1En annars dags bauð Hólofernes öllum sínum her og öllu sínu fólki, er var komið honum til liðs, að leggja af stað til Betylua, og að einstígi fjallsins, og berjast við Ísraelssyni.2Þann sama dag tóku sig upp allir þeirra herfæru menn; og tala þeirra herfæru manna var 170 þúsund fótliðs og 12 þúsundir riddaraliðs, auk farangursins, og þeirra manna, er á fæti fylgdu, mjög mikill fjöldi.3Og þeir settu herbúðir sínar í dalnum nálægt Betylua við lindina, og útþöndu sig á breiddina, allt að Dótaim og Bettem, og á lengdina frá Betylua allt til Kyamon, sem liggur gagnvart Esdreloni.4En þá Ísraelssynir sáu þeirra fjölda, skelkuðust þeir mjög, og einn sagði við annan: nú munu þessir uppeta landið, og hvörki þau háu fjöll, né dalirnir né hæðirnar munu bera þeirra þunga.5Og þeir tóku, hvör sín vopn, kveiktu eld á sínum turnum og héldu vörð alla þá sömu nótt.
6En annars dags útleiddi Hólofernes öll sín hross í augsýn Ísraelssona sem voru í Betylua,7og grennslaðist eftir stígnum upp að staðnum og uppleitaði hans vatnslindir, og lét eftir verða hjá þeim, röska menn til stríðs, og hann sjálfur hvar aftur til síns fólks.8Og til hans gengu allir fyrirliðar Esaúsona og allir höfðingjar Móabs fólks, og herforingjar þeirra við sjóinn, og mæltu:9Vor herra heyri þó vort tal, til þess ekkert óhapp vilji til þínum her!10Því þetta fólk Ísraelssona treystir ekki á sín spjót, heldur á hæðir síns fjalls, á hvörjum þeir búa; því það er ekki hægt að komast upp á brúnir þeirra fjalls.11Og stríð nú, herra, ekki á móti þeim, eins og menn stríða í fylkingu: svo mun enginn maður af þínu fólki falla.12Vertu í þínum herbúðum, og varðveit alla menn þíns stríðshers, og þínir þjónar haldi vörð við vatnslindirnar, sem koma undan sæti fjallsins;13því þar ausa allir innbúar Betylúu vatn; og þorstinn mun deyða þá, og þeir munu gefa upp sinn stað. Og vér og vort fólk viljum fara upp á þá nálægu brún fjallsins, og setja þar vorar herbúðir til að gæta þess, að enginn maður komist burt úr staðnum.14Svo munu þeir örmagnast af hungri, þeir og þeirra konur og þeirra börn; og áður en sverðið yfir þá kemur, leggjast þeir fyrir á strætum síns bústaðar.15Og svo muntu greiða þeim slæm laun fyrir það, að þeir gjörðu uppreisn, og gengu ekki á móti þér með friði.
16Og þeirra tal geðjaðist Hólofernes og öllum hans þénurum, og þeir ályktuðu að gjöra, sem þeir höfðu talað.17Og Ammonssynir fluttu sínar herbúðir, og með þeim 5 þúsund af Assurssonum, og settu þær í dalnum, og vörðu vatnið og vatnslindir Ísraelssona.18Og synir Esaú fóru af stað og Ammonssynir, og settust á fjallið, gagnvart Dótaim. Og þeir sendu nokkra af sínu liði suður og austur mótsvið Ekrebel, sem liggur nálægt Kús, við ána Mokmúr. Og hinn annar her assyriskra hafði herbúðir á sléttlendinu, og þakti allt landið, og þeirra tjöld og þeirra farangur var í herbúðunum í mikilli þyrpingu, og þetta var mjög mikill fjöldi.
19En Ísraelssynir kölluðu til Drottins þeirra Guðs; því þeim var horfinn hugur, af því allir þeirra óvinir umkringdu þá, og ekki var gjörlegt undan að komast.20Og um kring þá voru allar herbúðir assýriskra, fótfólkið og vagnarnir og riddaralið þeirra, 44 daga; og tóm urðu öll vatnsílát innbúanna í Betylúa.21Og brunnarnir voru tæmdir, og þeir höfðu ekki vatn til saðnings að drekka fyrir einn dag; því eftir skammti var þeim gefið að drekka.22Og þeirra börn og þeirra konur örmögnuðust, og ungmennin urðu magnlaus af þorsta, og duttu niður á strætum staðarins og í göngum portsins, og enginn máttur var framar í þeim.23Þá safnaðist allt fólkið til Osía og herforingjar staðarins, ungir menn og konur og börn og kölluðu með hárri rödd og sögðu í áheyrn allra öldunganna:24Guð sé dómari milli vor og yðar, því þér hafið mikil rangindi í frammi haft við oss, að þér hafið ekki beiðst friðar af Assúrssonum.25Og nú er engin hjálp fyrir oss, heldur hefir Guð selt oss í þeirra hönd, svo vér hnígum fyrir þeim af þorsta og mikilli eymd,26og kallið þá nú hingað og látið fólk Hólofernes, og allan hans her ræna allan staðinn;27því betra er, að vér verðum þeim að herfangi; að sönnu verðum vér þrælar en vorar sálir munu lifa, og vér munum ei sjá dauða vorra barna fyrir vorum augum og að konur vorar og börn örmagnist.28Vér særum yður við himininn og við jörðina og við Guð vorn og við Drottin vorra feðra, sem refsar oss fyrir vorar syndir og fyrir syndir vorra feðra; að hann (nl. Hólofernes) gjöri ekki í dag eins og vér sögðum.29Og þar varð mikil einhuga harmaklögun allra á fundinum, og þeir kölluðu til Guðs Drottins með hárri raust.
30Þá mælti Osía til þeirra: verið öruggir, bræður, þolum þetta enn í 5 daga, þangað til Guð vor Drottinn snýr sinni miskunn til vor; því hann mun ei gjörsamlega yfirgefa oss;31en þegar þeir eru liðnir, og komi oss engin hjálp, svo skal eg gjöra eins og þér hafið mælt.32Og hann lét fólkið fara frá sér í þess herbúðir, og þeir gengu upp á múrinn og í turna þeirra staðar, og konur og börn sendi hann heim í þeirra hús. Og þeir voru í mikilli neyð í staðnum.
Júdítarbók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:23+00:00
Júdítarbók 7. kafli
Hólofernes sest um Betylua.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.