1Og Ísraelssynir sem bjuggu í Júdea spurðu allt það er Hólofernes, æðsti herforingi Nebúkadnesars, konungs Assýríumanna, gjörði þjóðunum, og hvörsu hann rændi öll þeirra musteri, og vann þeim tjón.2Og þeir urðu úr hófi óttaslegnir fyrir honum, og voru mjög hræddir um Jerúsalem og musteri Drottins þeirra Guðs.3Því nýlega vóru þeir komnir heim aftur úr herleiðingunni, og fyrir skömmu hafði allt Júdafólk saman komið, og áhöldin og altarið og musterið hafði þá verið helgað aftur eftir vanhelgunina.4Og þeir sendu um allt Samaríuhérað, og til Konas og til Betóron og Belmen og Jeríkó, og til Kóba og Aesóra og í Salemsdal.5Og þeir settu varnarlið á allar brúnir hárra fjalla, og settu múrveggi kringum öll þorp á þeim, og vistir til stríðsforða; því nýlega voru þeirra akrar uppskornir.6Og höfuðpresturinn Jójakim, sem á sama tíma var í Jerúsalem, skrifaði til innbyggjurunum í Betylua og Betomestaim, sem liggur gagnvart Esdrelom, og fyrir framan akurinn hjá Dótaim.7Og sagði, að þeir skyldu hafa varðmenn í stígnum upp á fjallið, því þar lægi vegurinn inn í Júdaland, og væri auðvelt að banna þeim inngöngu, því vegurinn væri þröngur, í mesta lagi fyrir tvo menn (samsíða).8Og Ísraelssynir gjörðu eins og höfuðpresturinn Jójakim og allt ráð Ísraels fólks sem átti heima í Jerúsalem, hafði þeim boðið.9Og allir Ísraelsmenn kölluðu til Guðs með mikilli einlægni, og auðmýktu sínar sálir með mikilli einlægni.10Þeir og þeirra konur og þeirra börn og þeirra fénaður; og allir útlendir, eða daglaunamenn og þeirra fyrir peninga keyptu þrælar, lögðu sekk um sínar lendar.11Og allir Ísraelsmenn og konur og börn og Jerúsalems innbúar féllu fram fyrir musterinu og köstuðu ösku yfir höfuð sér, og útbreiddu sekkinn fyrir Drottni, og vöfðu sekk um altarið.12Og þeir kölluðu til Ísraels Guðs, einhuga, alvarlega, að hann gæfi ekki þeirra börn til ráns, né þeirra konur til herfangs, né stað þeirra eignar til eyðileggingar, né helgidóminn til vanhelgunar, svívirðingar og spotts, heiðingjunum.13Og Drottinn heyrði þeirra raust, og leit á þeirra þrenging. Og fólkið fastaði marga daga í öllu Júdalandi og Jerúsalem, fyrir helgidómi Drottins þess almáttuga.14Og höfuðpresturinn Jójakim og allir sem stóðu fyrir Drottni, prestarnir og þjónar Drottins, vafðir sekk um þeirra lendar, frambáru þá daglegu brennifórn og áheitin og fríviljugar gjafir fólksins.15Og aska var á þeirra höfuðböndum, og þeir kölluðu til Drottins af öllum mætti, að hann náðarsamlega liti til alls Ísraels húss.
Júdítarbók 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:23+00:00
Júdítarbók 4. kafli
Gyðingar búast til varnar.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.