók við því, og flutti það á sínum múl, og spennti fyrir sinn vagn, og lét það þar á.12Og allar konur í Ísrael komu saman, til að sjá hana og vegsama hana, og þær gjörðu dansleik henni til sæmdar. Og hún tók viðargreinir sér í hönd, og fékk konunum sem með henni voru.13Og þær krýndu sig með viðsmjörsviðargreinum, hún, og þær sem með henni voru, og þær gengu fram fyrir fólkið, í röðinni var hún fremst af öllum konunum, og allir Ísraelsmenn komu á eftir vopnaðir með krönsum, og með lofsöng sér í munni.
Júdítarbók 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:23+00:00
Júdítarbók 15. kafli
Assýriskir flýja. Júdit fær sæmdir fyrir sína dáð.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.