1En Tobías faðir hans taldi hvörn dag; og þá ferðadagarnir voru liðnir, og hann kom ekki,2mælti hann: ætla þeir hafi farið erindisleysu? eður kannske Gabael sé dáinn, og enginn greiði honum silfrið?3og hann varð mjög sorgbitinn.4Og kona hans sagði við hann: barnið er farið; hann er svo lengi í burtu. Og hún fór að gráta og mælti:5skyldi eg, barn, ekki gráta að eg lét þig frá mér, þú ljós minna augna?6Og Tobías sagði við hana: þegi þú (hættu), haf þú engan harm, hann er heill á hófi.7Og hún svaraði honum: þegi þú, tæl mig ekki! mitt barn er farið; og hún gekk daglega á þá leið, sem hann hafði farið. Á daginn át hún ekkert, og á næturnar hætti hún ekki að gráta son sinn Tobías, þangað til þeir 14 brúðkaupsdagar voru liðnir, sem Ragúel hafði svarið, að hann skyldi þar útenda.
En Tobías mælti til Ragúel:8leyf mér nú að fara, því faðir minn og móðir mín búast ekki framar við að sjá mig aftur!9En tengdafaðirinn sagði við hann: vertu hjá mér; eg skal senda til föður þíns, svo hann fái að vita hvörnig á stendur fyrir þér.10En Tobías svaraði: láttu mig fara til föður míns! Þá stóð Ragúel upp, og gaf honum konu hans Söru og helftina af sínum eigum, þræla og fénað og silfur.11Og hann lét þau frá sér og bað þeim góðs, og mælti: himinsins Guð blessi ykkur, mín börn, áður en eg dey!12Og við dóttur sína sagði hann: haf þú þína tengdaforeldra í heiðri. Þau eru nú þínir foreldrar. Eg vildi eg fengi gott af þér að frétta! Og hann kyssti hana. Og Edna sagði við Tobías: elskulegi bróðir! Drottinn himinsins flytji þig aftur til baka, og gefi mér að eg fái að sjá þín börn með Söru dóttur minni, svo að eg gleðji mig fyrir Drottins augliti! og sjá, eg trúi þér fyrir dóttur minni, sem panti, grættu hana ekki!
Tóbítsbók 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Tóbítsbók 10. kafli
Tobías fer heim.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.